Helgi Valur: Skiljanlega settur á bekkinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. júlí 2012 21:00 Helgi Valur í baráttu við Zlatan Ibrahimovic. Nordicphotos/Getty Íslenski landsliðsmaðurinn Helgi Valur Daníelsson segist ekki viss hvort hann byrji leikinn gegn FH í 2. umferð forkeppni Evrópudeildar í Kaplakrika annað kvöld. Helgi Valur, sem var í byrjunarliðinu í fyrri leiknum gegn FH, var settur á bekkinn í deildarleik á sunnudaginn. „Skiljanlega fannst mér. Ég hef ekki fundið mig eftir EM-pásuna og þjálfarinn hefur rúllað miðjumönnunum. Ég var kannski fyrstur í liðið af miðjumönnunum fyrri hluta tímabils áður en ég braut einhver rifbein," segir Helgi Valur sem vonast þó til þess að spila en til að komast í liðið þurfi hann þó að bæta margt. Engin meiðsli eru þó að plaga landsliðsmanninn í augnablikinu. „Það er hausinn sem er langmikilvægastur í fótbolta. Maður pirrar sig þegar ákveðnir hlutir ganga ekki upp. Þá er maður að hugsa neikvætt en ég tek sénsinn næst þegar ég fæ hann," segir Helgi Valur. Leikmenn vildu ekki skrifa undir samninga vegna stuðningsmannaHelga Val líkar vel dvölin hjá AIK. „AIK er mjög flott félag, það stærsta í Svíþjóð. Flottur leikvangur og umgjörð. Þó svo við höfum ekki verið að brillera í ár finnst manni maður samt vera hluti af einhverju mikilvægu því félagið er það stórt. Ég væri til í að vera þarna mörg ár í viðbót," segir Helgi Valur en samningur Árbæingsins við félagið rennur út að loknu næsta tímabili. AIK hefur verið nokkuð þekkt fyrir villta stuðningsmenn sína. Helgi Valur segir hegðun þeirra fara mikið eftir gengi liðsins. „Þegar ég kom sumarið 2010 var AIK í fallbaráttu eftir að hafa orðið meistari árið áður. Þá var alls konar neikvætt í gangi. Leikmenn vildu ekki skrifa undir nýjan samning eftir að hafa lent í útistöðum við stuðningsmenn. Þeir köstuðu hvellettum og dóti inn á völlinn í leikjum," segir Helgi Valur en stuðningsmennirnir settu einnig mark sitt á síðasta tímabil. „Við misstum stig í fyrra þegar sprengju var kastað við línuvörðinn. Hann þurfti að fara á spítala og við töpuðum leiknum 3-0 eftir 20 mínútur. Þetta var í fyrra þannig að þetta gerist ennþá. Það er alltaf einhver hópur, mest táningar sem mana sig upp saman þegar illa gengur," segir Helgi Valur sem sagði síðasta tímabil, líkt og í ár, hafa verið rólegt. „Maður veit aldrei. Það eru nokkrir svona hópar sem geta lent í veseni," segir Helgi Valur. Lausir við pressu stuðningsmanna á útivelliStuðningsmenn AIK voru allt annað en sáttir við framgöngu leikmanna AIK í fyrri leiknum í Svíþjóð. Helgi Valur segir kannski ágætt að leikurinn á morgun sé á útivelli. „Um leið og við fengum á okkur mark á heimavelli var baulað á okkur og þá verða menn kannski taugaóstyrkir og finnast þeir verða að skora. Nú erum við á útivelli á móti FH og þurfum að ná upp stemmningu og vinna leikinn. Það er ekkert flóknara," segir Helgi Valur. Evrópudeild UEFA Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Helgi Valur Daníelsson segist ekki viss hvort hann byrji leikinn gegn FH í 2. umferð forkeppni Evrópudeildar í Kaplakrika annað kvöld. Helgi Valur, sem var í byrjunarliðinu í fyrri leiknum gegn FH, var settur á bekkinn í deildarleik á sunnudaginn. „Skiljanlega fannst mér. Ég hef ekki fundið mig eftir EM-pásuna og þjálfarinn hefur rúllað miðjumönnunum. Ég var kannski fyrstur í liðið af miðjumönnunum fyrri hluta tímabils áður en ég braut einhver rifbein," segir Helgi Valur sem vonast þó til þess að spila en til að komast í liðið þurfi hann þó að bæta margt. Engin meiðsli eru þó að plaga landsliðsmanninn í augnablikinu. „Það er hausinn sem er langmikilvægastur í fótbolta. Maður pirrar sig þegar ákveðnir hlutir ganga ekki upp. Þá er maður að hugsa neikvætt en ég tek sénsinn næst þegar ég fæ hann," segir Helgi Valur. Leikmenn vildu ekki skrifa undir samninga vegna stuðningsmannaHelga Val líkar vel dvölin hjá AIK. „AIK er mjög flott félag, það stærsta í Svíþjóð. Flottur leikvangur og umgjörð. Þó svo við höfum ekki verið að brillera í ár finnst manni maður samt vera hluti af einhverju mikilvægu því félagið er það stórt. Ég væri til í að vera þarna mörg ár í viðbót," segir Helgi Valur en samningur Árbæingsins við félagið rennur út að loknu næsta tímabili. AIK hefur verið nokkuð þekkt fyrir villta stuðningsmenn sína. Helgi Valur segir hegðun þeirra fara mikið eftir gengi liðsins. „Þegar ég kom sumarið 2010 var AIK í fallbaráttu eftir að hafa orðið meistari árið áður. Þá var alls konar neikvætt í gangi. Leikmenn vildu ekki skrifa undir nýjan samning eftir að hafa lent í útistöðum við stuðningsmenn. Þeir köstuðu hvellettum og dóti inn á völlinn í leikjum," segir Helgi Valur en stuðningsmennirnir settu einnig mark sitt á síðasta tímabil. „Við misstum stig í fyrra þegar sprengju var kastað við línuvörðinn. Hann þurfti að fara á spítala og við töpuðum leiknum 3-0 eftir 20 mínútur. Þetta var í fyrra þannig að þetta gerist ennþá. Það er alltaf einhver hópur, mest táningar sem mana sig upp saman þegar illa gengur," segir Helgi Valur sem sagði síðasta tímabil, líkt og í ár, hafa verið rólegt. „Maður veit aldrei. Það eru nokkrir svona hópar sem geta lent í veseni," segir Helgi Valur. Lausir við pressu stuðningsmanna á útivelliStuðningsmenn AIK voru allt annað en sáttir við framgöngu leikmanna AIK í fyrri leiknum í Svíþjóð. Helgi Valur segir kannski ágætt að leikurinn á morgun sé á útivelli. „Um leið og við fengum á okkur mark á heimavelli var baulað á okkur og þá verða menn kannski taugaóstyrkir og finnast þeir verða að skora. Nú erum við á útivelli á móti FH og þurfum að ná upp stemmningu og vinna leikinn. Það er ekkert flóknara," segir Helgi Valur.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Sjá meira