Umfjöllun: HK - Akureyri 21-22 Guðmundur Marinó Ingvarsson í Digranesi skrifar 13. október 2012 15:15 Mynd/Valli Akureyri sigraði Íslandsmeistara HK í Digranesi 22-21 þar sem Oddur Gretarsson skoraði sigurmarkið á síðustu sekúndu leiksins. Þjálfari og leikmenn HK var brjálaðir út afleita dómara leiksins í leikslok þar sem þeim fannst þeir yfirsjást línu og tvígrip á leikmenn Akureyrar. Jafnt var á nánast öllum tölum í fyrri hálfeik og skiptust liðin á að leiða. Akureyri komst einu sinni tveimur mörkum yfir, 9-7, eftir 22 mínútna leik en annars munaði aldrei meira en einu marki á liðunum. HK var einu marki yfir í hálfeik 13-12 en seinni hálfleikur var ekki eins góður og sá fyrri þó spennuna hafi aldrei vantað í leikinn. Akureyri var jafnan á undan í seinni hálfleik og kom Arnór Freyr Stefánsson markvörður HK í raun í veg fyrir að Akureyri næði öryggri forystu í leiknum. Bæði lið léku afbragðs varnarleik í seinni hálfleik og áttu bæði lið í raun erfitt með að skapa sér færi. Bæði lið gerðu sig sek um að tapa boltanum marg oft og gæði leiksins ekki mikil. Spennan bætti gæðin upp en HK komst yfir 21-20 þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum. Atli Karl Bachmann skorar mark í næst síðustu sókn leiksins en Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson voru of fljótir að dæma og markið taldi ekki. HK tapaði í kjölfarið boltanum og Akureyri jafnaði metin. HK tapaði boltanum aftur í síðustu sókn sinni en þá yfirsást dómrunum að Heimir Örn Árnason vann boltann langt inni í teig. Akureyri tók leikhlé og upp úr leikhléinu braust Oddur Gretarsson í gegnum vörn HK og tryggði gestunum að norðan sigurinn. Eins og áður segir áttu dómararnir afleitan dag og þó dómarnir í lok leiksins hafi fallið með Akureyri voru bæði lið ósátt við marga dóma heilt yfir í leiknum og sögðu Akureyringar að þeir hafi átt þetta inni í lokin. Sama hvað því líður þarf dómaraforystan í landinu að setja besta dómaraparið á leiki sem þessa. Þessir dómarar ráða ekki við svona leiki. Sterka leikmenn vantaði í bæði lið. Ásgeir Jónsson og Bjarni Fritzson léku ekki með Akureyri vegna meiðsla og hjá HK vantaði Tandra Konráðsson sem fyrr auk þess sem Vladimir Djuric var að sækja fjölskylduna sína og ætti að vera með HK í næsta leik gegn FH. Heimir: Ljótur sigur„Þetta var snilld. Við vorum vængbrotnir sóknarlega því okkur vantaði 10 mörk í hægra hornið. Bjarni er búinn að vera sjóðandi heitur en Beggi (Bergvin Gíslason) leysti þetta vel af," sagði Heimir Örn Árnason annar þjálfara Akureyrar í leikslok. „Við unnum boltann trekk í trekk og fengum einhverjar sjö, átta seinni bylgjur í seinni hálfleik þar sem við misstum boltann og skutum heimskulega. Við hefðum átt að vera komnir þremur, fjórum mörkum yfir. Við vorum alveg með þá varnarlega fannst mér. „Þessi mörk hjá Eyþóri og Atla á 17 metrum drápu aðeins taktinn í okkur en þetta var karakter sigur, glæsilegur sigur. „Þetta var eins Atli Hilmars sagði stundum, þetta var ljótur sigur. Þetta verður gleymt eftir viku þegar næsti leikur byrjar, hvernig við unnum þetta. Þetta var ekki fallegur leikur. ÍR leikurinn heima var allt annar handbolti en mér er alveg sama um það. Ég er bara ánægður með stigin tvö. „Þetta var flott hjá kynninum í upphafi að espa okkur aðeins upp með að segja að þeir höfðu ekki tapað í ellefu leikjum. Ég hafði gaman að því. Kristinn: Okkur að kenna að við töpum„Það var klárlega tvígrip hér í restina og það var klárlega mark sem Atli Karl skorar í stöðunni 21-20. Þeir voru engan vegin í takt við eitt né neitt í dag en við töpum einhverjum 20 boltum sjálfir og sköpum okkur okkar vandræði sjálfir og það er okkur að kenna að við töpum," sagði reiður Kristinn Guðmundsson þjálfari HK. „Það var barátta sem einkenndi þennan leik. Bæði lið vildu vinna hann en gæði handboltans voru ekki upp á marga fiska. Það voru margir tæknifeilar og það er margt að laga og einbeita okkur að. Menn eru að berjast eins og ljón og gefa sig í þetta þannig að það er margt jákvætt í þessu. „Þetta eru hlutir sem hafa ekkert að segja og ef maður er að hugsa um þetta þá ertu að einbeita þér að einhverju sem þú átt ekki einbeita þér að og hugsanlega vorum við að einbeita okkur meira að leiknum í dag og minna að dómurunum. Svona lagað skiptir ekki máli nema þú látir það skipta máli sjálfur," sagði Kristinn um það að vallarþulurinn hafi tilkynnt fyrir leik að HK hafi ekki tapað í 11 leikjum. Olís-deild karla Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Íslenski boltinn Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira
Akureyri sigraði Íslandsmeistara HK í Digranesi 22-21 þar sem Oddur Gretarsson skoraði sigurmarkið á síðustu sekúndu leiksins. Þjálfari og leikmenn HK var brjálaðir út afleita dómara leiksins í leikslok þar sem þeim fannst þeir yfirsjást línu og tvígrip á leikmenn Akureyrar. Jafnt var á nánast öllum tölum í fyrri hálfeik og skiptust liðin á að leiða. Akureyri komst einu sinni tveimur mörkum yfir, 9-7, eftir 22 mínútna leik en annars munaði aldrei meira en einu marki á liðunum. HK var einu marki yfir í hálfeik 13-12 en seinni hálfleikur var ekki eins góður og sá fyrri þó spennuna hafi aldrei vantað í leikinn. Akureyri var jafnan á undan í seinni hálfleik og kom Arnór Freyr Stefánsson markvörður HK í raun í veg fyrir að Akureyri næði öryggri forystu í leiknum. Bæði lið léku afbragðs varnarleik í seinni hálfleik og áttu bæði lið í raun erfitt með að skapa sér færi. Bæði lið gerðu sig sek um að tapa boltanum marg oft og gæði leiksins ekki mikil. Spennan bætti gæðin upp en HK komst yfir 21-20 þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum. Atli Karl Bachmann skorar mark í næst síðustu sókn leiksins en Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson voru of fljótir að dæma og markið taldi ekki. HK tapaði í kjölfarið boltanum og Akureyri jafnaði metin. HK tapaði boltanum aftur í síðustu sókn sinni en þá yfirsást dómrunum að Heimir Örn Árnason vann boltann langt inni í teig. Akureyri tók leikhlé og upp úr leikhléinu braust Oddur Gretarsson í gegnum vörn HK og tryggði gestunum að norðan sigurinn. Eins og áður segir áttu dómararnir afleitan dag og þó dómarnir í lok leiksins hafi fallið með Akureyri voru bæði lið ósátt við marga dóma heilt yfir í leiknum og sögðu Akureyringar að þeir hafi átt þetta inni í lokin. Sama hvað því líður þarf dómaraforystan í landinu að setja besta dómaraparið á leiki sem þessa. Þessir dómarar ráða ekki við svona leiki. Sterka leikmenn vantaði í bæði lið. Ásgeir Jónsson og Bjarni Fritzson léku ekki með Akureyri vegna meiðsla og hjá HK vantaði Tandra Konráðsson sem fyrr auk þess sem Vladimir Djuric var að sækja fjölskylduna sína og ætti að vera með HK í næsta leik gegn FH. Heimir: Ljótur sigur„Þetta var snilld. Við vorum vængbrotnir sóknarlega því okkur vantaði 10 mörk í hægra hornið. Bjarni er búinn að vera sjóðandi heitur en Beggi (Bergvin Gíslason) leysti þetta vel af," sagði Heimir Örn Árnason annar þjálfara Akureyrar í leikslok. „Við unnum boltann trekk í trekk og fengum einhverjar sjö, átta seinni bylgjur í seinni hálfleik þar sem við misstum boltann og skutum heimskulega. Við hefðum átt að vera komnir þremur, fjórum mörkum yfir. Við vorum alveg með þá varnarlega fannst mér. „Þessi mörk hjá Eyþóri og Atla á 17 metrum drápu aðeins taktinn í okkur en þetta var karakter sigur, glæsilegur sigur. „Þetta var eins Atli Hilmars sagði stundum, þetta var ljótur sigur. Þetta verður gleymt eftir viku þegar næsti leikur byrjar, hvernig við unnum þetta. Þetta var ekki fallegur leikur. ÍR leikurinn heima var allt annar handbolti en mér er alveg sama um það. Ég er bara ánægður með stigin tvö. „Þetta var flott hjá kynninum í upphafi að espa okkur aðeins upp með að segja að þeir höfðu ekki tapað í ellefu leikjum. Ég hafði gaman að því. Kristinn: Okkur að kenna að við töpum„Það var klárlega tvígrip hér í restina og það var klárlega mark sem Atli Karl skorar í stöðunni 21-20. Þeir voru engan vegin í takt við eitt né neitt í dag en við töpum einhverjum 20 boltum sjálfir og sköpum okkur okkar vandræði sjálfir og það er okkur að kenna að við töpum," sagði reiður Kristinn Guðmundsson þjálfari HK. „Það var barátta sem einkenndi þennan leik. Bæði lið vildu vinna hann en gæði handboltans voru ekki upp á marga fiska. Það voru margir tæknifeilar og það er margt að laga og einbeita okkur að. Menn eru að berjast eins og ljón og gefa sig í þetta þannig að það er margt jákvætt í þessu. „Þetta eru hlutir sem hafa ekkert að segja og ef maður er að hugsa um þetta þá ertu að einbeita þér að einhverju sem þú átt ekki einbeita þér að og hugsanlega vorum við að einbeita okkur meira að leiknum í dag og minna að dómurunum. Svona lagað skiptir ekki máli nema þú látir það skipta máli sjálfur," sagði Kristinn um það að vallarþulurinn hafi tilkynnt fyrir leik að HK hafi ekki tapað í 11 leikjum.
Olís-deild karla Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Íslenski boltinn Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira