Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fjölnir - Skallagrímur 70-91 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2012 12:31 Nýliðar Skallagríms fögnuðu sínum þriðja sigri í röð í deild og bikar í kvöld þegar liðið sótti tvö stig í Grafarvoginn og varð fyrsta liðið til þess að vinna Fjölni í Dominos-deildinni í vetur. Skallagrímsliðið yfirspilaði Fjölnismenn í fyrsta leikhlutanum og vann að lokum með 21 stigs mun, 91-70. Fjölnismenn voru búnir að vinna tvo fyrstu deildarleiki sína en tap á Króknum í Lengjubikarnum hafði greinilega slæm áhrif á Grafarvogspilta sem voru bitlausir stærsta hluta leiksins í kvöld. Skallagrímsliðið er hinsvegar komið á sigurbraut og duttu greinilega í lukkupottinn þegar þeir náðu samningum við hinn litríka Haminn Quaintance. Skallagrímsliðið komst í 16-4 og vann fyrsta leikhlutann 33-16. Fjölnismenn náðu aðeins að laga stöðuna en tókst aldrei að koma sér aftur inn í leikinn. Borgnesingar skoruðu lengstum af vild enda vantaði mikið upp á baráttuandann í Fjölnisliðinu og þá sérstaklega varnarlega. Skallagrímsliðið fékk hinsvegar framlag frá mörgum mönnum og sigur liðsins var aldrei í hættu eftir þennan frábæra fyrsta leikhluta. Carlos Medlock og Haminn Quaintance fóru á kostum í liði Skallagríms í kvöld, Medlock skoraði 29 stig og Quaintance var með 20 stig. Hjá Fjölni var Sylverster Spicer atkvæðamestur en annars voru margir leikmenn liðsins langt frá sínu besta.Fjölnir-Skallagrímur 70-91 (16-33, 25-24, 19-16, 10-18)Fjölnir: Sylverster Cheston Spicer 24/10 fráköst, Christopher Matthews 13, Árni Ragnarsson 10/4 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 8, Jón Sverrisson 6/7 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 4, Leifur Arason 3, Gunnar Ólafsson 1, Arnþór Freyr Guðmundsson 1 .Skallagrímur: Carlos Medlock 29, Haminn Quaintance 20/10 fráköst/5 stoðsendingar/6 stolnir, Páll Axel Vilbergsson 11/4 fráköst, Trausti Eiríksson 10/7 fráköst, Orri Jónsson 6, Davíð Ásgeirsson 5, Birgir Þór Sverrisson 4/4 fráköst, Atli Aðalsteinsson 3, Sigmar Egilsson 3. Trausti: Hann er búinn að koma þessu upp á annað getustig hjá okkurTrausti Eiríksson og félagar í Skallagrími léku vel í kvöld og allir leikmenn liðsins voru að skila sínu í þessum leik. Trausti skoraði 10 stig og tók 7 fráköst á móti sínum gömlu félögum í Fjölni. "Það gekk bara allt upp hjá okkur og þetta var bara okkar dagur. Við ætlum allir að hafa gaman af þessu, gera okkar besta í hverjum einasta leik og hugsa bara um einn leik í einu. Ef það tekst þá kemur þetta allt saman hjá okkur," sagði Trausti. "Við hittum úr öllu í fyrsta leikhlutanum og ég held að við höfum ekki klikkað á mörgum skotum í leikhlutanum enda skoruðum við 33 stig í honum. Við reyndum síðan að byggja ofan á það því við getum spilað fínan varnarleik þegar þetta gengur vel hjá okkur. Það er því erfitt fyrir hin liðin að vinna þetta upp ef við erum komnir með svolítið forskot," sagði Trausti en Skallagrímsliðið er nú búið að vinna þrjá leiki í röð. "Við erum að sýna stöðugleika í undanförnum leikjum. Við vorum frekar slappir í fyrsta leiknum á Ísafirði en við fengum inn stóra kanann okkar eftir það. Hann er búinn að koma þessu upp á annað getustig hjá okkur. Hann er mjög góður liðsmaður, mjög naskur varnarmaður og svo er hann líka kátur í klefanum," sagði Trausti um hinn magnaða Haminn Quaintance. Það var enginn í Skallagrímsliðinu smeykur að láta til sína taka í kvöld og ungu strákarnir stóðu sig vel. "Það er stígandi í þessu þótt við höfum misst þrjá leikmenn í meiðsli. Hinir verða bara að stíga upp á meðan. Það þýðir ekkert að koma inn á völlinn til þess að vera í einhverjum feluleik. Við verðum bara