Umfjöllun og viðtöl: FH - AIK 0-1 | FH úr leik í Evrópudeildinni Guðmundur Marinó Ingvarsson í Kaplakrika skrifar 26. júlí 2012 12:40 Mynd/Daníel FH féll úr leik í Evrópudeildinni í fótbolta í kvöld þegar liðið tapaði 1-0 fyrir AIK frá Svíþjóð. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum og því vann sænska liðið 2-1 samanlagt en Martin Lorentzson skoraði eina mark leiksins á 40. mínútu. AIK hóf leikinn af krafti og pressaði FH hátt. FH átti ekki góða sókn í öllum fyrri hálfleiknum og sænska liðið fékk nokkur fín færi til að skora áður en markið kom. FH-ingar geta nagað sig í handarbökin því markið var hálfger gjöf. Misskilingur leikmanna FH inni í teig varð til þess að Lorentzson fékk boltann utan teigs en auk þess fór boltinn í varnarmann og þaðan í netið. AIK fékk besta færi sitt úr síðustu sókn fyrri hálfleiks en eins og svo oft var liðið lítt sannfærandi í aðgerðum sínum nálægt marki FH. FH lék mun betur í seinni hálfleik en vörn AIK hélt vel. FH náði ekki að skapa sér afgerandi dauðafæri en liðið átti þrjú skot utan teigs en ekkert þeirra rataði á markið. Það verður því að segjast sanngjörn úrslit að AIK hafi komist áfram. Heimir: Það vantaði herslumuninnMynd/Daníel„Þetta snérist að mínu mati um það halda út í fyrri hálfleik. Við vorum svolítið á hælunum. Þeir komu út og pressuðu á okkur og náðu að gera það lengur en ég átti von á. Seinni hálfleikurinn var betri en það vantaði herslumuninn þegar kominn var inn á síðasta þriðjunginn en ég held að við höfum staðið okkur vel á móti AIK, atvinnumannaliði," sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH í leikslok. „Það sem kom mér á óvart var að pressan þeirra var töluvert betri en í Svíþjóð. Þeir komu töluvert ofar með vörnina og voru miklu þéttari. Það sem gerðist í Svíþjóð var að þá náðum við koma okkur í svæði á milli varnar og miðju og halda boltanum en í kvöld voru þeir miklu þéttari heldur en í leiknum úti. Það var helst eftir að Atli Viðar kom inn á að þetta opnaðist aðeins en við náðum ekki að setja mark. „Ég er mjög sáttur við leikinn í seinni hálfleik. Við reyndum allt. Við hentum Guðmanni fram og fórum í 4-4-2. Mér fannst við líka sjá það á AIK að þeir voru gríðarlega sáttir við að komast áfram. „Við fengum klaufalegt mark af okkur hálfu og það var pínu svekkjandi. Mér fannst við vera búnir að standa þetta af okkur. Þeir fengu tvö færi sem þeir nýttu ekki og þetta snérist um að komast inn í hálfleikinn með núlli en því miður þá gekk það ekki," sagði Heimir að lokum. Helgi Valur: Skoruðum grísamarkMynd/Daníel„Við ætluðum að vinna leikinn og það þarf ekki að vera fallegt. Við náðum þessu mikilvæga marki og það var fínt að fá það í fyrri hálfleik. Þá fengum við smá sjálfstraust," sagði Helgi Valur Daníelsson miðjumaður AIK eftir leikinn. „Við byrjum af krafti, hlaupum út um allt og eyðum orku. Það tekur á og ef maður nær ekki að skora mark þá tekur það á. „Við skoruðum grísamark en þeir skoruðu grísamark úti og það jafnaðist út. Seinni hálfleikur var erfiður. Við vissum að þeir myndu fjölga frammi í seinni hálfleik. Auðvitað reyndum viað að halda og spilið í seinni hálfleik var ekki fallegt en það er mikilvægt í Evrópuleikjunum að komast í gegnum þetta. „Við lögðum upp með að pressa, það var það eina sem við gátum gert í stöðunni. Við hefðum fallið út með markalausu jafntefli. Við vorum ákveðnir í að keyra á þetta. Við vorum búnir að hvíla vel og vorum hressir. „FH er með mjög gott lið. Við náðum þeim á hælana með pressu í fyrri hálfleik en þeir eru góðir með boltann þegar þeir fá að rúlla honum á jörðinni en sem betur fer náðu þeir spilinu ekki í gang í fyrri hálfleik. Við vorum með leikinn í höndunum í seinni hálfleik en þeir náðu að spila boltanum heldur mikið í seinni hálfleik," sagði Helgi Valur að lokum. Evrópudeild UEFA Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Sjá meira
FH féll úr leik í Evrópudeildinni í fótbolta í kvöld þegar liðið tapaði 1-0 fyrir AIK frá Svíþjóð. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum og því vann sænska liðið 2-1 samanlagt en Martin Lorentzson skoraði eina mark leiksins á 40. mínútu. AIK hóf leikinn af krafti og pressaði FH hátt. FH átti ekki góða sókn í öllum fyrri hálfleiknum og sænska liðið fékk nokkur fín færi til að skora áður en markið kom. FH-ingar geta nagað sig í handarbökin því markið var hálfger gjöf. Misskilingur leikmanna FH inni í teig varð til þess að Lorentzson fékk boltann utan teigs en auk þess fór boltinn í varnarmann og þaðan í netið. AIK fékk besta færi sitt úr síðustu sókn fyrri hálfleiks en eins og svo oft var liðið lítt sannfærandi í aðgerðum sínum nálægt marki FH. FH lék mun betur í seinni hálfleik en vörn AIK hélt vel. FH náði ekki að skapa sér afgerandi dauðafæri en liðið átti þrjú skot utan teigs en ekkert þeirra rataði á markið. Það verður því að segjast sanngjörn úrslit að AIK hafi komist áfram. Heimir: Það vantaði herslumuninnMynd/Daníel„Þetta snérist að mínu mati um það halda út í fyrri hálfleik. Við vorum svolítið á hælunum. Þeir komu út og pressuðu á okkur og náðu að gera það lengur en ég átti von á. Seinni hálfleikurinn var betri en það vantaði herslumuninn þegar kominn var inn á síðasta þriðjunginn en ég held að við höfum staðið okkur vel á móti AIK, atvinnumannaliði," sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH í leikslok. „Það sem kom mér á óvart var að pressan þeirra var töluvert betri en í Svíþjóð. Þeir komu töluvert ofar með vörnina og voru miklu þéttari. Það sem gerðist í Svíþjóð var að þá náðum við koma okkur í svæði á milli varnar og miðju og halda boltanum en í kvöld voru þeir miklu þéttari heldur en í leiknum úti. Það var helst eftir að Atli Viðar kom inn á að þetta opnaðist aðeins en við náðum ekki að setja mark. „Ég er mjög sáttur við leikinn í seinni hálfleik. Við reyndum allt. Við hentum Guðmanni fram og fórum í 4-4-2. Mér fannst við líka sjá það á AIK að þeir voru gríðarlega sáttir við að komast áfram. „Við fengum klaufalegt mark af okkur hálfu og það var pínu svekkjandi. Mér fannst við vera búnir að standa þetta af okkur. Þeir fengu tvö færi sem þeir nýttu ekki og þetta snérist um að komast inn í hálfleikinn með núlli en því miður þá gekk það ekki," sagði Heimir að lokum. Helgi Valur: Skoruðum grísamarkMynd/Daníel„Við ætluðum að vinna leikinn og það þarf ekki að vera fallegt. Við náðum þessu mikilvæga marki og það var fínt að fá það í fyrri hálfleik. Þá fengum við smá sjálfstraust," sagði Helgi Valur Daníelsson miðjumaður AIK eftir leikinn. „Við byrjum af krafti, hlaupum út um allt og eyðum orku. Það tekur á og ef maður nær ekki að skora mark þá tekur það á. „Við skoruðum grísamark en þeir skoruðu grísamark úti og það jafnaðist út. Seinni hálfleikur var erfiður. Við vissum að þeir myndu fjölga frammi í seinni hálfleik. Auðvitað reyndum viað að halda og spilið í seinni hálfleik var ekki fallegt en það er mikilvægt í Evrópuleikjunum að komast í gegnum þetta. „Við lögðum upp með að pressa, það var það eina sem við gátum gert í stöðunni. Við hefðum fallið út með markalausu jafntefli. Við vorum ákveðnir í að keyra á þetta. Við vorum búnir að hvíla vel og vorum hressir. „FH er með mjög gott lið. Við náðum þeim á hælana með pressu í fyrri hálfleik en þeir eru góðir með boltann þegar þeir fá að rúlla honum á jörðinni en sem betur fer náðu þeir spilinu ekki í gang í fyrri hálfleik. Við vorum með leikinn í höndunum í seinni hálfleik en þeir náðu að spila boltanum heldur mikið í seinni hálfleik," sagði Helgi Valur að lokum.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Sjá meira