Jón Margeir skráði nafn sitt í sögubækurnar | Myndasyrpa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. september 2012 22:11 Jón Margeir og 17500 áhorfendur í sundhöllinni í London hlýddu á þjóðsöng Íslands. Nordicphotos/Getty Eflaust hafa tár fallið á mörgum íslenskum heimilum í dag þegar sundkappinn Jón Margeir Sverrisson vann til gullverðlauna í 200 metra skriðsundi á Ólympíumóti fatlaðra í London. „Þetta er algjör draumur. Ég bjóst ekki við því endilega að ná fyrsta sæti. Ég er búinn að skrá mig í sögubækurnar," sagði Jón Margeir í samtali við íþróttadeild Vísis að lokinni verðlaunaafhendingunni. Jón Margeir kom í mark 17/100 úr sekúndu á undan Ástralanum Daniel Fox og setti nýtt heims- og Ólympíumet. Fox náði besta tímanum í undanúrslitunum í morgun og hafði forystu við fyrsta snúning að loknum 50 metrum. Við næsta snúning var forystan Jóns Margeirs sem lét hana aldrei af hendi. „Þegar það voru 25 metrar eftir sá ég að Daniel Fox var að ná mér. Ég ákvað „Nei, nei, nei. Nú gef ég í og verð á undan honum," og það hafðist," sagði Kópavogsbúinn 19 ára sem felldi tár þegar hann kom í mark. Hann var ekki sá eini. „Amma og afi auk hinna í fjölskyldunni hafa grátið stanslaust af gleði," sagði Jón Margeir og þakkaði öllum þeim sem höfðu stutt hann á einn eða annan hátt í undirbúningi sínum. Sundkappinn sagðist ekki ætla að fagna verðlaununum frekar heldur væri hvíld framundan. „Ég ætla upp á herbergi og hvíla mig. Ég er alveg búinn á því. Það liggur við að ég þurfi að panta hjólastól, ég er svo þreyttur," sagði íþróttamaðurinn einstaki sem hafði í nógu að snúast eftir afrek dagsins. „Það eru allir búnir að reyna að taka myndir af mér. Mynd eftir mynd eftir mynd. Áhorfendur, sundfólk og bara allir," sagði Jón Margeir léttur en kappinn beit í verðlaunapeninginn eins og tíðkast. „Ég er búinn að prófa að bíta í hann. Hann er frekar skrýtinn á bragðið og grjótharður," sagði Jón Margeir og hló. Sund Tengdar fréttir Ólympíugull og heimsmet hjá Jóni Margeiri Jón Margeir Sverrisson úr Fjölni/Ösp vann í dag til gullverðlauna í 200 metra skriðsundi í flokki S14 á Ólympíumóti fatlaðra í London. 2. september 2012 16:57 Jón Margeir í úrslit á nýju Íslandsmeti | Kolbrún Alda stórbætti metið Sundmaðurinn Jón Margeir Sverrisson setti glæsilegt Íslandsmet í 200 metra skriðsundi í undanrásum á Ólympíumóti fatlaðra í London í morgun. Hann kom í mark á 2:00,32 mínútum og náði næstbesta tíma undanrásanna. Úrslitasundið verður síðar í dag. 2. september 2012 09:50 Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Sjá meira
Eflaust hafa tár fallið á mörgum íslenskum heimilum í dag þegar sundkappinn Jón Margeir Sverrisson vann til gullverðlauna í 200 metra skriðsundi á Ólympíumóti fatlaðra í London. „Þetta er algjör draumur. Ég bjóst ekki við því endilega að ná fyrsta sæti. Ég er búinn að skrá mig í sögubækurnar," sagði Jón Margeir í samtali við íþróttadeild Vísis að lokinni verðlaunaafhendingunni. Jón Margeir kom í mark 17/100 úr sekúndu á undan Ástralanum Daniel Fox og setti nýtt heims- og Ólympíumet. Fox náði besta tímanum í undanúrslitunum í morgun og hafði forystu við fyrsta snúning að loknum 50 metrum. Við næsta snúning var forystan Jóns Margeirs sem lét hana aldrei af hendi. „Þegar það voru 25 metrar eftir sá ég að Daniel Fox var að ná mér. Ég ákvað „Nei, nei, nei. Nú gef ég í og verð á undan honum," og það hafðist," sagði Kópavogsbúinn 19 ára sem felldi tár þegar hann kom í mark. Hann var ekki sá eini. „Amma og afi auk hinna í fjölskyldunni hafa grátið stanslaust af gleði," sagði Jón Margeir og þakkaði öllum þeim sem höfðu stutt hann á einn eða annan hátt í undirbúningi sínum. Sundkappinn sagðist ekki ætla að fagna verðlaununum frekar heldur væri hvíld framundan. „Ég ætla upp á herbergi og hvíla mig. Ég er alveg búinn á því. Það liggur við að ég þurfi að panta hjólastól, ég er svo þreyttur," sagði íþróttamaðurinn einstaki sem hafði í nógu að snúast eftir afrek dagsins. „Það eru allir búnir að reyna að taka myndir af mér. Mynd eftir mynd eftir mynd. Áhorfendur, sundfólk og bara allir," sagði Jón Margeir léttur en kappinn beit í verðlaunapeninginn eins og tíðkast. „Ég er búinn að prófa að bíta í hann. Hann er frekar skrýtinn á bragðið og grjótharður," sagði Jón Margeir og hló.
Sund Tengdar fréttir Ólympíugull og heimsmet hjá Jóni Margeiri Jón Margeir Sverrisson úr Fjölni/Ösp vann í dag til gullverðlauna í 200 metra skriðsundi í flokki S14 á Ólympíumóti fatlaðra í London. 2. september 2012 16:57 Jón Margeir í úrslit á nýju Íslandsmeti | Kolbrún Alda stórbætti metið Sundmaðurinn Jón Margeir Sverrisson setti glæsilegt Íslandsmet í 200 metra skriðsundi í undanrásum á Ólympíumóti fatlaðra í London í morgun. Hann kom í mark á 2:00,32 mínútum og náði næstbesta tíma undanrásanna. Úrslitasundið verður síðar í dag. 2. september 2012 09:50 Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Sjá meira
Ólympíugull og heimsmet hjá Jóni Margeiri Jón Margeir Sverrisson úr Fjölni/Ösp vann í dag til gullverðlauna í 200 metra skriðsundi í flokki S14 á Ólympíumóti fatlaðra í London. 2. september 2012 16:57
Jón Margeir í úrslit á nýju Íslandsmeti | Kolbrún Alda stórbætti metið Sundmaðurinn Jón Margeir Sverrisson setti glæsilegt Íslandsmet í 200 metra skriðsundi í undanrásum á Ólympíumóti fatlaðra í London í morgun. Hann kom í mark á 2:00,32 mínútum og náði næstbesta tíma undanrásanna. Úrslitasundið verður síðar í dag. 2. september 2012 09:50
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti