August Tornberg, tvítugur íshokkíleikmaður í Svíþjóð, hefur alltaf verið að drepast í hálsinum í mörg ár en sjúkraþjálfarar liðsins hans hafa aldrei fundið hvað væri að. Þegar kappinn fór í myndatöku eftir að hafa fengið högg á andlitið í leik kom í ljós að hann var búinn að vera hálsbrotinn í fimmtán ár.
August Tornberg er mjög efnilegur spilari sem spilar með Piteå-liðinu í sænsku 1.deildinni í íshokkí og var nýkominn til liðsins frá Bodens HF. Hann missir af öllu tímabilinu en skautarnir þurfa þó ekki að fara upp á hillu því hann er á leiðinni í aðgerð sem á að koma honum aftur inn á svellið.
Forsagan er annars þannig að fimm ára gamall féll Tornberg úr tré og móðir hans fór með hann á spítala. Læknarnir fundu hinsvegar ekkert að honum og sendu hann aftur heim. August Tornberg fann hinsvegar alltaf fyrir hálsinum og hefur leitað sér allskyns lækninga í mörg ár.
Hann fór þó ekki í myndatöku fyrr en hann að hann fékk slæmt högg á andlitið í leik á dögunum. Hann var í framhaldinu sendur í myndatöku til að finna hvort eitthvað væri brotið í andlitinu. Það átti hinsvegar enginn von á því að andlitið væri heilt en hálsinn brotinn.
Það er ljóst að August Tornberg getur þakkað fyrir að vera á lífi enda íshokkí ekki hættulítið sport fyrir hálsbrotinn mann. Ef illa hefði farið þá hefði kappinn ekki endaði í hjólastól heldur í kistu.
Spilaði hálsbrotinn í fimmtán ár
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




Ótrúleg markasúpa í Katalóníu
Fótbolti

„Eins gott að þeir fari að fokking semja“
Körfubolti


Inter í undanúrslit
Fótbolti

Aþena vann loksins leik
Körfubolti


Chelsea skrapaði botninn með Southampton
Enski boltinn