HJK kjöldró KR í Helsinki | 7-0 sigur finnska liðsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. júlí 2012 15:25 Mynd / Daníel HJK frá Helsinki vann stórsigur 7-0 gegn KR í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í Finnlandi í dag. Heimamenn leiddu með tveimur mörkum í hálfleik og bættu við fimm mörkum áður en yfir lauk í síðari hálfleiknum. Jafnræði var með liðunum á upphafsmínútunum en á 13. mínútu komust Finnarnir yfir eftir mistök í vörn KR. Juho Mäkelä skoraði þá af stuttu færi. Dofri Snorrason og Óskar Örn Hauksson áttu ágætar tilraunir á hinum enda vallarins áður en ógæfan dundi aftur yfir. Guðmundur Reynir Gunnarsson braut þá af sér í vítateig KR-inga. Mika Väyrynen steig á punktinn og tvöfaldaði forystu heimamanna. Þorsteinn Már Ragnarsson fékk fínt færi skömmu síðar til þess að minnka muninn fyrir KR en brást bogalistin. Finnarnir tveimur mörkum yfir í hálfleik. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, skipti Emil Atlasyni inn fyrir Dofra Snorrason í hálfleik en aftur fengu gestirnir ískalda vatnsgusu í andlitið. Eftir aðeins þriggja mínútna leik í síðari hálfleik skoraði Joel Pohjanpalo með hörkuskoti fyrir utan vítateig. 3-0 og útlitið allt annað en gott. Það átti eftir að versna til muna. Rasmus Schüller skoraði fjórða mark Finnanna á 57. mínútu áður en Joel Pohjanpalo skoraði annað mark sitt á 67. mínútu. Skot hans hafði viðkomu í Rhys Weston varnarmanni KR og fór þaðan í netið. Staðan orðin 5-0 en Finnarnir voru, ólíkt KR-ingum, ekki hættir. Juho Mäkelä átti eftir að niðurlægja Íslands- og bikarmeistarana enn frekar. Hann skoraði tvö mörk á fimm mínútna kafla seint í síðari hálfleik og Finnarnir komnir í 7-0. Jónas Kristinsson, framkvæmdastjóri KR, og Þröstur Emilsson lýstu leiknum í KR-útvarpinu. Samkvæmt lýsingu þeirra refsuðu Finnarnir KR-ingum ítrekað og var varnarleikur Vesturbæjarliðsins í molum. Stórsigur HJK raunin og möguleikar KR-inga á áframhaldandi þátttöku í forkeppni Meistaradeildar Evrópu svo gott sem úr sögunni. KR-ingar léku án Kjartans Henry Finnbogasonar og Gunnars Þórs Gunnarssonar sem glíma við meiðsli. Hvorugur ferðaðist með liðinu til Finnlands.Byrjunarlið KR í leiknum (4:3:3/4:5:1) Markvörður: Hannes Þór Halldórsson Vörn: Magnús Már Lúðvíksson, Rhys Weston, Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Guðmundur Reynir Gunnarsson Miðja: Bjarni Guðjónsson, Viktor Bjarki Arnarson og Baldur Sigurðsson. Kantmenn: Dofri Snorrason og Óskar Örn Hauksson Framherji: Þorsteinn Már Ragnarsson Evrópudeild UEFA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi Sjá meira
HJK frá Helsinki vann stórsigur 7-0 gegn KR í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í Finnlandi í dag. Heimamenn leiddu með tveimur mörkum í hálfleik og bættu við fimm mörkum áður en yfir lauk í síðari hálfleiknum. Jafnræði var með liðunum á upphafsmínútunum en á 13. mínútu komust Finnarnir yfir eftir mistök í vörn KR. Juho Mäkelä skoraði þá af stuttu færi. Dofri Snorrason og Óskar Örn Hauksson áttu ágætar tilraunir á hinum enda vallarins áður en ógæfan dundi aftur yfir. Guðmundur Reynir Gunnarsson braut þá af sér í vítateig KR-inga. Mika Väyrynen steig á punktinn og tvöfaldaði forystu heimamanna. Þorsteinn Már Ragnarsson fékk fínt færi skömmu síðar til þess að minnka muninn fyrir KR en brást bogalistin. Finnarnir tveimur mörkum yfir í hálfleik. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, skipti Emil Atlasyni inn fyrir Dofra Snorrason í hálfleik en aftur fengu gestirnir ískalda vatnsgusu í andlitið. Eftir aðeins þriggja mínútna leik í síðari hálfleik skoraði Joel Pohjanpalo með hörkuskoti fyrir utan vítateig. 3-0 og útlitið allt annað en gott. Það átti eftir að versna til muna. Rasmus Schüller skoraði fjórða mark Finnanna á 57. mínútu áður en Joel Pohjanpalo skoraði annað mark sitt á 67. mínútu. Skot hans hafði viðkomu í Rhys Weston varnarmanni KR og fór þaðan í netið. Staðan orðin 5-0 en Finnarnir voru, ólíkt KR-ingum, ekki hættir. Juho Mäkelä átti eftir að niðurlægja Íslands- og bikarmeistarana enn frekar. Hann skoraði tvö mörk á fimm mínútna kafla seint í síðari hálfleik og Finnarnir komnir í 7-0. Jónas Kristinsson, framkvæmdastjóri KR, og Þröstur Emilsson lýstu leiknum í KR-útvarpinu. Samkvæmt lýsingu þeirra refsuðu Finnarnir KR-ingum ítrekað og var varnarleikur Vesturbæjarliðsins í molum. Stórsigur HJK raunin og möguleikar KR-inga á áframhaldandi þátttöku í forkeppni Meistaradeildar Evrópu svo gott sem úr sögunni. KR-ingar léku án Kjartans Henry Finnbogasonar og Gunnars Þórs Gunnarssonar sem glíma við meiðsli. Hvorugur ferðaðist með liðinu til Finnlands.Byrjunarlið KR í leiknum (4:3:3/4:5:1) Markvörður: Hannes Þór Halldórsson Vörn: Magnús Már Lúðvíksson, Rhys Weston, Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Guðmundur Reynir Gunnarsson Miðja: Bjarni Guðjónsson, Viktor Bjarki Arnarson og Baldur Sigurðsson. Kantmenn: Dofri Snorrason og Óskar Örn Hauksson Framherji: Þorsteinn Már Ragnarsson
Evrópudeild UEFA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi Sjá meira