Anton Sveinn: Síðasti maðurinn upp úr lauginni Eiríkur Stefán Ásgeirsson í London skrifar 28. júlí 2012 06:00 Anton Sveinn McKee heilsar hér Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands. Mynd/Valli Vísir kynnir til sögunnar íslenska íþróttafólkið sem keppir á Ólympíuleikunum í Lundúnum. Anton Sveinn McKee sundmaður er sá fyrsti sem keppir á leikunum nú. Anton Sveinn mun stinga sér til sunds í 400 m fjórsundi klukkan 9.00 í dag. Þetta er fyrsta keppnisgreinin í sundinu og Anton Sveinn verður í fyrsta riðli. „Ég er spenntur en um leið stressaður," sagði Anton þegar blaðamaður hitti á hann í Ólympíuþorpinu. „Þetta eru fyrstu leikarnir mínir og maður vill standa sig vel. Ég finn líka fyrir ákveðinni pressu sem ég set á sjálfan mig." Anton var einn þeirra sem þurfti að bíða eftir boði FINA, Alþjóðasundsambandsins, um að fá að keppa á leikunum. Hann viðurkennir að biðin hafi verið erfið. „Já, mjög erfið. Ég hafði enga hugmynd um hvort ég kæmist inn eða ekki. Dagarnir voru margir hverjir erfiðir og ég hættur að nenna að standa í þessu. En það var svo gaman að fá fréttirnar, sérstaklega þar sem ég fékk boð í tvær greinar. Það var í raun fullkomið en fyrst og fremst ótrúlega mikill léttir." Hinn nítján ára Anton Sveinn er vitanlega á sínu fyrstu leikum en býr þó á ákveðinni reynslu sem kemur sér til góðs nú. „Ég fór á Ólympíuleika ungmenna og svipar þar allt mjög til umhverfisins hér - þó svo að þetta sé allt mun stærra í sniðum. Það var góður undirbúningur fyrir mig." Æfingarnar hafa gengið vel og stefnir hann á, eins og allir sundmennirnir, að toppa hér leikunum. „Reyndar var árangurinn minn á EM í Ungverjalandi ekki samkvæmt væntingum og því höfum við lagt áherslu á að byggja mig upp síðan þá og voru æfingarnar því mjög þungar." „En ég hef verið að trappa mig niður með þeim tilgangi að toppa hér og ná eins góðum árangri og mögulegt er. Það er ekki langt síðan ég vissi að ég væri að koma hingað en ég gerði eins vel og ég gat úr þessu og ég er ánægður með ferlið allt saman." Anton Sveinn er eini langsundsmaðurinn í íslensku sveitinni og æfingar hans öðruvísi en hinna. „Helsti munurinn er að ég æfi mun meira úthald. Ég þarf ekki á þessari snerpu að halda. Þegar það eru sprettir hjá hinum - kannski tvisvar sinnum 50 metrar - er ég að taka sex sinnum 100 metra á fullum hraða." „Ég æfi því lengur og geri öðruvísi æfingar. Þetta er kannski ekki erfiðara en bara tímafrekara. Ég er yfirleitt einn að klára æfingarnar og síðasti maður upp úr lauginni." Um markmiðin sín segir Anton Sveinn að hann vilji bæta Íslandsmetin sín í bæði 400 m fjórsundi og 1500 m skriðsundi. „Það væri fullkomið. Ég er enn að átta mig á því hvaða tíma maður vill fá en það væri frábært að bæta sig." „Ég hef verið mikið í fjórsundinu á þessu tímabili og æft mig mjög mikið í þeirri grein. Ég held að ég eigi góðan möguleika á að bæta mig í henni." „En svo er aldrei að vita hvað gerist því þetta er frábrugðið öllu öðru sem ég hef gert áður, hvort sem það er EM eða HM. Það jafnast ekkert á við að stinga sér til sunds á Ólympíuleikum - ég held að allir geta verið sammála um það."Anton Sveinn McKee 19 ára úr Sundfélaginu ÆgiÓL-greinar: 400 m fjórsund: 28. júlí 1500 m skriðsund: 3. ágúst Sund Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Sjá meira
Vísir kynnir til sögunnar íslenska íþróttafólkið sem keppir á Ólympíuleikunum í Lundúnum. Anton Sveinn McKee sundmaður er sá fyrsti sem keppir á leikunum nú. Anton Sveinn mun stinga sér til sunds í 400 m fjórsundi klukkan 9.00 í dag. Þetta er fyrsta keppnisgreinin í sundinu og Anton Sveinn verður í fyrsta riðli. „Ég er spenntur en um leið stressaður," sagði Anton þegar blaðamaður hitti á hann í Ólympíuþorpinu. „Þetta eru fyrstu leikarnir mínir og maður vill standa sig vel. Ég finn líka fyrir ákveðinni pressu sem ég set á sjálfan mig." Anton var einn þeirra sem þurfti að bíða eftir boði FINA, Alþjóðasundsambandsins, um að fá að keppa á leikunum. Hann viðurkennir að biðin hafi verið erfið. „Já, mjög erfið. Ég hafði enga hugmynd um hvort ég kæmist inn eða ekki. Dagarnir voru margir hverjir erfiðir og ég hættur að nenna að standa í þessu. En það var svo gaman að fá fréttirnar, sérstaklega þar sem ég fékk boð í tvær greinar. Það var í raun fullkomið en fyrst og fremst ótrúlega mikill léttir." Hinn nítján ára Anton Sveinn er vitanlega á sínu fyrstu leikum en býr þó á ákveðinni reynslu sem kemur sér til góðs nú. „Ég fór á Ólympíuleika ungmenna og svipar þar allt mjög til umhverfisins hér - þó svo að þetta sé allt mun stærra í sniðum. Það var góður undirbúningur fyrir mig." Æfingarnar hafa gengið vel og stefnir hann á, eins og allir sundmennirnir, að toppa hér leikunum. „Reyndar var árangurinn minn á EM í Ungverjalandi ekki samkvæmt væntingum og því höfum við lagt áherslu á að byggja mig upp síðan þá og voru æfingarnar því mjög þungar." „En ég hef verið að trappa mig niður með þeim tilgangi að toppa hér og ná eins góðum árangri og mögulegt er. Það er ekki langt síðan ég vissi að ég væri að koma hingað en ég gerði eins vel og ég gat úr þessu og ég er ánægður með ferlið allt saman." Anton Sveinn er eini langsundsmaðurinn í íslensku sveitinni og æfingar hans öðruvísi en hinna. „Helsti munurinn er að ég æfi mun meira úthald. Ég þarf ekki á þessari snerpu að halda. Þegar það eru sprettir hjá hinum - kannski tvisvar sinnum 50 metrar - er ég að taka sex sinnum 100 metra á fullum hraða." „Ég æfi því lengur og geri öðruvísi æfingar. Þetta er kannski ekki erfiðara en bara tímafrekara. Ég er yfirleitt einn að klára æfingarnar og síðasti maður upp úr lauginni." Um markmiðin sín segir Anton Sveinn að hann vilji bæta Íslandsmetin sín í bæði 400 m fjórsundi og 1500 m skriðsundi. „Það væri fullkomið. Ég er enn að átta mig á því hvaða tíma maður vill fá en það væri frábært að bæta sig." „Ég hef verið mikið í fjórsundinu á þessu tímabili og æft mig mjög mikið í þeirri grein. Ég held að ég eigi góðan möguleika á að bæta mig í henni." „En svo er aldrei að vita hvað gerist því þetta er frábrugðið öllu öðru sem ég hef gert áður, hvort sem það er EM eða HM. Það jafnast ekkert á við að stinga sér til sunds á Ólympíuleikum - ég held að allir geta verið sammála um það."Anton Sveinn McKee 19 ára úr Sundfélaginu ÆgiÓL-greinar: 400 m fjórsund: 28. júlí 1500 m skriðsund: 3. ágúst
Sund Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Sjá meira