Körfubolti

Strákarnir fá enn á ný lið í sárum - Ísrael vann Serbíu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Haukur Helgi Pálsson.
Haukur Helgi Pálsson. Mynd/Stefán
Íslenska körfuboltalandsliðið mætir Serbíu í Nis á morgun í undankeppni Evrópumótsins í körfubolta en strákarnir hafa tapað þremur síðustu leikjum sínum og unnu aðeins einn af fimm leikjum í fyrri umferð riðilsins.

Serbarnir töpuðu 76-89 í Ísrael í gærkvöldi og því kemur það enn á ný fyrir að íslenska körfuboltalandsliðið fær lið í sárum, það er lið sem hefur tapað leiknum á undan.

Slíkt gerðist líka fyrir leiki íslenska liðsins á móti Slóvakíu, Ísrael og Eistlandi. Íslenska liðið tapaði með 19 stigum á móti Eistum í Höllinni á mánudagskvöldið.

Ísraelsmenn töpuðu tveimur fyrstu leikjum sínum en komust í gang í Laugardalshöllinni og hafa unnið alla leiki sína síðan þá.

Það er annars mikil spenna í íslenska riðlinum. Svartfellingar hafa reyndar unnið alla fimm leiki sína en Ísrael, Serbía og Eistland eru öll jöfn í 2. til 4. sæti með átta stig. Tvær efstu þjóðirnar komast í úrslitakeppnina auk þess að liðið í 3. sætinu kemst áfram í fjórum riðlum af sex.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×