Umfjöllun og viðtöl: Haukar - HK 22-22 Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Ásvöllum skrifar 4. október 2012 12:36 Bikarmeistarar Hauka og Íslandsmeistarar HK skildu jöfn í hörkuleik í Hafnarfirði í kvöld. HK-ingar eru þó örugglega talsvert ánægðari með sitt stig en Haukarnir að þessu sinni. Haukar voru lengst af með yfirhöndina í leiknum og tveggja marka forystu í hálfleik, 12-10. Þegar varnarleikurinn gekk vel hjá Haukum var eftirleikurinn auðveldur en til marks um það má nefna að níu mörk af 22 hjá Hafnfirðingum komu eftir hraðaupphlaup. HK-ingar gáfust þó aldrei upp og náði alltaf að halda sér á lífi í leiknum. Vörn þeirra náði sér ágætlega á strik inn á milli og Arnór Freyr átti fínan dag í markinu - sem og reyndar Aron Rafn í marki heimamanna. HK var mest fjórum mörkum undir í seinni hálfleik, 16-12, þegar 20 mínútur voru eftir. Á næsta stundarfjórðungi skoraði liðið sjö mörk gegn tveimur og var skyndilega komið yfir, 19-18. Lokamínúturnar voru svo hádramatískar en litlu munaði að Aron Rafn hefði verið hetja Hauka þegar hann varði vítakast Bjarka Más Elíssonar á lokamínútunni. En Bjarki náði frákastinu og skoraði síðast mark HK. Haukar fengu reyndar eina sókn enn í leiknum en náðu ekki að nýta hana. Því var niðurstaðan jafntefli. Sóknarleikur Hauka hefur oft verið betri en í kvöld en Gísli Jón Þórisson átti frábæra innkomu undir lokin og skoraði þrjú síðustu mörk sinna manna í leiknum. Stefán Rafn Sigurmannsson byrjaði leikinn mjög vel en það dró af honum eftir því sem leið á leikinn. Daníel Örn Einarsson nýtti sín færi vel í leiknum og Ólafur Víðir Ólafsson sýndi enn og aftur að þegar hann nær sér á strik þá er hann til alls líklegur. Hann steig oft upp á mikilvægum augnablikum og skoraði nokkur lagleg mörk.Aron: Ótrúlega klaufaleg mistök Aron Kristjánsson, þjálfari Haukanna, var ekki sáttur við niðurstöðu leiksins og vildi fá meira frá sínum leikmönnum í kvöld. „Mér líður eins og að við töpuðum stigi í kvöld. Við gerðum okkur seka um ótrúlega klaufaleg mistök, sérstaklega í seinni hálfleik, sem urðu okkur mjög dýrkeypt," sagði Aron. „Við köstuðum frá okkur boltanum margsinnis og létum reka okkur fimm sinnum af velli - en aldrei fyrir of fastan varnarleik. Bara eitthvað smálegt. Við þurfum að vera skynsamari en svo." Haukar skoruðu níu af 22 mörkum sínum úr hraðaupphlaupum og vildi Aron fá meira úr uppstilltum sóknarleik sinna manna. „Við þurfum að fá meira framlag frá okkar sóknarmönnum og vinna betur einn gegn einum, sem og að spila betur inn á línuna. Gísli Jón gerði það reyndar vel í lokin en við þurftum að gera meira af því." „Sóknarmennirnir þurfa að vera grimmari - sækja sér pláss, búa til færi og skora mörk. Á löngum köflum fannst mér við vera að spila upp í palla í stað þess að skytturnar kæmu beittari á markið. Það var á köflum fínt en lengi vel fannst mér vanta heilmikið upp á." Þegar um 20 mínútur voru eftir var staðan 16-12 fyrir Hauka en þá komu þrjú mörk í röð frá HK-ingum með stuttu millibilli. „Það skrifast alfarið á klaufagang okkar. Við hentum boltanum frá okkur hvað eftir annað og slíkum augnablikum þurfum við að vera miklu sterkari. Þar gildir ekkert annað en að vera með einbeitinguna í lagi allan leikinn."Daníel Örn: Skemmtilegustu leikirnir Hornamaðurinn Daníel Örn Einarsson, sem kom frá Akureyri til HK fyrir tímabilið, átti góðan leik í kvöld og var markahæstur í liði HK með sex mörk úr sjö skotum. „Það er gaman að spila þessa leiki. Sóknin var reyndar léleg hjá báðum liðum en bæði vörn og markvarsla mjög góð," sagði Daníel. HK-ingar voru með baráttuna í lagi í kvöld og það fleytti þeim langt. „Það er þrautsegja í þessu liði og töggur í leikmönnum. Við náum að halda ró okkar þó svo að staðan sé slæm enda Kiddi [Kristinn Guðmundsson, þjálfari] búinn að fara vel yfir öll atriði." „Við erum nokkuð sáttir við að vera með fimm stig af sex mögulegum á þessum tímapunkti. Auðvildað vildum við vera með sex stig en á meðan við erum að bæta okkar leik erum við sáttir."Gísli Jón: Köstuðum þessu frá okkur Gísli Jón Þórisson skoraði þrjú síðustu mörk Hauka í kvöld og sá til þess að HK-ingar næðu ekki að „stela" sigrinum að þessu sinni. „Mér finnst eins og að við hefðum kastað þessu frá okkur, án þess þó að ég dragi neitt úr frammistöðu HK í leiknum. Við gáfum þeim víti í lokin sem var dýrt því vanalega eigum við að standa betri vörn en þetta," sagði Gísli Jón við Vísi eftir leik. „Ég vil meina að við séum með bestu vörnina í deildinni en það breytir því ekki að við þurfum að halda einbeitingunni í lagi allan leikinn. Við fengum að kenna á því í dag." Gísli var ánægður með mörkin sem hann skoraði í kvöld. „Það hefði þó verið skemmtilegra að fá tvö stig fyrir þau en bara eitt," sagði hann. Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira
Bikarmeistarar Hauka og Íslandsmeistarar HK skildu jöfn í hörkuleik í Hafnarfirði í kvöld. HK-ingar eru þó örugglega talsvert ánægðari með sitt stig en Haukarnir að þessu sinni. Haukar voru lengst af með yfirhöndina í leiknum og tveggja marka forystu í hálfleik, 12-10. Þegar varnarleikurinn gekk vel hjá Haukum var eftirleikurinn auðveldur en til marks um það má nefna að níu mörk af 22 hjá Hafnfirðingum komu eftir hraðaupphlaup. HK-ingar gáfust þó aldrei upp og náði alltaf að halda sér á lífi í leiknum. Vörn þeirra náði sér ágætlega á strik inn á milli og Arnór Freyr átti fínan dag í markinu - sem og reyndar Aron Rafn í marki heimamanna. HK var mest fjórum mörkum undir í seinni hálfleik, 16-12, þegar 20 mínútur voru eftir. Á næsta stundarfjórðungi skoraði liðið sjö mörk gegn tveimur og var skyndilega komið yfir, 19-18. Lokamínúturnar voru svo hádramatískar en litlu munaði að Aron Rafn hefði verið hetja Hauka þegar hann varði vítakast Bjarka Más Elíssonar á lokamínútunni. En Bjarki náði frákastinu og skoraði síðast mark HK. Haukar fengu reyndar eina sókn enn í leiknum en náðu ekki að nýta hana. Því var niðurstaðan jafntefli. Sóknarleikur Hauka hefur oft verið betri en í kvöld en Gísli Jón Þórisson átti frábæra innkomu undir lokin og skoraði þrjú síðustu mörk sinna manna í leiknum. Stefán Rafn Sigurmannsson byrjaði leikinn mjög vel en það dró af honum eftir því sem leið á leikinn. Daníel Örn Einarsson nýtti sín færi vel í leiknum og Ólafur Víðir Ólafsson sýndi enn og aftur að þegar hann nær sér á strik þá er hann til alls líklegur. Hann steig oft upp á mikilvægum augnablikum og skoraði nokkur lagleg mörk.Aron: Ótrúlega klaufaleg mistök Aron Kristjánsson, þjálfari Haukanna, var ekki sáttur við niðurstöðu leiksins og vildi fá meira frá sínum leikmönnum í kvöld. „Mér líður eins og að við töpuðum stigi í kvöld. Við gerðum okkur seka um ótrúlega klaufaleg mistök, sérstaklega í seinni hálfleik, sem urðu okkur mjög dýrkeypt," sagði Aron. „Við köstuðum frá okkur boltanum margsinnis og létum reka okkur fimm sinnum af velli - en aldrei fyrir of fastan varnarleik. Bara eitthvað smálegt. Við þurfum að vera skynsamari en svo." Haukar skoruðu níu af 22 mörkum sínum úr hraðaupphlaupum og vildi Aron fá meira úr uppstilltum sóknarleik sinna manna. „Við þurfum að fá meira framlag frá okkar sóknarmönnum og vinna betur einn gegn einum, sem og að spila betur inn á línuna. Gísli Jón gerði það reyndar vel í lokin en við þurftum að gera meira af því." „Sóknarmennirnir þurfa að vera grimmari - sækja sér pláss, búa til færi og skora mörk. Á löngum köflum fannst mér við vera að spila upp í palla í stað þess að skytturnar kæmu beittari á markið. Það var á köflum fínt en lengi vel fannst mér vanta heilmikið upp á." Þegar um 20 mínútur voru eftir var staðan 16-12 fyrir Hauka en þá komu þrjú mörk í röð frá HK-ingum með stuttu millibilli. „Það skrifast alfarið á klaufagang okkar. Við hentum boltanum frá okkur hvað eftir annað og slíkum augnablikum þurfum við að vera miklu sterkari. Þar gildir ekkert annað en að vera með einbeitinguna í lagi allan leikinn."Daníel Örn: Skemmtilegustu leikirnir Hornamaðurinn Daníel Örn Einarsson, sem kom frá Akureyri til HK fyrir tímabilið, átti góðan leik í kvöld og var markahæstur í liði HK með sex mörk úr sjö skotum. „Það er gaman að spila þessa leiki. Sóknin var reyndar léleg hjá báðum liðum en bæði vörn og markvarsla mjög góð," sagði Daníel. HK-ingar voru með baráttuna í lagi í kvöld og það fleytti þeim langt. „Það er þrautsegja í þessu liði og töggur í leikmönnum. Við náum að halda ró okkar þó svo að staðan sé slæm enda Kiddi [Kristinn Guðmundsson, þjálfari] búinn að fara vel yfir öll atriði." „Við erum nokkuð sáttir við að vera með fimm stig af sex mögulegum á þessum tímapunkti. Auðvildað vildum við vera með sex stig en á meðan við erum að bæta okkar leik erum við sáttir."Gísli Jón: Köstuðum þessu frá okkur Gísli Jón Þórisson skoraði þrjú síðustu mörk Hauka í kvöld og sá til þess að HK-ingar næðu ekki að „stela" sigrinum að þessu sinni. „Mér finnst eins og að við hefðum kastað þessu frá okkur, án þess þó að ég dragi neitt úr frammistöðu HK í leiknum. Við gáfum þeim víti í lokin sem var dýrt því vanalega eigum við að standa betri vörn en þetta," sagði Gísli Jón við Vísi eftir leik. „Ég vil meina að við séum með bestu vörnina í deildinni en það breytir því ekki að við þurfum að halda einbeitingunni í lagi allan leikinn. Við fengum að kenna á því í dag." Gísli var ánægður með mörkin sem hann skoraði í kvöld. „Það hefði þó verið skemmtilegra að fá tvö stig fyrir þau en bara eitt," sagði hann.
Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira