Snorri Steinn: Leikaðferðirnar verða þær sömu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2012 11:15 Snorri Steinn Guðjónsson. Mynd/AFP Snorri Steinn Guðjónsson og félagar í íslenska karlalandsliðinu í handbolta spila í kvöld sinn fyrsta leik síðan að liðið tapaði fyrir Ungverjum í átta liða úrslitum á Ólympíuleikunum í London. Íslenska liðið fær ekki mikinn tíma til að undirbúa sig fyrir leikinn á móti Hvít-Rússum í Laugardalshöllinni en leikurinn hefst klukkan 19.130 í kvöld. Strákarnir hittust á mánudaginn og náðu bara þremur æfingum með nýja þjálfaranum Aroni Kristjánssyni. „Við þekkjum þetta alveg og þegar kemur að landsliðinu þá er oft lítill tími. Þetta er öðruvísi en í sumar þegar við fengum heilt sumar en þessar tarnir eru oft svona og þá er oft ágætt að vera með samstillt lið. Það eru margir í liðinu sem þekkjast vel og við erum búnir að spila lengi saman," sagði Snorri Steinn Guðjónsso0n. „Það er kominn nýr þjálfari en hann er að byggja á góðum grunni held ég en ætlar svo með tíð og tíma að koma með sínar áherslur inn. Eðlilega þá gerist það ekki á þessum þremur æfingum sem við höfum fyrir þennan leik. Hann er ekkert að breyta of miklu og tekur bara þann pól í hæðina að grunnurinn sé góður og þá þarf bara að byggja á því og þróa hann," sagði Snorri Steinn. „Þótt að grunnurinn sé góður þá gerast hlutirnir ekki að sjálfum sér. Hann er búinn að vera á bakinu á okkur á æfingunum og hefur látið aðeins í sér heyra þegar við dettum á hælana," sagði Snorri Steinn. „Þegar kemur nýr þjálfari þá þarf hann að kynnast liðinu og að sama skapi við kynnast honum og hans aðferðum. Gummi var búinn að vera með þetta í langan tíma og það er ákveðin vítamínssprauta að breyta aðeins til og fá inn nýja menn. Það verða alltaf smá breytingar þegar kemur nýr þjálfari," sagði Snorri Steinn. „Það á alltaf að vera þannig í landsliði að menn þurfi að sanna sig og kannski enn meira þegar kemur inn nýr þjálfari. Það er bara gott og þá fara menn sjálfkrafa meira upp á tærnar. Við þurfum á því á halda sérstaklega þegar tíminn er svona stuttur. Aron hefur sagt það sjálfur að hann ætlar að byggja á góðum grunni og við erum ekkert að fara gera neinar "drastískar" breytingar, hvorki í vörn né sókn. Leikaðferðirnar verða þær sömu og þegar lið hafa verið að spila lengi saman er minni ástæða til að breyta hlutunum og þá sérstaklega þegar þetta hefur virkað," sagði Snorri. Siarhei Rutenka leikur með stórliði Barcelona og verður í aðalhlutverki í liði Hvíta-Rússlands í kvöld. „Rutenka er einn af betri handboltamönnum í heiminum og klárlega þeirra besti maður. Við sáum það á vídeói í gær og Aron hefur komið inn á það að við getum ekki gleymt hinum eða látið þá vera. Vörnin þarf að virka sem ein heild þótt að áherslan verði lögð á Rutenka því hann er prímusmótorinn í þessu liði. Vörnin þarf bara að standa og hjálp markvörðunum. Það er gömul lumma en ef hún er gerð rétt þá virkar hún," sagði Snorri Steinn. Snorri Steinn var lengi að finna sér lið eftir að AG fór á hausinn en er nú farinn að spila með GOG í dönsku b-deildinni. „Það er fínt að vera kominn í gang allavega. Fríið var ágætt og ég gerði mjög gott úr því. Það gerði mér ágætt og gaf mér smá tíma til að vinna úr hlutunum. Það var bara fínt og ég er ferskur núna," sagði Snorri Steinn. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson og félagar í íslenska karlalandsliðinu í handbolta spila í kvöld sinn fyrsta leik síðan að liðið tapaði fyrir Ungverjum í átta liða úrslitum á Ólympíuleikunum í London. Íslenska liðið fær ekki mikinn tíma til að undirbúa sig fyrir leikinn á móti Hvít-Rússum í Laugardalshöllinni en leikurinn hefst klukkan 19.130 í kvöld. Strákarnir hittust á mánudaginn og náðu bara þremur æfingum með nýja þjálfaranum Aroni Kristjánssyni. „Við þekkjum þetta alveg og þegar kemur að landsliðinu þá er oft lítill tími. Þetta er öðruvísi en í sumar þegar við fengum heilt sumar en þessar tarnir eru oft svona og þá er oft ágætt að vera með samstillt lið. Það eru margir í liðinu sem þekkjast vel og við erum búnir að spila lengi saman," sagði Snorri Steinn Guðjónsso0n. „Það er kominn nýr þjálfari en hann er að byggja á góðum grunni held ég en ætlar svo með tíð og tíma að koma með sínar áherslur inn. Eðlilega þá gerist það ekki á þessum þremur æfingum sem við höfum fyrir þennan leik. Hann er ekkert að breyta of miklu og tekur bara þann pól í hæðina að grunnurinn sé góður og þá þarf bara að byggja á því og þróa hann," sagði Snorri Steinn. „Þótt að grunnurinn sé góður þá gerast hlutirnir ekki að sjálfum sér. Hann er búinn að vera á bakinu á okkur á æfingunum og hefur látið aðeins í sér heyra þegar við dettum á hælana," sagði Snorri Steinn. „Þegar kemur nýr þjálfari þá þarf hann að kynnast liðinu og að sama skapi við kynnast honum og hans aðferðum. Gummi var búinn að vera með þetta í langan tíma og það er ákveðin vítamínssprauta að breyta aðeins til og fá inn nýja menn. Það verða alltaf smá breytingar þegar kemur nýr þjálfari," sagði Snorri Steinn. „Það á alltaf að vera þannig í landsliði að menn þurfi að sanna sig og kannski enn meira þegar kemur inn nýr þjálfari. Það er bara gott og þá fara menn sjálfkrafa meira upp á tærnar. Við þurfum á því á halda sérstaklega þegar tíminn er svona stuttur. Aron hefur sagt það sjálfur að hann ætlar að byggja á góðum grunni og við erum ekkert að fara gera neinar "drastískar" breytingar, hvorki í vörn né sókn. Leikaðferðirnar verða þær sömu og þegar lið hafa verið að spila lengi saman er minni ástæða til að breyta hlutunum og þá sérstaklega þegar þetta hefur virkað," sagði Snorri. Siarhei Rutenka leikur með stórliði Barcelona og verður í aðalhlutverki í liði Hvíta-Rússlands í kvöld. „Rutenka er einn af betri handboltamönnum í heiminum og klárlega þeirra besti maður. Við sáum það á vídeói í gær og Aron hefur komið inn á það að við getum ekki gleymt hinum eða látið þá vera. Vörnin þarf að virka sem ein heild þótt að áherslan verði lögð á Rutenka því hann er prímusmótorinn í þessu liði. Vörnin þarf bara að standa og hjálp markvörðunum. Það er gömul lumma en ef hún er gerð rétt þá virkar hún," sagði Snorri Steinn. Snorri Steinn var lengi að finna sér lið eftir að AG fór á hausinn en er nú farinn að spila með GOG í dönsku b-deildinni. „Það er fínt að vera kominn í gang allavega. Fríið var ágætt og ég gerði mjög gott úr því. Það gerði mér ágætt og gaf mér smá tíma til að vinna úr hlutunum. Það var bara fínt og ég er ferskur núna," sagði Snorri Steinn.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Sjá meira