allitr að kýla á þetta og gera okkar besta," sagði Trausti. Jón Sverris: Við erum miklu betri en þetta Fjölnismaðurinn Jón Sverrisson var að vonum svekktur í leikslok enda voru Fjölnismenn ekki líkir sjálfum sér í þessum leik. "Við mætum ekki klárir í leikinn og ég veit ekki í rauninn hvað ég get sagt. Kannski fór þessi góða byrjun alltof vel í okkur því við erum ekki vanir þessu. Við vorum búnir að vinna tvo fyrstu leikina og allt í einu komnir upp á einhvern stjörnuhiminn því okkur var fleykt niður á jörðina í kvöld," sagði Jón Sverrisson. "Við verðum bara að mæta klárir í leikina. Um leið og hausinn er klár og við í góðu skapi þá vinnum við öll þessi lið. Ef við mætum ekki tilbúnir þá bara skíttöpum við fyrir liðinu sem var að koma upp. Það er bara skiljanlegt að okkur sé spáð svona neðarlega ef við getum ekki spilað betur en þetta. Við verðum bara að rífa okkur upp núna," sagði Jón mjög ósáttur. "Það er oft erfitt að koma til baka. Við lentum samt fimmtán stigum undir á móti KR en komum til baka og unnum þann leik. Fyrir mér er það engin afsökun að hafa byrjað leikinn svona illa. Við þurfum bara að vinna í okkar málum og koma miklu sterkari til leiks í næsta leik. Við erum miklu betri en þetta en við erum ekki betri ef við getum ekki sýnt það. Ég lofa því að við munum sýna það," sagði Jón. Pálmi Þór: Það eru allir tilbúnir í sitt hlutverkPálmi Þór Sævarsson, þjálfari Skallagríms, er að stíga sín fyrstu skref sem þjálfari í efstu deild og liðið er að blómstra hjá honum eins og sást í sannfærandi sigri á Fjölni í kvöld. "Ég er hæstánægður með þetta. Við mættum tilbúnir frá fyrstu mínútu og það var sama hver kom inn á því það voru allir klárir í slaginn. Við lögðum okkur hart fram í að spila góða vörn og ef þú spilar góða vörn þá færðu auðveldar körfur í kjölfarið," sagði Pálmi. "Það eru allir í liðinu tilbúnir í þetta og það eru allir tilbúnir í sitt hlutverk. Ég get ekkert annað en hrósað ungu strákunum í liðinu því þeir leggja allt sitt í þetta þótt þeir spila í tvær mínútur, tíu mínútur eða fimmtán mínútur. Þetta er fyrst og fremst flott liðsheild hjá okkur eins og staðan er í dag," sagði Pálmi. "Við erum búnir að vinna þrjá í röð en ætlum bara að halda áfram og byggja ofan á þetta. Við ætlum að gera okkar besta í hverjum leik og sjá hvað það skilar okkur. Við teljum okkur vera betri en þessi spá sagði til um," sagði Pálmi. Hjalti Þór: Of mikið í gangi í kollinum á mínum mönnumHjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Fjölnis, þurfti í kvöld að sætta sig við sitt fyrsta tap sem þjálfari í efstu deild en það var fyrst og fremst skelfileg byrjun sem fór með möguleika liðsins á móti sjóðheitum Skallagrímsmönnum. "Ég veit ekki hvað veldur því að við byrjuðum leikinn svona illa. Ég held samt að menn hafi ætlað að koma svo rosalega stemmdir til leiks en að þeir hafi farið að hugsa of mikið og því komið flatir inn í leikinn. Það var of mikið í gangi í kollinum á mínum mönnum því ég trúi því ekki að menn hafi komið inn í þennan leik og haldið að þetta yrði eitthvað létt. Spennustigið var bara of hátt," sagði Hjalti Þór. "Við vorum alltof flatir í upphafi leiks. Hvaða leikmaður sem er fór framhjá okkur í vörninni og við vorum með sex eða sjö tapaða bolta á fyrstu fimm mínútunum. Það gengur ekki á móti svona liði," sagði Hjalti en hvað þarf að gerast núna hjá Fjölni? "Við þurfum bara að rífa okkur upp, hreinsa hugann og fara að einbeita okkur að næsta leik. Við þurfum að staldra aðeins við þennan leik en ekki of lengi," sagði Hjalti. Fjölnir vann fyrstu tvo deildarleiki sína en tapaði síðan á Króknum í fyrsta leik sínum í Lengjubikarnum. "Það var komið hellings sjálfstraust í liðið eftir að hafa unnið KFí og KR. Við vorum kýldir niður á móti Tindastól og ég held að það vanti aðeins upp á sjálfstraustið núna. Við kippum því bara í lag," sagði Hjalti. Textalýsing frá leiknumLeikurinn var í beinni textalýsingu og hér fyrir neðan má sjá hvernig leikurinn þróaðist í Dalhúsum í kvöld.Leik lokið - 70-91: Sannfærandi sigur gestanna úr Borgarnesi sem keyrðu yfir Fjölni í upphafi leiks og litu aldrei til baka eftir það. Fjölnismenn þurfa að finna aftur sjálfstraustið sem var í liðinu í fyrstu leikjunum en það er hinsvegar nóg af sjálfstrausti hjá nýliðunum sem fengu flott framlög úr öllum hornum í kvöld.36. mínúta - 65-83: Þessi leikur er svo gott sem búinn því allur máttur er úr Fjölnisliðinu og Skallagrímsmenn eru byrjaðir að fagna sigri í stúkunni.34. mínúta - 62-81: Skallagrímsliðið setti aftur í fimmta gír og er að gera út um leikinn í upphafi fjórða leikhluta. Fjölnismenn hafa aldrei komist í takt í kvöld og Borgnesingar geisla af sjálfstrausti í öllum sínum aðgerðum.31. mínúta - 60-77: Skallagrímsmennirnir Birgir Þór Sverrisson og Kristján Andrésson skora tvær fyrstu körfur fjórða leikhluta og munurinn er kominn upp í 17 stig.Þriðji leikhluti búinn - 60-73: Endakafli þriðja leikhluta var skrautlegur enda mikið um mistök og lítið um skoraðar körfur. Skallagrímsliðið hefur aðeins gefið eftir í seinni hálfleik en Borgnesingar eru enn 13 stigum yfig og með leikinn í sínum höndum. Fjölnismenn fóru að spila betri vörn og fengu tækifæri til að minnka muninn enn meira en þurfa nú frábæran fjórða leikhluta til að fá eitthvað út úr þessum leik.29. mínúta - 59-73: Þetta var skamm góður vermir og tveir klaufalegir tapaðir bolta í röð hjá Fjölni þýða að Skallagrímur er komið aftur 14 stigum yfir.26. mínúta - 55-65: Fjölnisliðið er loksins farið að spila betri vörn og Grafarvogspiltar berjast núna um alla lausa bolta sem gæti farið langt með að koma þeim inn í leikinn.25. mínúta - 55-65: Fjölnismaðurinn Sylverster Spicer hefur raðað inn stigum í þriðja leikhlutanum og er kominn með 22 stig. Fjölnismenn eru líka búnir að minnka muninn niður í 10 stig og Pálmi Þór Sævarsson, þjálfari Skallagríms, tekur leikhlé.24. mínúta - 49-65: Sylverster Spicer treður boltanum með tilþrifum og nú er að sjá hvort hann nái að kveikja í heimamönnum ... nei, Páll Axel setur þrist í næstu sókn og Skallagrímur er enn 16 stigum yfir.23. mínúta - 46-62: Sóknarleikurinn gengur aðeins betur hjá Fjölni en á meðan þeir stoppa ekki Skallagrímsliðið þá koma þeir sér ekki aftur inn í leikinn.Hálfleikur - 41-57: Skallagrímur er með góð tök á þessum leik og 16 stiga forskot í hálfleik. Eins og sést á tölunum þá er varnarleikur Fjölnismanna skelfilegur og Borgnesingar leika lausum hala út um allan völl. Haminn Quaintance er kominn með 18 stig hjá Skallagrími og Carlos Medlock er með 17 stig. Sylverster Spicer er stigahæstur hjá Fjölni með 13 stig en Christopher Matthew hefur skorað 10 stig.18. mínúta - 37-50: Fjölnismönnum gengur illa að minnka muninn enda er eins og þeir Haminn Quaintance og Carlos Medlock geti skorað að vild. Árna Ragnarssyni gengur líka illa að komast inn í leikinn og kanarnir hjá Fjölni eru mikið í einstaklingsframtaki.16. mínúta - 31-42: Tómas Tómasson hefur verið einna líflegastur hjá Fjölni í kvöld en hann var að fá sína þriðju villu í leiknum.15. mínúta - 27-42: Haminn Quaintance er kominn inn á aftur og er fljótur að setja niður tvær góðar körfur. Hann fer á kostum og er kominn með 16 stig í kvöld.13. mínúta - 25-36: Það er kraftur í Fjölnismönnum í upphafi annars leikhluta og þeir eru búnir að minnka muninn niður í 11 stig. Það spilaði reyndar inn í að bæði Carlos Medlock og Haminn Quaintance