Leonard setur stórt spurningamerki við heimsmet Ye Shiwen Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. júlí 2012 16:03 Nordicphotos/getty John Leonard, framkvæmdastjóri Samtaka sundþjálfara í heiminum (World Swimming Coaches Assocation), segir frammistöðu hinnar 16 ára Ye Shiwen í 400 metra fjórsundi ótrúverðuga. Ye Shiwen, sem er aðeins 16 ára, kom fyrst í mark í úrslitasundinu í gær og setti um leið nýtt heimsmet. Það var hins vegar frammistaða hennar í skriðsundinu sem vakti athygli Leonard og fleiri að hans sögn. „Kona syndir ekki hraðar en hraðasti karlmaður heims síðasta fjórðunginn af 400 metra fjórsundi eftir eðlilegt sund fram að því. Það gerist ekki," segir Leonard. Ye Shiwen synti síðustu 50 metrana hraðar en Ryan Lochte sem vann til gullverðlauna í sama sundi í karlaflokki á næsthraðasta tíma sögunnar. „Síðustu 100 metrarnir minntu okkur sem höfum verið í kringum íþróttina í lengri tíma um margt á sundfólk frá Austur-Þýskalandi á árum áður. Það minnti einnig á frammistöðu ungrar írskrar sundkonu í 400 metra fjórsundi á Ólympíuleikunum í Atlanta," sagði Leonard og vísaði þar til frammistöðu Bandaríkjakonunnar Michelle Smith árið 1996. Smith, nú Michelle de Bruin, vann til gullverðlauna í Atlanta 1996 en var tveimur árum síðar dæmd í fjögurra ára keppnisbann vegna steranotkunar. „Hún (Ye Shiwen) lítur út eins og ofurkona. Í öll þau skipti sem einhver hefur litið út eins og ofurkona hefur síðar komið í ljós að um lyfjanotkun hefur verið að ræða," hefur Guardian eftir Leonard. Sund Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Rústaði úrslitunum á Wimbledon Sport Fleiri fréttir Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
John Leonard, framkvæmdastjóri Samtaka sundþjálfara í heiminum (World Swimming Coaches Assocation), segir frammistöðu hinnar 16 ára Ye Shiwen í 400 metra fjórsundi ótrúverðuga. Ye Shiwen, sem er aðeins 16 ára, kom fyrst í mark í úrslitasundinu í gær og setti um leið nýtt heimsmet. Það var hins vegar frammistaða hennar í skriðsundinu sem vakti athygli Leonard og fleiri að hans sögn. „Kona syndir ekki hraðar en hraðasti karlmaður heims síðasta fjórðunginn af 400 metra fjórsundi eftir eðlilegt sund fram að því. Það gerist ekki," segir Leonard. Ye Shiwen synti síðustu 50 metrana hraðar en Ryan Lochte sem vann til gullverðlauna í sama sundi í karlaflokki á næsthraðasta tíma sögunnar. „Síðustu 100 metrarnir minntu okkur sem höfum verið í kringum íþróttina í lengri tíma um margt á sundfólk frá Austur-Þýskalandi á árum áður. Það minnti einnig á frammistöðu ungrar írskrar sundkonu í 400 metra fjórsundi á Ólympíuleikunum í Atlanta," sagði Leonard og vísaði þar til frammistöðu Bandaríkjakonunnar Michelle Smith árið 1996. Smith, nú Michelle de Bruin, vann til gullverðlauna í Atlanta 1996 en var tveimur árum síðar dæmd í fjögurra ára keppnisbann vegna steranotkunar. „Hún (Ye Shiwen) lítur út eins og ofurkona. Í öll þau skipti sem einhver hefur litið út eins og ofurkona hefur síðar komið í ljós að um lyfjanotkun hefur verið að ræða," hefur Guardian eftir Leonard.
Sund Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Rústaði úrslitunum á Wimbledon Sport Fleiri fréttir Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira