Sport

Rebecca Soni setti heimsmet í 200 metra bringusundi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Soni fagnar heimsmetinu í London í dag.
Soni fagnar heimsmetinu í London í dag. Nordicphotos/Getty
Bandaríska sundkonan Rebecca Soni bætti í dag heimsmetið í 200 metra bringusundi í undanúrslitasundinu.

Soni, sem á Ólympíugull að verja frá því í Peking, kom í mark á tímanum 2:20:00. Hún bætti heimsmet Annamay Pierse frá Kanada um 12/100 en Pierse setti metið í undanúrslitum á heimsmeistaramótinu árið 2009.

Fátt virðist geta komið í veg fyrir sigur Soni í úrslitasundinu því hún kom rúmum tveimur sekúndum á undan næsta keppenda í mark.

Með sigri yrði Soni fyrsta sundkonan í sögu Ólympíuleikanna til þess að verja titil sinn í 200 metra bringusundi.

Rikke Pedersen frá Danmörku varð önnur í undanúrslitum á 2:22.23 mínútum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×