fengu nokkrar mínútur í hvíld á Skallagrímsbekknum.Fyrsti leikhluti búinn - 16-33: Þessi leikur hefur verið algjör einstefna frá byrjun og Hjalti Þór þarf að laga mikið hjá Fjölnisliðinu ef þessi leikur á ekki að enda illa. Quaintance er kominn með 12 stig og Medlock stjórnar leik liðsins vel.8. mínúta - 13-28: Carlos Medlock og Haminn Quaintance eru óstöðvandi og búnir að skora saman 20 stig á fyrstu 8 mínútum leiksins.6. mínúta - 7-20: Haminn Quaintance stelur boltanum og treður í hraðaupphlaupi. Skallagrímsmenn eru að fara illa með Fjölnisliðið í upphafi leiks og Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Fjölnis, tekur leikhlé.5. mínúta - 4-16: Carlos Medlock fer á kostum í Skallagrímsliðinu og varnarleikur Fjölnis er ekki upp á marga fiska í upphafi leiks.3. mínúta - 4-11: Skallagrímsmenn byrja betur og eru með fumkvæðið í upphafi leiks. Það gengur lítið hjá heimamönnum hvort sem er í sókn eða vörn.1. mínúta - 0-2: Skallagrímsmenn byrja með boltann og Páll Axel Vilbergsson skorar fyrstu körfu leiksins.- Leikurinn er byrjaður -Fyrir leik: Það verður víst stúkulaust í kvöld þannig að áhorfendur verða bara að hópast í kringum auglýsingaskiltin. Stúkan er biluð og það þarf sérfræðing erlendis frá til þess að koma henni í lag. Það er fullt af fólki í húsinu en engin sæti. Það verður því örugglega öðruvísi stemmning á þessum leik.Fyrir leik: Fjölnismenn eru í smá vandræðum því það virðist ekki vera hægt að draga út stúkuna. Áhorfendur eru byrjaðir að streyma inn í salinn en fá engin sæti. Heimamenn ná vonandi að laga þetta áður en leikurinn byrjar.Fyrir leik: Skallagrímur vann 13 stiga sigur á Fjölni, 79-66, þegar liðin mættust síðast í efstu deild 7. febrúar 2008. Pálmi Þór Sævarsson, þjálfari Skallagríms í dag, var sá eini tengdur Skallagrímsliðinu í dag sem tók þátt í þessum leik. Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Fjölnis, og Arnþór F Guðmundsson voru þeir einu í leikmannahópi Fjölnis.Fyrir leik: Skallagrímsmaðurinn Haminn Quaintance verður án efa með flottustu hárgreiðsluna í kvöld en hann fer ekkert framhjá mönnum þegar hann er inn á vellinum. Quaintance er líka öflugur leikmaður og Borgnesingar hafa unnið báða leiki sína með hann innanborðs. Quaintance var með 16 stig og 8 fráköst í sigri á Njarðvík og með 24 stig, 17 fráköst og 4 varin skot í sigri á Keflavík.Fyrir leik: Fjölnismenn hafa unnið tvo fyrstu leikina sína í Dominosdeildinni á móti KR og KFÍ en þeir töpuðu síðasta leik sem var á móti Tindastól í Lengjubikarnum á sunnudagskvöldið.Fyrir leik: Hjalti Þór Vilhjálmsson er yngsti þjálfari Dominsdeildarinnar og er á sínu fyrsta ári með liðið. Hann er því enn með hundrað prósent sigurhlutfall sem þjálfari í úrvalsdeild.Fyrir leik: Skallagrímsmenn hafa unnið Reykjanesbæjarliðin í tveimur síðustu leikjum sínum, fyrst Njarðvík í deildinni og svo Keflavík í Lengjubikarnum. Skallagrímur tapaði í framlengdum leik á Ísafirði í fyrsta deildarleiknum sínum í vetur.Fyrir leik: Skallagrímsmenn eru komnir aftur upp í úrvalsdeildina eftuir þriggja ára fjarveru en þeir féllu úr deildinni tímabilið 2008 til 2009.Fyrir leik: Páll Axel Vilbergsson hefur byrjað tímabilið sjóðheitur en hann hefur skorað 30 stig að meðaltali í fyrstu tveimur leikjunum þar af 45 stig á mótii KFÍ á Ísafirði í fyrsta leik.Fyrir leik: Árni Ragnarsson hefur spilað vel í fyrstu tveimur leikjum Fjölnis í Dominosdeildinni og er með 20,5 stig og 12,5 fráköst að meðaltali. Hann var með 19 stig og 13 fráköst í sigri á KR og 22 stig og 12 fráköst í sigri á KFÍ.mynd/vilhelmMynd/Vilhelmmynd/vilhelm Dominos-deild karla Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Fleiri fréttir „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Sjá meira
Nýliðar Skallagríms fögnuðu sínum þriðja sigri í röð í deild og bikar í kvöld þegar liðið sótti tvö stig í Grafarvoginn og varð fyrsta liðið til þess að vinna Fjölni í Dominos-deildinni í vetur. Skallagrímsliðið yfirspilaði Fjölnismenn í fyrsta leikhlutanum og vann að lokum með 21 stigs mun, 91-70. Fjölnismenn voru búnir að vinna tvo fyrstu deildarleiki sína en tap á Króknum í Lengjubikarnum hafði greinilega slæm áhrif á Grafarvogspilta sem voru bitlausir stærsta hluta leiksins í kvöld. Skallagrímsliðið er hinsvegar komið á sigurbraut og duttu greinilega í lukkupottinn þegar þeir náðu samningum við hinn litríka Haminn Quaintance. Skallagrímsliðið komst í 16-4 og vann fyrsta leikhlutann 33-16. Fjölnismenn náðu aðeins að laga stöðuna en tókst aldrei að koma sér aftur inn í leikinn. Borgnesingar skoruðu lengstum af vild enda vantaði mikið upp á baráttuandann í Fjölnisliðinu og þá sérstaklega varnarlega. Skallagrímsliðið fékk hinsvegar framlag frá mörgum mönnum og sigur liðsins var aldrei í hættu eftir þennan frábæra fyrsta leikhluta. Carlos Medlock og Haminn Quaintance fóru á kostum í liði Skallagríms í kvöld, Medlock skoraði 29 stig og Quaintance var með 20 stig. Hjá Fjölni var Sylverster Spicer atkvæðamestur en annars voru margir leikmenn liðsins langt frá sínu besta.Fjölnir-Skallagrímur 70-91 (16-33, 25-24, 19-16, 10-18)Fjölnir: Sylverster Cheston Spicer 24/10 fráköst, Christopher Matthews 13, Árni Ragnarsson 10/4 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 8, Jón Sverrisson 6/7 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 4, Leifur Arason 3, Gunnar Ólafsson 1, Arnþór Freyr Guðmundsson 1 .Skallagrímur: Carlos Medlock 29, Haminn Quaintance 20/10 fráköst/5 stoðsendingar/6 stolnir, Páll Axel Vilbergsson 11/4 fráköst, Trausti Eiríksson 10/7 fráköst, Orri Jónsson 6, Davíð Ásgeirsson 5, Birgir Þór Sverrisson 4/4 fráköst, Atli Aðalsteinsson 3, Sigmar Egilsson 3. Trausti: Hann er búinn að koma þessu upp á annað getustig hjá okkurTrausti Eiríksson og félagar í Skallagrími léku vel í kvöld og allir leikmenn liðsins voru að skila sínu í þessum leik. Trausti skoraði 10 stig og tók 7 fráköst á móti sínum gömlu félögum í Fjölni. "Það gekk bara allt upp hjá okkur og þetta var bara okkar dagur. Við ætlum allir að hafa gaman af þessu, gera okkar besta í hverjum einasta leik og hugsa bara um einn leik í einu. Ef það tekst þá kemur þetta allt saman hjá okkur," sagði Trausti. "Við hittum úr öllu í fyrsta leikhlutanum og ég held að við höfum ekki klikkað á mörgum skotum í leikhlutanum enda skoruðum við 33 stig í honum. Við reyndum síðan að byggja ofan á það því við getum spilað fínan varnarleik þegar þetta gengur vel hjá okkur. Það er því erfitt fyrir hin liðin að vinna þetta upp ef við erum komnir með svolítið forskot," sagði Trausti en Skallagrímsliðið er nú búið að vinna þrjá leiki í röð. "Við erum að sýna stöðugleika í undanförnum leikjum. Við vorum frekar slappir í fyrsta leiknum á Ísafirði en við fengum inn stóra kanann okkar eftir það. Hann er búinn að koma þessu upp á annað getustig hjá okkur. Hann er mjög góður liðsmaður, mjög naskur varnarmaður og svo er hann líka kátur í klefanum," sagði Trausti um hinn magnaða Haminn Quaintance. Það var enginn í Skallagrímsliðinu smeykur að láta til sína taka í kvöld og ungu strákarnir stóðu sig vel. "Það er stígandi í þessu þótt við höfum misst þrjá leikmenn í meiðsli. Hinir verða bara að stíga upp á meðan. Það þýðir ekkert að koma inn á völlinn til þess að vera í einhverjum feluleik. Við verðum bara allitr að kýla á þetta og gera okkar besta," sagði Trausti. Jón Sverris: Við erum miklu betri en þetta