Páll Axel Vilbergsson, fyrrum leikmaður Grindavíkur, fór hamförum með Skallagrími í Ísafirði í kvöld og skoraði 45 stig í uppgjöri nýliðanna í Dominos-deild karla.
Það dugði ekki til því KFÍ vann eins stigs sigur í framlengdum leik.
Stjarnan fór góða ferð á Krókinn og vann þægilegan sigur á meðan Fjölnir skellti KR.
Þetta voru fyrstu leikir vetrarins og annað kvöld klárast fyrsta umferðin.
Úrslit:
Fjölnir-KR 93-90 (22-25, 27-22, 16-25, 28-18)
Fjölnir: Christopher Matthews 30/4 fráköst, Árni Ragnarsson 19/13 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 11, Jón Sverrisson 9/8 fráköst, Gunnar Ólafsson 8, Elvar Sigurðsson 5, Arnþór Freyr Guðmundsson 4/6 fráköst/6 stoðsendingar, Tómas Heiðar Tómasson 4/5 stoðsendingar, Jóel Sæmundsson 3, Tómas Daði Bessason 0, Leifur Arason 0, Friðrik Karlsson 0.
KR: Brynjar Þór Björnsson 24, Martin Hermannsson 21/6 fráköst, Finnur Atli Magnusson 15/8 fráköst, Danero Thomas 15/12 fráköst, Helgi Már Magnússon 12/9 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 2, Ágúst Angantýsson 1, Darri Freyr Atlason 0, Sveinn Blöndal 0, Þorgeir Kristinn Blöndal 0, Kormákur Arthursson 0.
Tindastóll-Stjarnan 79-90 (18-24, 20-14, 14-22, 27-30)
Tindastóll: Helgi Rafn Viggósson 20/10 fráköst, Friðrik Hreinsson 16/6 fráköst, Isaac Deshon Miles 13/6 fráköst/7 stoðsendingar, George Valentine 10/9 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 6, Helgi Freyr Margeirsson 5, Þröstur Leó Jóhannsson 5/6 fráköst, Hreinn Gunnar Birgisson 2/4 fráköst, Svavar Atli Birgisson 2, Ragnar Níels Steinsson 0, Ingvi Rafn Ingvarsson 0, Pétur Rúnar Birgisson 0.
Stjarnan: Marvin Valdimarsson 26/7 fráköst, Justin Shouse 22/6 fráköst, Dagur Kár Jónsson 14, Fannar Freyr Helgason 9/10 fráköst/5 stoðsendingar, Brian Mills 8/8 fráköst, Sæmundur Valdimarsson 4, Guðjón Lárusson 4, Björn Kristjánsson 3, Daði Lár Jónsson 0, Magnús Bjarki Guðmundsson 0.
KFÍ-Skallagrímur 95-94 (20-28, 17-15, 23-17, 24-24, 11-10)
KFÍ: Bradford Harry Spencer 25, Mirko Stefán Virijevic 21/6 fráköst, Christopher Miller-Williams 18/12 fráköst, Jón Hrafn Baldvinsson 11/9 fráköst, Guðmundur Jóhann Guðmundsson 8/8 fráköst, Leó Sigurðsson 6, Pance Ilievski 6/4 fráköst, Óskar Kristjánsson 0, Jón Kristinn Sævarsson 0, Gautur Arnar Guðjónsson 0, Stefán Diegó Garcia 0.
Skallagrímur: Páll Axel Vilbergsson 45/5 fráköst, Carlos Medlock 18, Hörður Helgi Hreiðarsson 8/5 fráköst, Egill Egilsson 6/5 stoðsendingar, Sigmar Egilsson 5, Trausti Eiríksson 5/10 fráköst, Orri Jónsson 4, Davíð Ásgeirsson 2, Birgir Þór Sverrisson 1, Davíð Guðmundsson 0, Atli Aðalsteinsson 0, Andrés Kristjánsson 0.
Körfubolti