Tónlist

Elabórat á Jazzhátíð

Ásamt Guðmundi eru í hljómsveitinni Kristinn Agnarsson trommari, Pétur Ben gítarleikari, Valdimar Kolbeinn bassaleikari og Styrmir Hauksson hljómborðsleikari.
Ásamt Guðmundi eru í hljómsveitinni Kristinn Agnarsson trommari, Pétur Ben gítarleikari, Valdimar Kolbeinn bassaleikari og Styrmir Hauksson hljómborðsleikari.
Guðmundur Pétursson heldur tónleika á Jazzhátíð Reykjavíkur þriðjudagskvöldið 21. ágúst á Faktorý kl. 22. Þar mun hann leika tónlist af plötunni Elabórat og fleira efni.

Tónleikarnir eru ferðalag þar sem ægir saman ströngum útsetningum, frjálsum spuna, elektrónísku rokki, glam-jazzi og kraut-blús, segir í tilkynningu Jazzhátiðar.

Elabórat hefur hlotið lofsamlega dóma og þykir tónleikaflutningurinn jafnvel enn tilkomumeiri. Ásamt Guðmundi eru í hljómsveitinni eru Pétur Ben gítarleikari, Styrmir Hauksson hljómborðsleikari, Valdimar Kolbeinn bassaleikari og Kristinn Agnarsson trommari.

Miðaverð er 2000 kr. en hægt er að kaupa miða í forsölu á midi.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×