Fjölnismaðurinn Jón Sverrisson var að vonum svekktur í leikslok enda voru Fjölnismenn ekki líkir sjálfum sér í þessum leik. "Við mætum ekki klárir í leikinn og ég veit ekki í rauninn hvað ég get sagt. Kannski fór þessi góða byrjun alltof vel í okkur því við erum ekki vanir þessu. Við vorum búnir að vinna tvo fyrstu leikina og allt í einu komnir upp á einhvern stjörnuhiminn því okkur var fleykt niður á jörðina í kvöld," sagði Jón Sverrisson. "Við verðum bara að mæta klárir í leikina. Um leið og hausinn er klár og við í góðu skapi þá vinnum við öll þessi lið. Ef við mætum ekki tilbúnir þá bara skíttöpum við fyrir liðinu sem var að koma upp. Það er bara skiljanlegt að okkur sé spáð svona neðarlega ef við getum ekki spilað betur en þetta. Við verðum bara að rífa okkur upp núna," sagði Jón mjög ósáttur. "Það er oft erfitt að koma til baka. Við lentum samt fimmtán stigum undir á móti KR en komum til baka og unnum þann leik. Fyrir mér er það engin afsökun að hafa byrjað leikinn svona illa. Við þurfum bara að vinna í okkar málum og koma miklu sterkari til leiks í næsta leik. Við erum miklu betri en þetta en við erum ekki betri ef við getum ekki sýnt það. Ég lofa því að við munum sýna það," sagði Jón. Pálmi Þór: Það eru allir tilbúnir í sitt hlutverkPálmi Þór Sævarsson, þjálfari Skallagríms, er að stíga sín fyrstu skref sem þjálfari í efstu deild og liðið er að blómstra hjá honum eins og sást í sannfærandi sigri á Fjölni í kvöld. "Ég er hæstánægður með þetta. Við mættum tilbúnir frá fyrstu mínútu og það var sama hver kom inn á því það voru allir klárir í slaginn. Við lögðum okkur hart fram í að spila góða vörn og ef þú spilar góða vörn þá færðu auðveldar körfur í kjölfarið," sagði Pálmi. "Það eru allir í liðinu tilbúnir í þetta og það eru allir tilbúnir í sitt hlutverk. Ég get ekkert annað en hrósað ungu strákunum í liðinu því þeir leggja allt sitt í þetta þótt þeir spila í tvær mínútur, tíu mínútur eða fimmtán mínútur. Þetta er fyrst og fremst flott liðsheild hjá okkur eins og staðan er í dag," sagði Pálmi. "Við erum búnir að vinna þrjá í röð en ætlum bara að halda áfram og byggja ofan á þetta. Við ætlum að gera okkar besta í hverjum leik og sjá hvað það skilar okkur. Við teljum okkur vera betri en þessi spá sagði til um," sagði Pálmi. Hjalti Þór: Of mikið í gangi í kollinum á mínum mönnumHjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Fjölnis, þurfti í kvöld að sætta sig við sitt fyrsta tap sem þjálfari í efstu deild en það var fyrst og fremst skelfileg byrjun sem fór með möguleika liðsins á móti sjóðheitum Skallagrímsmönnum. "Ég veit ekki hvað veldur því að við byrjuðum leikinn svona illa. Ég held samt að menn hafi ætlað að koma svo rosalega stemmdir til leiks en að þeir hafi farið að hugsa of mikið og því komið flatir inn í leikinn. Það var of mikið í gangi í kollinum á mínum mönnum því ég trúi því ekki að menn hafi komið inn í þennan leik og haldið að þetta yrði eitthvað létt. Spennustigið var bara of hátt," sagði Hjalti Þór. "Við vorum alltof flatir í upphafi leiks. Hvaða leikmaður sem er fór framhjá okkur í vörninni og við vorum með sex eða sjö tapaða bolta á fyrstu fimm mínútunum. Það gengur ekki á móti svona liði," sagði Hjalti en hvað þarf að gerast núna hjá Fjölni? "Við þurfum bara að rífa okkur upp, hreinsa hugann og fara að einbeita okkur að næsta leik. Við þurfum að staldra aðeins við þennan leik en ekki of lengi," sagði Hjalti. Fjölnir vann fyrstu tvo deildarleiki sína en tapaði síðan á Króknum í fyrsta leik sínum í Lengjubikarnum. "Það var komið hellings sjálfstraust í liðið eftir að hafa unnið KFí og KR. Við vorum kýldir niður á móti Tindastól og ég held að það vanti aðeins upp á sjálfstraustið núna. Við kippum því bara í lag," sagði Hjalti. Textalýsing frá leiknumLeikurinn var í beinni textalýsingu og hér fyrir neðan má sjá hvernig leikurinn þróaðist í Dalhúsum í kvöld.Leik lokið - 70-91: Sannfærandi sigur gestanna úr Borgarnesi sem keyrðu yfir Fjölni í upphafi leiks og litu aldrei til baka eftir það. Fjölnismenn þurfa að finna aftur sjálfstraustið sem var í liðinu í fyrstu leikjunum en það er hinsvegar nóg af sjálfstrausti hjá nýliðunum sem fengu flott framlög úr öllum hornum í kvöld.36. mínúta - 65-83: Þessi leikur er svo gott sem búinn því allur máttur er úr Fjölnisliðinu og Skallagrímsmenn eru byrjaðir að fagna sigri í stúkunni.34. mínúta - 62-81: Skallagrímsliðið setti aftur í fimmta gír og er að gera út um leikinn í upphafi fjórða leikhluta. Fjölnismenn hafa aldrei komist í takt í kvöld og Borgnesingar geisla af sjálfstrausti í öllum sínum aðgerðum.31. mínúta - 60-77: Skallagrímsmennirnir Birgir Þór Sverrisson og Kristján Andrésson skora tvær fyrstu körfur fjórða leikhluta og munurinn er kominn upp í 17 stig.Þriðji leikhluti búinn - 60-73: Endakafli þriðja leikhluta var skrautlegur enda mikið um mistök og lítið um skoraðar körfur. Skallagrímsliðið hefur aðeins gefið eftir í seinni hálfleik en Borgnesingar eru enn 13 stigum yfig og með leikinn í sínum höndum. Fjölnismenn fóru að spila betri vörn og fengu tækifæri til að minnka muninn enn meira en þurfa nú frábæran fjórða leikhluta til að fá eitthvað út úr þessum leik.29. mínúta - 59-73: Þetta var skamm góður vermir og tveir klaufalegir tapaðir bolta í röð hjá Fjölni þýða að Skallagrímur er komið aftur 14 stigum yfir.26. mínúta - 55-65: Fjölnisliðið er loksins farið að spila betri vörn og Grafarvogspiltar berjast núna um alla lausa bolta sem gæti farið langt með að koma þeim inn í leikinn.25. mínúta - 55-65: Fjölnismaðurinn Sylverster Spicer hefur raðað inn stigum í þriðja leikhlutanum og er kominn með 22 stig. Fjölnismenn eru líka búnir að minnka muninn niður í 10 stig og Pálmi Þór Sævarsson, þjálfari Skallagríms, tekur leikhlé.24. mínúta - 49-65: Sylverster Spicer treður boltanum með tilþrifum og nú er að sjá hvort hann nái að kveikja í heimamönnum ... nei, Páll Axel setur þrist í næstu sókn og Skallagrímur er enn 16 stigum yfir.23. mínúta - 46-62: Sóknarleikurinn gengur aðeins betur hjá Fjölni en á meðan þeir stoppa ekki Skallagrímsliðið þá koma þeir sér ekki aftur inn í leikinn.Hálfleikur - 41-57: Skallagrímur er með góð tök á þessum leik og 16 stiga forskot í hálfleik. Eins og sést á tölunum þá er varnarleikur Fjölnismanna skelfilegur og Borgnesingar leika lausum hala út um allan völl. Haminn Quaintance er kominn með 18 stig hjá Skallagrími og Carlos Medlock er með 17 stig. Sylverster Spicer er stigahæstur hjá Fjölni með 13 stig en Christopher Matthew hefur skorað 10 stig.18. mínúta - 37-50: Fjölnismönnum gengur illa að minnka muninn enda er eins og þeir Haminn Quaintance og Carlos Medlock geti skorað að vild. Árna Ragnarssyni gengur líka illa að komast inn í leikinn og kanarnir hjá Fjölni eru mikið í einstaklingsframtaki.16. mínúta - 31-42: Tómas Tómasson hefur verið einna líflegastur hjá Fjölni í kvöld en hann var að fá sína þriðju villu í leiknum.15. mínúta - 27-42: Haminn Quaintance er kominn inn á aftur og er fljótur að setja niður tvær góðar körfur. Hann fer á kostum og er kominn með 16 stig í kvöld.13. mínúta - 25-36: Það er kraftur í Fjölnismönnum í upphafi annars leikhluta og þeir eru búnir að minnka muninn niður í 11 stig. Það spilaði reyndar inn í að bæði Carlos Medlock og Haminn Quaintance fengu nokkrar mínútur í hvíld á Skallagrímsbekknum.Fyrsti leikhluti búinn - 16-33: Þessi leikur