Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 28-23 | Haukar enn ósigraðir Kolbeinn Tumi Daðason í Schenker-höllinni skrifar 21. október 2012 16:30 Mynd/Vilhelm Haukar unnu öruggan heimasigur á Valsmönnum í N1-deild karla í handbolta í dag. Haukar höfðu frumkvæðið frá upphafi til enda og unnu fimm marka sigur 28-23. Hafnfirðingar eru enn ósigraðir í deildinni í vetur. Haukar mættu betur stemmdir á heimavelli sínum í kvöld. Fjögur mörk í röð breyttu stöðunni úr 3-3 í 7-3 og var Patrekur Jóhannesson, þjálfari Vals, skiljanlega áhyggjufullur og tók leikhlé. Valsmenn löguðu stöðuna í 9-8 og fengu tækifæri til að jafna leikinn en tókst ekki og Haukar tóku frumkvæðið á ný. Innkoma Litháans Giedrius Morkunas í mark heimamanna hafði sitt að segja en Aron Rafn Eðvarsson hafði aðeins varið eitt skot á fyrsta stundarfjórðungnum. Frábært mark Atla Márs Bárusonar á síðustu sekúndu fyrri hálfleiksins gaf Valsmönnum ástæðu til að fara fagnandi til búningsherbergja fjórum mörkum undir, 15-11. Markverðir Valsmanna vilja væntanlega gleyma fyrri hálfleiknum sem fyrst. Lárus Helgi varði tvö skot og Hlynur Morthens ekkert. Gestirnir af Hlíðarenda skoruðu fyrstu tvö mörk síðari hálfleiksins en nær komust þeir ekki. Haukar héldu Valsmönnum í hæfilegri fjarlægð allt til loka og unnu fimm marka sigur, 28-23. Árni Steinn Steinþórsson og Stefán Rafn Sigurmannsson skoruðu sjö mörk hvor fyrir heimamenn en fimm marks Stefáns Rafns komu úr vítum. Hjá gestunum skoruðu Gunnar Malmquist og Finnur Ingi Stefánsson fimm mörk hvor. Haukar halda toppsætinu, hafa níu stig eftir fimm leiki. Valsmenn sitja áfram í 6. sæti deildarinnar með þrjú stig. Patrekur Jóhannesson: Stjórn Vals sýnir hugrekki„Maður er alltaf svekktur að tapa. Við komum hingað til þess að vinna. Þó svo að við höfum ekki verið sigurstranglegri fyrir leikinn er maður pínusvekktur að hafa ekki náð betri leik," sagði Patrekur Jóhannesson þjálfari Vals. Valsmenn töpuðu nokkuð mörgum boltum í sókninni sem hjálpuðu ekki til þegar liðið reyndi að vinna upp forskot heimamanna. „Ef þú greinir liðið sem við erum með þá eru margir að stíga sín fyrstu skref í fullorðinsbolta. Það er eðlilegt að það komi smá skjálfti í menn. Það komu kaflar inni á milli þar sem við vorum að spila ágætlega en svo líka kaflar þar sem var ákveðið vonleysi. Það er eitthvað sem verður örugglega í vetur hjá svona glænýju liði," segir Patrekur sem minnti enn frekar á litla reynslu sinna manna. „Það sem er jákvætt er að við erum að spila á mörgum gæjum úr öðrum og þriðja flokki. Það eru ekki mörg lið sem eru að gera það í dag. Haukaliðið er ótrúlega vel mannað og margir sem sitja bara. Þetta er erfiður fasi en ef maður lítur á þá leikmenn sem eru að spila er stjórn Vals að sýna ákveðið hugrekki. Það er mitt að vinna úr því." Patrekur var ánægður með varnarleik sinna manna en ekki markvörsluna. Hlynur og Lárus vörðu samanlagt átta skot í leiknum. „Bubbi (innsk: Hlynur) og Lárus í markinu hafa verið sterkir en áttu ekki góðan dag. Vinnslan í vörninni var mjög góð. Haukarnir skoruðu mikið úr hraðaupphlaupum þ.a. það var frekar sóknin sem klikkaði." Aron Kristjánsson: Vil að Aron standi framar í markinu„Við þurftum að hafa fyrir þessu," sagði Aron Kristjánsson þjálfari Hauka ánægður með sigur sinna manna, „Þegar við vorum komnir með þokkalegt forskot náðu þeir að spila lengi á okkur, lauma inn marki. Við hefðum þurft einn til tvo bolta í viðbót frá markvörðunum til að ná þægilegra forskoti í fyrri hálfleik," sagði Aron sem telur Aron Rafn, markvörð liðsins, geta betur. „Aron (Rafn) og Birkir Ívar voru sterkir í fyrra. Aron hefur átt mjög góða leiki inn á milli í vetur en þess á milli dottið aðeins niður. Átti fínan fyrri leik í Evrópukeppninni en sá síðari var nokkuð slakur. Auðvitað vil ég sjá hann beittari og standa jafnvel aðeins framar í markinu," sagði Aron sem fannst hans menn missa einbeitingu í síðari hálfleiknum. „Mér fannst við slaka aðeins á klónni þegar við vorum komnir með sjö marka forskot í seinni hálfleik. Það gerði að að verkum að við þurftum að hafa aðeins meira fyrir þessu síðustu tíu mínúturnar en við hefðum þurft." Þrátt fyrir að Valsmenn hafi hangið í Haukum lengi vel virtist sigurinn aldrei í hættu. „Nei, ég hafði aldrei áhyggjur en var þó aldrei rólegur. Maður verður að halda mönnum á tánum og mér fannst menn vera að berjast fyrir þessu," sagði Aron. Olís-deild karla Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Sjá meira
Haukar unnu öruggan heimasigur á Valsmönnum í N1-deild karla í handbolta í dag. Haukar höfðu frumkvæðið frá upphafi til enda og unnu fimm marka sigur 28-23. Hafnfirðingar eru enn ósigraðir í deildinni í vetur. Haukar mættu betur stemmdir á heimavelli sínum í kvöld. Fjögur mörk í röð breyttu stöðunni úr 3-3 í 7-3 og var Patrekur Jóhannesson, þjálfari Vals, skiljanlega áhyggjufullur og tók leikhlé. Valsmenn löguðu stöðuna í 9-8 og fengu tækifæri til að jafna leikinn en tókst ekki og Haukar tóku frumkvæðið á ný. Innkoma Litháans Giedrius Morkunas í mark heimamanna hafði sitt að segja en Aron Rafn Eðvarsson hafði aðeins varið eitt skot á fyrsta stundarfjórðungnum. Frábært mark Atla Márs Bárusonar á síðustu sekúndu fyrri hálfleiksins gaf Valsmönnum ástæðu til að fara fagnandi til búningsherbergja fjórum mörkum undir, 15-11. Markverðir Valsmanna vilja væntanlega gleyma fyrri hálfleiknum sem fyrst. Lárus Helgi varði tvö skot og Hlynur Morthens ekkert. Gestirnir af Hlíðarenda skoruðu fyrstu tvö mörk síðari hálfleiksins en nær komust þeir ekki. Haukar héldu Valsmönnum í hæfilegri fjarlægð allt til loka og unnu fimm marka sigur, 28-23. Árni Steinn Steinþórsson og Stefán Rafn Sigurmannsson skoruðu sjö mörk hvor fyrir heimamenn en fimm marks Stefáns Rafns komu úr vítum. Hjá gestunum skoruðu Gunnar Malmquist og Finnur Ingi Stefánsson fimm mörk hvor. Haukar halda toppsætinu, hafa níu stig eftir fimm leiki. Valsmenn sitja áfram í 6. sæti deildarinnar með þrjú stig. Patrekur Jóhannesson: Stjórn Vals sýnir hugrekki„Maður er alltaf svekktur að tapa. Við komum hingað til þess að vinna. Þó svo að við höfum ekki verið sigurstranglegri fyrir leikinn er maður pínusvekktur að hafa ekki náð betri leik," sagði Patrekur Jóhannesson þjálfari Vals. Valsmenn töpuðu nokkuð mörgum boltum í sókninni sem hjálpuðu ekki til þegar liðið reyndi að vinna upp forskot heimamanna. „Ef þú greinir liðið sem við erum með þá eru margir að stíga sín fyrstu skref í fullorðinsbolta. Það er eðlilegt að það komi smá skjálfti í menn. Það komu kaflar inni á milli þar sem við vorum að spila ágætlega en svo líka kaflar þar sem var ákveðið vonleysi. Það er eitthvað sem verður örugglega í vetur hjá svona glænýju liði," segir Patrekur sem minnti enn frekar á litla reynslu sinna manna. „Það sem er jákvætt er að við erum að spila á mörgum gæjum úr öðrum og þriðja flokki. Það eru ekki mörg lið sem eru að gera það í dag. Haukaliðið er ótrúlega vel mannað og margir sem sitja bara. Þetta er erfiður fasi en ef maður lítur á þá leikmenn sem eru að spila er stjórn Vals að sýna ákveðið hugrekki. Það er mitt að vinna úr því." Patrekur var ánægður með varnarleik sinna manna en ekki markvörsluna. Hlynur og Lárus vörðu samanlagt átta skot í leiknum. „Bubbi (innsk: Hlynur) og Lárus í markinu hafa verið sterkir en áttu ekki góðan dag. Vinnslan í vörninni var mjög góð. Haukarnir skoruðu mikið úr hraðaupphlaupum þ.a. það var frekar sóknin sem klikkaði." Aron Kristjánsson: Vil að Aron standi framar í markinu„Við þurftum að hafa fyrir þessu," sagði Aron Kristjánsson þjálfari Hauka ánægður með sigur sinna manna, „Þegar við vorum komnir með þokkalegt forskot náðu þeir að spila lengi á okkur, lauma inn marki. Við hefðum þurft einn til tvo bolta í viðbót frá markvörðunum til að ná þægilegra forskoti í fyrri hálfleik," sagði Aron sem telur Aron Rafn, markvörð liðsins, geta betur. „Aron (Rafn) og Birkir Ívar voru sterkir í fyrra. Aron hefur átt mjög góða leiki inn á milli í vetur en þess á milli dottið aðeins niður. Átti fínan fyrri leik í Evrópukeppninni en sá síðari var nokkuð slakur. Auðvitað vil ég sjá hann beittari og standa jafnvel aðeins framar í markinu," sagði Aron sem fannst hans menn missa einbeitingu í síðari hálfleiknum. „Mér fannst við slaka aðeins á klónni þegar við vorum komnir með sjö marka forskot í seinni hálfleik. Það gerði að að verkum að við þurftum að hafa aðeins meira fyrir þessu síðustu tíu mínúturnar en við hefðum þurft." Þrátt fyrir að Valsmenn hafi hangið í Haukum lengi vel virtist sigurinn aldrei í hættu. „Nei, ég hafði aldrei áhyggjur en var þó aldrei rólegur. Maður verður að halda mönnum á tánum og mér fannst menn vera að berjast fyrir þessu," sagði Aron.
Olís-deild karla Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Sjá meira