Körfubolti

Draumaliðið átti ekki í vandræðum með Bretland

Luol Deng var stigahæstur í liði  Bretlands í gær.
Luol Deng var stigahæstur í liði Bretlands í gær. AP
Bandaríska landsliðið í körfuknattleik karla átti ekki í miklum vandræðum með að leggja Breta að velli í æfingaleik sem fram fór í Manchester í gær. „Draumaliðið" skoraði 118 stig gegn 78 stigum heimamanna en 17.000 áhorfendur mættu á leikinn.

Deron Williams og Carmelo Anthony skoruðu 19 stig hvor en alls skoruðu sex leikmenn bandaríska liðsins 10 stig eða meira. Luol Deng, leikmaður Chicago Bulls, var stigahæstur í liði Breta með 25 stig.

Bandaríkin hafa titil að verja á ólympíuleikunum og mótherjar þeirra í riðlakeppninni eru Argentína, Túnis, Nígería og Litháen.

Bretar eru í riðli með Ástralíu, Brasilíu, Kína, Spánn og Rússland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×