Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Afturelding 24-29 Stefán Árni Pálsson skrifar 8. nóvember 2012 14:34 Afturelding vann gríðarlega mikilvægan sigur á Fram, 29-24, í Safamýrinni í kvöld en leikurinn var hluti af sjöundu umferð N1-deildar karla í handknattleik. Jóhann Jóhannsson var atkvæðamestur í liði Aftureldingar með átta mörk en Sigurður Eggertsson skoraði tíu. Framarar voru sterkari til að byrja með og komust fljótlega í 4-2 með fínum sóknarleik og massífri vörn. Gestirnir frá Mosfellsbænum voru lengi í gang og áttu erfitt með að finna sig fyrstu tíu mínútur leiksins. Þegar leið á hálfleikinn fóru gestirnir að spila betur sem lið og keyrðu gríðarlega hratt í bakið á Frömurum. Þetta hafði það í för með sér að Afturelding komst betur inn í leikinn og náðu smá saman að ná yfirhöndinni. Dómarar leiksins fóru gríðarlega í taugarnar á leikmönnum Fram sem hafði mikil áhrif á spilamennsku liðsins. Það verður samt sem áður að setja spurningamerki við dómgæslu leiksins í fyrri hálfleik. Svavar Ólafur Pétursson og Arnar Sigurjónsson, dómarar leiksins, réðu einfaldlega ekki við verkefnið á tíma og lítið samræmi var í dómgæslunni. Afturelding nýtti sér pirring Framara vel og fóru inn í hálfleikinn með 3 marka forskot 14-11. Afturelding hélt áfram sínu striki í síðari hálfleiknum og léku sérstaklega vel en á sama tíma voru Framarar langt frá sínu besta. Sóknarlega var liðið hugmyndasnautt og fátt gekk upp á meðan gestirnir fóru auðveldlega í gegnum vörn heimamanna og náðu fljótlega sjö marka forystu 25-18 og leikurinn í raun búinn. Dómgæslan fór gríðarlega í skapið á heimamönnum og má segja að liðið hafi misst hausinn um tíma. Leikmenn áttu erfitt með að einbeita sér að því að spila handbolta og aðrir þættir leiksins höfðu mikil áhrif. Það má samt sem áður segja að dómgæsla leiksins var alls ekki nægilega góð og réði dómaraparið illa við þau átök sem brutust út oft á tíðum í leiknum. Einar Jónsson, þjálfari Fram, fékk að líta rauða spjaldið eftir venjulegan leiktíma þegar hann missti stjórn á skapi sínu við dómara leiksins. Framarar eru með sjö stig í deildinni er Afturelding hefur náð í fjögur stig eftir sigurinn í kvöld. Jóhann Jóhannsson: Við förum langt á baráttu og stemmningu„Ég er bara sáttur, mjög sáttur," sagði Jóhann Jóhannsson, leikmaður Aftureldingar, eftir sigurinn í kvöld. „Við unnum vel fyrir þessu og mér fannst í raun sigurinn í höfn um miðjan síðari hálfleik. Við byrjuðum leikinn illa og lentum nokkrum mörkum undir. Liðið kom sterkt til baka og sýndi mikinn karakter." „Maður er hás eftir svona leiki en menn láta vel heyra í sér. Við erum stemningslið og treystum gríðarlega mikið á liðsheild og baráttu anda." „Það er mikill stígandi í okkar leik og við eigum bara eftir að bæta okkur, við þurfum að bæta okkar leik til að ná í fleiri stig." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Einar Jónsson: Þessir menn eiga bara að dæmi í "Meistaradeildinni"„Það er auðvitað hrikalega leiðinlegt að tapa leikjum á heimavelli," sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir leikinn í kvöld. „Ég verð samt sem áður að vera ánægður með þá baráttu sem strákarnir sýndi við þessar aðstæður." „Sóknarleikur okkar var ofboðslega þungur og við náðum okkur í raun aldrei á strik þar, nema kannski fyrstu mínúturnar. Sigurður (Eggertsson) hélt okkur á floti sóknarlega." Einar Jónsson var allt annað en sáttur við dómara leiksins í kvöld og las þeim pistilinn eftir leik með þeim afleiðingum að hann fékk rautt spjald „Ég er bara nokkuð ánægður hvað leikmenn mínir náðu að halda haus í kvöld miðað við það sem gekk á hér í kvöld." „Það er gríðarlega erfitt að halda einhverju tempói þegar liðið er 1-2 mönnum færri stóran hluta af leiknum og við vorum að glíma við það í kvöld." Þegar blaðamaður Vísis spurði þjálfarann um frammistöðu dómarans var svarað með mikilli kaldhæðni. „Dómgæslan var frábær og sjaldan séð jafn stórkostlega frammistöðu, þeir báru af hér á vellinum. Þessir menn hljóta að fara dæma í Final Four í Champions League," sagði Einar að lokum í mikilli kaldhæðni. Þess má geta að hann hafði fengið rautt spjald nokkrum mínútum áður fyrir að segja sína skoðun á dómgæslu leiksins.Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Í beinni: FH - Afturelding | Toppslagur í Kaplakrika Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Sjá meira
Afturelding vann gríðarlega mikilvægan sigur á Fram, 29-24, í Safamýrinni í kvöld en leikurinn var hluti af sjöundu umferð N1-deildar karla í handknattleik. Jóhann Jóhannsson var atkvæðamestur í liði Aftureldingar með átta mörk en Sigurður Eggertsson skoraði tíu. Framarar voru sterkari til að byrja með og komust fljótlega í 4-2 með fínum sóknarleik og massífri vörn. Gestirnir frá Mosfellsbænum voru lengi í gang og áttu erfitt með að finna sig fyrstu tíu mínútur leiksins. Þegar leið á hálfleikinn fóru gestirnir að spila betur sem lið og keyrðu gríðarlega hratt í bakið á Frömurum. Þetta hafði það í för með sér að Afturelding komst betur inn í leikinn og náðu smá saman að ná yfirhöndinni. Dómarar leiksins fóru gríðarlega í taugarnar á leikmönnum Fram sem hafði mikil áhrif á spilamennsku liðsins. Það verður samt sem áður að setja spurningamerki við dómgæslu leiksins í fyrri hálfleik. Svavar Ólafur Pétursson og Arnar Sigurjónsson, dómarar leiksins, réðu einfaldlega ekki við verkefnið á tíma og lítið samræmi var í dómgæslunni. Afturelding nýtti sér pirring Framara vel og fóru inn í hálfleikinn með 3 marka forskot 14-11. Afturelding hélt áfram sínu striki í síðari hálfleiknum og léku sérstaklega vel en á sama tíma voru Framarar langt frá sínu besta. Sóknarlega var liðið hugmyndasnautt og fátt gekk upp á meðan gestirnir fóru auðveldlega í gegnum vörn heimamanna og náðu fljótlega sjö marka forystu 25-18 og leikurinn í raun búinn. Dómgæslan fór gríðarlega í skapið á heimamönnum og má segja að liðið hafi misst hausinn um tíma. Leikmenn áttu erfitt með að einbeita sér að því að spila handbolta og aðrir þættir leiksins höfðu mikil áhrif. Það má samt sem áður segja að dómgæsla leiksins var alls ekki nægilega góð og réði dómaraparið illa við þau átök sem brutust út oft á tíðum í leiknum. Einar Jónsson, þjálfari Fram, fékk að líta rauða spjaldið eftir venjulegan leiktíma þegar hann missti stjórn á skapi sínu við dómara leiksins. Framarar eru með sjö stig í deildinni er Afturelding hefur náð í fjögur stig eftir sigurinn í kvöld. Jóhann Jóhannsson: Við förum langt á baráttu og stemmningu„Ég er bara sáttur, mjög sáttur," sagði Jóhann Jóhannsson, leikmaður Aftureldingar, eftir sigurinn í kvöld. „Við unnum vel fyrir þessu og mér fannst í raun sigurinn í höfn um miðjan síðari hálfleik. Við byrjuðum leikinn illa og lentum nokkrum mörkum undir. Liðið kom sterkt til baka og sýndi mikinn karakter." „Maður er hás eftir svona leiki en menn láta vel heyra í sér. Við erum stemningslið og treystum gríðarlega mikið á liðsheild og baráttu anda." „Það er mikill stígandi í okkar leik og við eigum bara eftir að bæta okkur, við þurfum að bæta okkar leik til að ná í fleiri stig." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Einar Jónsson: Þessir menn eiga bara að dæmi í "Meistaradeildinni"„Það er auðvitað hrikalega leiðinlegt að tapa leikjum á heimavelli," sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir leikinn í kvöld. „Ég verð samt sem áður að vera ánægður með þá baráttu sem strákarnir sýndi við þessar aðstæður." „Sóknarleikur okkar var ofboðslega þungur og við náðum okkur í raun aldrei á strik þar, nema kannski fyrstu mínúturnar. Sigurður (Eggertsson) hélt okkur á floti sóknarlega." Einar Jónsson var allt annað en sáttur við dómara leiksins í kvöld og las þeim pistilinn eftir leik með þeim afleiðingum að hann fékk rautt spjald „Ég er bara nokkuð ánægður hvað leikmenn mínir náðu að halda haus í kvöld miðað við það sem gekk á hér í kvöld." „Það er gríðarlega erfitt að halda einhverju tempói þegar liðið er 1-2 mönnum færri stóran hluta af leiknum og við vorum að glíma við það í kvöld." Þegar blaðamaður Vísis spurði þjálfarann um frammistöðu dómarans var svarað með mikilli kaldhæðni. „Dómgæslan var frábær og sjaldan séð jafn stórkostlega frammistöðu, þeir báru af hér á vellinum. Þessir menn hljóta að fara dæma í Final Four í Champions League," sagði Einar að lokum í mikilli kaldhæðni. Þess má geta að hann hafði fengið rautt spjald nokkrum mínútum áður fyrir að segja sína skoðun á dómgæslu leiksins.Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Í beinni: FH - Afturelding | Toppslagur í Kaplakrika Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Sjá meira