hefur verið algjör einstefna frá byrjun og Hjalti Þór þarf að laga mikið hjá Fjölnisliðinu ef þessi leikur á ekki að enda illa. Quaintance er kominn með 12 stig og Medlock stjórnar leik liðsins vel.8. mínúta - 13-28: Carlos Medlock og Haminn Quaintance eru óstöðvandi og búnir að skora saman 20 stig á fyrstu 8 mínútum leiksins.6. mínúta - 7-20: Haminn Quaintance stelur boltanum og treður í hraðaupphlaupi. Skallagrímsmenn eru að fara illa með Fjölnisliðið í upphafi leiks og Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Fjölnis, tekur leikhlé.5. mínúta - 4-16: Carlos Medlock fer á kostum í Skallagrímsliðinu og varnarleikur Fjölnis er ekki upp á marga fiska í upphafi leiks.3. mínúta - 4-11: Skallagrímsmenn byrja betur og eru með fumkvæðið í upphafi leiks. Það gengur lítið hjá heimamönnum hvort sem er í sókn eða vörn.1. mínúta - 0-2: Skallagrímsmenn byrja með boltann og Páll Axel Vilbergsson skorar fyrstu körfu leiksins.- Leikurinn er byrjaður -Fyrir leik: Það verður víst stúkulaust í kvöld þannig að áhorfendur verða bara að hópast í kringum auglýsingaskiltin. Stúkan er biluð og það þarf sérfræðing erlendis frá til þess að koma henni í lag. Það er fullt af fólki í húsinu en engin sæti. Það verður því örugglega öðruvísi stemmning á þessum leik.Fyrir leik: Fjölnismenn eru í smá vandræðum því það virðist ekki vera hægt að draga út stúkuna. Áhorfendur eru byrjaðir að streyma inn í salinn en fá engin sæti. Heimamenn ná vonandi að laga þetta áður en leikurinn byrjar.Fyrir leik: Skallagrímur vann 13 stiga sigur á Fjölni, 79-66, þegar liðin mættust síðast í efstu deild 7. febrúar 2008. Pálmi Þór Sævarsson, þjálfari Skallagríms í dag, var sá eini tengdur Skallagrímsliðinu í dag sem tók þátt í þessum leik. Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Fjölnis, og Arnþór F Guðmundsson voru þeir einu í leikmannahópi Fjölnis.Fyrir leik: Skallagrímsmaðurinn Haminn Quaintance verður án efa með flottustu hárgreiðsluna í kvöld en hann fer ekkert framhjá mönnum þegar hann er inn á vellinum. Quaintance er líka öflugur leikmaður og Borgnesingar hafa unnið báða leiki sína með hann innanborðs. Quaintance var með 16 stig og 8 fráköst í sigri á Njarðvík og með 24 stig, 17 fráköst og 4 varin skot í sigri á Keflavík.Fyrir leik: Fjölnismenn hafa unnið tvo fyrstu leikina sína í Dominosdeildinni á móti KR og KFÍ en þeir töpuðu síðasta leik sem var á móti Tindastól í Lengjubikarnum á sunnudagskvöldið.Fyrir leik: Hjalti Þór Vilhjálmsson er yngsti þjálfari Dominsdeildarinnar og er á sínu fyrsta ári með liðið. Hann er því enn með hundrað prósent sigurhlutfall sem þjálfari í úrvalsdeild.Fyrir leik: Skallagrímsmenn hafa unnið Reykjanesbæjarliðin í tveimur síðustu leikjum sínum, fyrst Njarðvík í deildinni og svo Keflavík í Lengjubikarnum. Skallagrímur tapaði í framlengdum leik á Ísafirði í fyrsta deildarleiknum sínum í vetur.Fyrir leik: Skallagrímsmenn eru komnir aftur upp í úrvalsdeildina eftuir þriggja ára fjarveru en þeir féllu úr deildinni tímabilið 2008 til 2009.Fyrir leik: Páll Axel Vilbergsson hefur byrjað tímabilið sjóðheitur en hann hefur skorað 30 stig að meðaltali í fyrstu tveimur leikjunum þar af 45 stig á mótii KFÍ á Ísafirði í fyrsta leik.Fyrir leik: Árni Ragnarsson hefur spilað vel í fyrstu tveimur leikjum Fjölnis í Dominosdeildinni og er með 20,5 stig og 12,5 fráköst að meðaltali. Hann var með 19 stig og 13 fráköst í sigri á KR og 22 stig og 12 fráköst í sigri á KFÍ.mynd/vilhelmMynd/Vilhelmmynd/vilhelm
Dominos-deild karla Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Fleiri fréttir „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Sjá meira
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti