Ásdís Kristjánsdóttir úr 3SH var meðal 1800 keppenda í þríþrautarkeppninni Ironman eða Járnkarlinum sem fer fram árlega á Hawaii. Keppnin er einskonar heimsmeistaramót í þríþraut og þangað koma allir sterkustu þríþrautarmenn og konur heims.
Ásdís kom í mark í Ironman-þríþrautinni á 13 klukkutímum, 35 mínútum og 30 sekúndum og er þar með fyrst Íslendinga til að ljúka keppni í Ironmann á heimsmeistaramóti. Ásdís keppti í flokki 45 til 49 ára kvenna.
Ásdís var búin að vera í æfingabúðum seinnipart sumars og í haust, fyrst í Danmörku og síðan í Ísrael. Hún var einnig búin að vera úti á Hawaii í viku fyrir keppnina.
Brautin var mjög erfið vegna mikils vinds sem oft er á hjólaleggnum og vegna mikils hita þegar leið á daginn.
Ásdís fyrst Íslendinga til að klára Járnkarlinn á Hawaii
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





„Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“
Enski boltinn

Sár Verstappen hótar sniðgöngu
Formúla 1

Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd
Enski boltinn

Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna
Körfubolti

