Lífsbaráttulaugardagur: Leiknir og Höttur berjast fyrir lífi sínu í 1. deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. september 2012 12:45 Mynd/Stefán Lokaumferðir 1. deildar og 2. deildar karla í fótbolta fara fram í dag og þar kemur í ljós hvaða lið fylgir ÍR niður úr 1. deildinni og hvaða tvö lið munu koma upp úr 2. deildinni í staðinn. Leiknir og Höttur berjast fyrir lífi sínu í 1. deild en fjögur lið eiga enn von um að tryggja sér sæti í 1. deildinni.Leiknir R. vann 3-2 útisigur á Hetti á Vilhjálmsvelli á Egilsstöðum um síðustu helgi og hefur því eins stigs forskot á Hött fyrir lokaumferðina í dag. Höttur sækir topplið Þórs heim á Þórsvöll á sama tíma og Leiknismenn taka á móti botnliði ÍR sem er þegar fallið. Það búast því flestir við því að Leiknismönnum takist að bjarga sér. Willum Þór Þórsson var rekinn sem þjálfari Leiknis í byrjun september en Leiknismenn hafa unnið báða leiki sína síðan að þeir Davíð Snorri Jónasson og Gunnar Einarsson tóku við.Það er mikil spenna í lokaumferð 2. deild karla sem fer fram á sama tíma. Völsungur, KF, HK og Afturelding eiga öll möguleika á því að komast upp en mismikla þó. Völsungar eru í bestu stöðunni með 3 stiga forskot á HK og Aftureldingu sem eru jöfn í 3. og 4. sæti. Húsvíkingum nægir því jafntefli á heimavelli á móti Njarðvík til þess að komast upp. KF er líka í góðri stöðu í 2. sætinu með einu stigi minna en Völsungur og tveimur stigum meira en HK og Afturelding. KF er líka með langbestu markatöluna af liðunum fjórum. KF heimsækir Hamar í Hvergerði og jafntefli á að duga liðinu nema ef að HK og Afturelding taki upp á því að vinna risasigur í innbyrðisleik liðanna. Það er samt bara stærðfræði-möguleiki því á sama tíma og KF er með +28 í markatölu þá eru HK-ingar +15 og Afturelding aðeins +5. Völsungar eru síðan +14 í markatölu.Leikirnir í 1. deild karla í dag: 14:00 Haukar - Fjölnir Schenkervöllurinn 14:00 Þór - Höttur Þórsvöllur 14:00 Víkingur Ó. - Víkingur R. Ólafsvíkurvöllur 14:00 BÍ/Bolungarvík - KA Torfnesvöllur 14:00 Þróttur R. - Tindastóll Valbjarnarvöllur 14:00 Leiknir R. - ÍR LeiknisvöllurLeikirnir í 2. deild karla í dag: 14:00 Reynir S. - Fjarðabyggð N1-völlurinn 14:00 Dalvík/Reynir - KFR Dalvíkurvöllur 14:00 Völsungur - Njarðvík Húsavíkurvöllur 14:00 Afturelding - HK Varmárvöllur 14:00 Hamar - KF Grýluvöllur 14:00 Grótta - KV Gróttuvöllur Íslenski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Sjá meira
Lokaumferðir 1. deildar og 2. deildar karla í fótbolta fara fram í dag og þar kemur í ljós hvaða lið fylgir ÍR niður úr 1. deildinni og hvaða tvö lið munu koma upp úr 2. deildinni í staðinn. Leiknir og Höttur berjast fyrir lífi sínu í 1. deild en fjögur lið eiga enn von um að tryggja sér sæti í 1. deildinni.Leiknir R. vann 3-2 útisigur á Hetti á Vilhjálmsvelli á Egilsstöðum um síðustu helgi og hefur því eins stigs forskot á Hött fyrir lokaumferðina í dag. Höttur sækir topplið Þórs heim á Þórsvöll á sama tíma og Leiknismenn taka á móti botnliði ÍR sem er þegar fallið. Það búast því flestir við því að Leiknismönnum takist að bjarga sér. Willum Þór Þórsson var rekinn sem þjálfari Leiknis í byrjun september en Leiknismenn hafa unnið báða leiki sína síðan að þeir Davíð Snorri Jónasson og Gunnar Einarsson tóku við.Það er mikil spenna í lokaumferð 2. deild karla sem fer fram á sama tíma. Völsungur, KF, HK og Afturelding eiga öll möguleika á því að komast upp en mismikla þó. Völsungar eru í bestu stöðunni með 3 stiga forskot á HK og Aftureldingu sem eru jöfn í 3. og 4. sæti. Húsvíkingum nægir því jafntefli á heimavelli á móti Njarðvík til þess að komast upp. KF er líka í góðri stöðu í 2. sætinu með einu stigi minna en Völsungur og tveimur stigum meira en HK og Afturelding. KF er líka með langbestu markatöluna af liðunum fjórum. KF heimsækir Hamar í Hvergerði og jafntefli á að duga liðinu nema ef að HK og Afturelding taki upp á því að vinna risasigur í innbyrðisleik liðanna. Það er samt bara stærðfræði-möguleiki því á sama tíma og KF er með +28 í markatölu þá eru HK-ingar +15 og Afturelding aðeins +5. Völsungar eru síðan +14 í markatölu.Leikirnir í 1. deild karla í dag: 14:00 Haukar - Fjölnir Schenkervöllurinn 14:00 Þór - Höttur Þórsvöllur 14:00 Víkingur Ó. - Víkingur R. Ólafsvíkurvöllur 14:00 BÍ/Bolungarvík - KA Torfnesvöllur 14:00 Þróttur R. - Tindastóll Valbjarnarvöllur 14:00 Leiknir R. - ÍR LeiknisvöllurLeikirnir í 2. deild karla í dag: 14:00 Reynir S. - Fjarðabyggð N1-völlurinn 14:00 Dalvík/Reynir - KFR Dalvíkurvöllur 14:00 Völsungur - Njarðvík Húsavíkurvöllur 14:00 Afturelding - HK Varmárvöllur 14:00 Hamar - KF Grýluvöllur 14:00 Grótta - KV Gróttuvöllur
Íslenski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Sjá meira