Umfjöllun og viðtöl: Haukar - HC Mojkovac 32-12 Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 14. september 2012 18:51 Stefán Rafn Sigurmannsson. Mynd/Valli Haukar rúlluðu yfir HC Mojkovac frá Svartfjallalandi 32-12 í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð EHF-bikarsins. Það sást strax á fyrstu mínútunum að verkefnið yrði létt fyrir Hauka en Haukar voru ellefu mörkum yfir í hálfleik 15-4. Haukar voru búnir að fara vel yfir leik HC Mojkovac og vissu að liðið væri hægt og þunglamalegt. Því hófu Haukar leikinn af krafti og keyrðu upp hraðann í strax í byrjun. Svartfellingar tóku leikhlé í stöðunni 6-2 en það gekk ekki betur en svo að Haukar bættu um betur og komust í 12-3 þegar ellefu mínútur voru til hálfleiks. Þá slökuðu Haukar á klónni en voru samt ellefu mörkum yfir í hálfleik. Úrslitin í einvíginu voru í raun ráðin í hálfleik en engu að síður tókst Haukum að halda haus og bæta um betur. Haukar náðu mest 23 marka forystu, 32-9 en Svartfellingarnir skoruðu þrjú síðustu mörk leiksins og 20 marka sigur Hauka staðreynd. Haukar verða ekki dæmdir af þessum leik, andstæðingurinn var mjög slakur, en breiddin í liði Hauka er góð og vörnin, eins og alltaf undir stjórn Arons Kristjánssonar, mjög öflug. Aron Rafn var góður í markinu og Stefán Rafn Sigurmannsson var mjög hungraður í að raða inn mörkunum en hann skoraði alls 13 mörk í leiknum, einu marki meira en HC Mojkovac. Stefán Rafn: Ætlaði að skora meira en þeir„Ég lagði upp fyrir leikinn að skora meira en þeir allir," sagði léttur Stefán Rafn Sigurmannsson eftir leikinn. „Þetta var rosalega létt og við mættum alveg klárir eins og sést á tölunum. Við vorum búnir að skoða þá á vídeófundum og vissum að þeir væru þungir. Við vorum því ákveðnir í að keyra á þá, þeir eru seinir til baka. Við gerðum það vel í byrjun, við Gylfi vorum duglegir og þá urðu þeir þreyttir og eftirleikurinn varð auðveldur. „Við fundum strax að þeir væru mjög þungir og skotin þeirra ekki föst. Það verður að segjast að þetta eru ekki góðir skotmenn. „Við verðum að mæta af krafti í seinni leikinn á morgun og rúlla liðinu. Við mætum af krafti á morgun líka," sagði Stefán Rafn. Aron: Hélt þetta yrði erfiðara„Ég átti von á að þetta væri erfiðara framan af leik þar sem þeir næðu að svæfa okkur og skora einfaldari mörk á okkur þar sem við værum komnir á hælana en ég verð að hrósa vörninni og markvörslunni því menn héldu sér á tánum og héldu dampi út allan leikinn," sagði Aron Kristjánsson þjálfari Hauka í leikslok. „Við náum góðu forskoti í fyrri hálfleik og klára hálfleikinn með stæl. Í seinni hálfleik fannst mér liðið detta aðeins niður í kæruleysi í byrjun seinni hálfleiks en við náum að rífa okkur upp úr því og halda hraðanum uppi í leiknum, bæði í vörn og sókn. Það var mjög gott að halda einbeitingunni svona lengi og missa þetta ekki í eitthvað bíó í lokin. „Yfir tvo leiki var ég viss um að myndum vinna ef við næðum upp okkar leik, að ná þessum varnarleik og hraðaupphlaupum. Það er samt oft þannig í þessum Evrópukeppnum þegar maður mætir liðum sem maður þekkir, ert ekki vanur að spila á móti og spila öðruvísi handbolta að þá getur maður dottið á hælana og fengið á sig of mikið af mörkum. Það sem ég er mest ánægður með er að við fáum bara á okkur 12 mörk, það er mjög sterkt. „Við þurfum að komast vel í gegnum seinni leikinn. Við þurfum að leika af krafti og höldum áfram að reyna að bæta okkar leik. Við spilum ekki það mikið af æfingaleikjum, við höfum þörf á hverjum leik. Nú snýst þetta um að halda einbeitingu fyrir morgundaginn og þetta snýst líka um að hafa gaman að hlutunum. Við erum 20 mörkum yfir fyrir seinni leikinn og þá snýst þetta um að ná gleðinni fram," sagði Aron að lokum. Mörk Hauka:Stefán Rafn Sigurmannsson 13, Gylfi Gylfason 5, Tjörvi Þorgeirsson 3, Elías Már Halldórsson 3, Freyr Brynjarsson 2, Árni Steinn Steinsþórsson 2, Adam Haukur Baumruk 1, Sveinn Þorgeirsson 1, Jón Þorbjörn Jóhannsson 1, Egill Eiríksson 1.Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 18/3, Giedreius Morkunas 5. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
Haukar rúlluðu yfir HC Mojkovac frá Svartfjallalandi 32-12 í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð EHF-bikarsins. Það sást strax á fyrstu mínútunum að verkefnið yrði létt fyrir Hauka en Haukar voru ellefu mörkum yfir í hálfleik 15-4. Haukar voru búnir að fara vel yfir leik HC Mojkovac og vissu að liðið væri hægt og þunglamalegt. Því hófu Haukar leikinn af krafti og keyrðu upp hraðann í strax í byrjun. Svartfellingar tóku leikhlé í stöðunni 6-2 en það gekk ekki betur en svo að Haukar bættu um betur og komust í 12-3 þegar ellefu mínútur voru til hálfleiks. Þá slökuðu Haukar á klónni en voru samt ellefu mörkum yfir í hálfleik. Úrslitin í einvíginu voru í raun ráðin í hálfleik en engu að síður tókst Haukum að halda haus og bæta um betur. Haukar náðu mest 23 marka forystu, 32-9 en Svartfellingarnir skoruðu þrjú síðustu mörk leiksins og 20 marka sigur Hauka staðreynd. Haukar verða ekki dæmdir af þessum leik, andstæðingurinn var mjög slakur, en breiddin í liði Hauka er góð og vörnin, eins og alltaf undir stjórn Arons Kristjánssonar, mjög öflug. Aron Rafn var góður í markinu og Stefán Rafn Sigurmannsson var mjög hungraður í að raða inn mörkunum en hann skoraði alls 13 mörk í leiknum, einu marki meira en HC Mojkovac. Stefán Rafn: Ætlaði að skora meira en þeir„Ég lagði upp fyrir leikinn að skora meira en þeir allir," sagði léttur Stefán Rafn Sigurmannsson eftir leikinn. „Þetta var rosalega létt og við mættum alveg klárir eins og sést á tölunum. Við vorum búnir að skoða þá á vídeófundum og vissum að þeir væru þungir. Við vorum því ákveðnir í að keyra á þá, þeir eru seinir til baka. Við gerðum það vel í byrjun, við Gylfi vorum duglegir og þá urðu þeir þreyttir og eftirleikurinn varð auðveldur. „Við fundum strax að þeir væru mjög þungir og skotin þeirra ekki föst. Það verður að segjast að þetta eru ekki góðir skotmenn. „Við verðum að mæta af krafti í seinni leikinn á morgun og rúlla liðinu. Við mætum af krafti á morgun líka," sagði Stefán Rafn. Aron: Hélt þetta yrði erfiðara„Ég átti von á að þetta væri erfiðara framan af leik þar sem þeir næðu að svæfa okkur og skora einfaldari mörk á okkur þar sem við værum komnir á hælana en ég verð að hrósa vörninni og markvörslunni því menn héldu sér á tánum og héldu dampi út allan leikinn," sagði Aron Kristjánsson þjálfari Hauka í leikslok. „Við náum góðu forskoti í fyrri hálfleik og klára hálfleikinn með stæl. Í seinni hálfleik fannst mér liðið detta aðeins niður í kæruleysi í byrjun seinni hálfleiks en við náum að rífa okkur upp úr því og halda hraðanum uppi í leiknum, bæði í vörn og sókn. Það var mjög gott að halda einbeitingunni svona lengi og missa þetta ekki í eitthvað bíó í lokin. „Yfir tvo leiki var ég viss um að myndum vinna ef við næðum upp okkar leik, að ná þessum varnarleik og hraðaupphlaupum. Það er samt oft þannig í þessum Evrópukeppnum þegar maður mætir liðum sem maður þekkir, ert ekki vanur að spila á móti og spila öðruvísi handbolta að þá getur maður dottið á hælana og fengið á sig of mikið af mörkum. Það sem ég er mest ánægður með er að við fáum bara á okkur 12 mörk, það er mjög sterkt. „Við þurfum að komast vel í gegnum seinni leikinn. Við þurfum að leika af krafti og höldum áfram að reyna að bæta okkar leik. Við spilum ekki það mikið af æfingaleikjum, við höfum þörf á hverjum leik. Nú snýst þetta um að halda einbeitingu fyrir morgundaginn og þetta snýst líka um að hafa gaman að hlutunum. Við erum 20 mörkum yfir fyrir seinni leikinn og þá snýst þetta um að ná gleðinni fram," sagði Aron að lokum. Mörk Hauka:Stefán Rafn Sigurmannsson 13, Gylfi Gylfason 5, Tjörvi Þorgeirsson 3, Elías Már Halldórsson 3, Freyr Brynjarsson 2, Árni Steinn Steinsþórsson 2, Adam Haukur Baumruk 1, Sveinn Þorgeirsson 1, Jón Þorbjörn Jóhannsson 1, Egill Eiríksson 1.Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 18/3, Giedreius Morkunas 5.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira