Phelps kominn með tuttugu Ólympíuverðlaun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. ágúst 2012 19:33 Nordicphotos/Getty Bandaríkjamaðurinn Michael Phelps vann til gullverðlauna í 200 metra fjórsundi á Ólympíuleikunum í kvöld. Hann varð um leið fyrsti karlmaðurinn til þess að sigra í sömu greininni þrenna leika í röð. Phelps kom í mark á tímanum 1:54.27 mínútum en í öðru sæti varð landi hans Ryan Lochte á 1:54.90 mínútum. Phelps varð í vikunni sigursælasti Ólympíufarinn í sögunni þegar hann vann til sinna nítjándu verðlauna á Ólympíuleikum. Því má segja að Phelps sé farinn að auka forskot sitt með tuttugustu verðlaunum sínum á Ólympíuleikum. Fyrr í kvöld missti Lochte af gullinu í 200 metra baksundi. Landi hans, Tyler Clary, kom fyrstur í mark og sá til þess að Lochte tókst ekki að verja titil sinn frá því í Peking fyrir fjórum árum. Lochte leiddi sundið stærstan hluta þess en missti Clary fram úr sér á síðasta fjórðungnum. Þá vann hollenska sundkonan Ranomi Kromowidjojo sigur í 100 metra skriðsundi. Kromowidjojo átti fimmta besta tímann í undanúrslitunum en átti vel inni í úrslitasundinu. Hún var í fjórða sæti þegar sundið var hálfnað, gaf í á seinni hlutanum og setti Ólympíumet á sléttum 53 sekúndum. Kromowidjojo, sem er á 22. aldursári, var í gullsveit Hollands í 4x100 metra skriðsundi á Ólympíuleikunum í Peking fyrir fjórum árum. Sund Tengdar fréttir Phelps með fleiri Ólympíuverðlaun en 148 lönd heimsins Bandaríski sundmaðurinn Michael Phelps endurskrifaði Ólympíusöguna í gærkvöldi þegar hann vann sín 18. og 19. verðlaun á Ólympíuleikum. Phelps vann fyrst silfur í 200 metra flugsundi og svo gull í 4 x 200 metra skriðsundi. Hann er búin að vinna 15 gull, 2 silfur og 2 brons. 1. ágúst 2012 16:00 Phelps sá sigursælasti allra tíma á Ólympíuleikum Bandaríkjamaðurinn Michael Phelps nældi í sín 19 verðlaun á Ólympíuleikum þegar hann og boðsundsveit Bandaríkjanna kom fyrst í mark í 4x200 metra skriðsundi karla. Fyrr í dag hlaut Phelps silfurverðlaun í 200 metra flugsundi. 31. júlí 2012 19:35 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Stólarnir þurfa að svara fyrir sig Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Michael Phelps vann til gullverðlauna í 200 metra fjórsundi á Ólympíuleikunum í kvöld. Hann varð um leið fyrsti karlmaðurinn til þess að sigra í sömu greininni þrenna leika í röð. Phelps kom í mark á tímanum 1:54.27 mínútum en í öðru sæti varð landi hans Ryan Lochte á 1:54.90 mínútum. Phelps varð í vikunni sigursælasti Ólympíufarinn í sögunni þegar hann vann til sinna nítjándu verðlauna á Ólympíuleikum. Því má segja að Phelps sé farinn að auka forskot sitt með tuttugustu verðlaunum sínum á Ólympíuleikum. Fyrr í kvöld missti Lochte af gullinu í 200 metra baksundi. Landi hans, Tyler Clary, kom fyrstur í mark og sá til þess að Lochte tókst ekki að verja titil sinn frá því í Peking fyrir fjórum árum. Lochte leiddi sundið stærstan hluta þess en missti Clary fram úr sér á síðasta fjórðungnum. Þá vann hollenska sundkonan Ranomi Kromowidjojo sigur í 100 metra skriðsundi. Kromowidjojo átti fimmta besta tímann í undanúrslitunum en átti vel inni í úrslitasundinu. Hún var í fjórða sæti þegar sundið var hálfnað, gaf í á seinni hlutanum og setti Ólympíumet á sléttum 53 sekúndum. Kromowidjojo, sem er á 22. aldursári, var í gullsveit Hollands í 4x100 metra skriðsundi á Ólympíuleikunum í Peking fyrir fjórum árum.
Sund Tengdar fréttir Phelps með fleiri Ólympíuverðlaun en 148 lönd heimsins Bandaríski sundmaðurinn Michael Phelps endurskrifaði Ólympíusöguna í gærkvöldi þegar hann vann sín 18. og 19. verðlaun á Ólympíuleikum. Phelps vann fyrst silfur í 200 metra flugsundi og svo gull í 4 x 200 metra skriðsundi. Hann er búin að vinna 15 gull, 2 silfur og 2 brons. 1. ágúst 2012 16:00 Phelps sá sigursælasti allra tíma á Ólympíuleikum Bandaríkjamaðurinn Michael Phelps nældi í sín 19 verðlaun á Ólympíuleikum þegar hann og boðsundsveit Bandaríkjanna kom fyrst í mark í 4x200 metra skriðsundi karla. Fyrr í dag hlaut Phelps silfurverðlaun í 200 metra flugsundi. 31. júlí 2012 19:35 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Stólarnir þurfa að svara fyrir sig Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Sjá meira
Phelps með fleiri Ólympíuverðlaun en 148 lönd heimsins Bandaríski sundmaðurinn Michael Phelps endurskrifaði Ólympíusöguna í gærkvöldi þegar hann vann sín 18. og 19. verðlaun á Ólympíuleikum. Phelps vann fyrst silfur í 200 metra flugsundi og svo gull í 4 x 200 metra skriðsundi. Hann er búin að vinna 15 gull, 2 silfur og 2 brons. 1. ágúst 2012 16:00
Phelps sá sigursælasti allra tíma á Ólympíuleikum Bandaríkjamaðurinn Michael Phelps nældi í sín 19 verðlaun á Ólympíuleikum þegar hann og boðsundsveit Bandaríkjanna kom fyrst í mark í 4x200 metra skriðsundi karla. Fyrr í dag hlaut Phelps silfurverðlaun í 200 metra flugsundi. 31. júlí 2012 19:35
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum