Páll Viðar: Var að spá í að ná í pútterinn út í rútu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. júlí 2012 07:00 Mynd / Anton Þórsarar eru mættir til Tékklands þar sem liðið mætir FK Mladá Boleslav í samnefndum bæ í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í dag. Eftir þrjú flug og næturgistingu í London æfðu Þórsarar á velli tékkneska liðsins í gær. Æfingin var rétt að hefjast þegar undirritaður náði tali af Páli Viðari Gíslasyni, þjálfara liðsins, í gær. „Þetta er copy-paste frá því síðast. Vegalengdin er ekki löng en með millilendingum, gistingu yfir nótt og biðtíma tekur þetta tíma," sagði Páll Viðar á meðan hann fylgdist með leikmönnum sínum skokka úr sér ferðaþreytuna. „Auðvitað eru menn misjafnir eftir aldri og ástandi að loknu svona ferðalagi. En menn verða klárir á morgun. Það er alveg klárt," sagði Páll Viðar sem hafði ekkert nema gott um aðstæður ytra að segja. „Aðstæður eru mjög fínar. Þetta er flottur fimm þúsund manna völlur í miðju Skoda verksmiðjuhverfinu. Liðið er styrkt af Skoda og það eru Skoda bifreiðar úti um allt," sagði Páll Viðar og hrósaði grasinu á vellinum sérstaklega. „Þetta er teppi. Ég var að spá í að ná í pútterinn út í rútu." KR-ingar biðu afhroð í viðureign sinni gegn HJK frá Helsinki í gær 7-0 í 2. umferð Meistaradeildar Evrópu. Eyjamenn féllu út gegn St. Patrick's frá Írlandi og FH átti í töluverðu basli með Eschen/Mauren frá Liechtenstein. Þórsarar hins vegar slógu út írska liðið Bohemians eftir 5-1 sigur á Þórsvelli en fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli. „Það gekk upp það sem við ætluðum að gera í 1. umferðinni. Við náðum fínum úrslitum úti, kannski af því að við vorum litla liðið, og skoruðum svo góð mörk heima. Við leggjum þetta svipað upp en við áttum okkur á því að þetta er sterkara lið," segir Páll Viðar sem leggur áherslu á að liðið eigi enn möguleika fyrir seinni leikinn á AKureyri eftir viku. „Við reynum allt sem við getum til að ná eins góðum úrslitum og við getum til að fá alvöru leik á Þórsvelli eftir viku. Það er markmiðið. Menn eru klárir að leggja sig alla í það þó það sé ekki nema bara fyrir fólkið heima á Akureyri að komast á völlinn og sjá alvöru leik," og nefndi í því sambandi að lítill áhugi væri væntanlega í Vesturbænum fyrir síðari viðureign KR og HJK á þriðjudag. „Það er auðvelt að setja sér það markmið að ná hagstæðum úrslitum fyrir seinni leikinn," segir Páll Viðar og uppskriftin fyrir leikin á morgun er einföld. „Við leggjumst, berjumst og fórnum okkur fyrir hvern annan. Svo reynum við að nýta þessar fáu sóknir sem við eflaumst komum til með að fá." Leikur Mladá Boleslav og Þórs hefst klukkan 17 og verður fylgst með gangi mála á Vísi. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór - Bohemian FC 5-1 Þór frá Akureyri vann glæsilegan sigur á Bohemian FC frá Írlandi á Akureyri í kvöld. Sigurður Marinó Kristjánsson var hetja heimamanna og skoraði þrjú mörk og lagði upp tvö í 5-1 sigri Þórs. 12. júlí 2012 00:01 Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Sjá meira
Þórsarar eru mættir til Tékklands þar sem liðið mætir FK Mladá Boleslav í samnefndum bæ í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í dag. Eftir þrjú flug og næturgistingu í London æfðu Þórsarar á velli tékkneska liðsins í gær. Æfingin var rétt að hefjast þegar undirritaður náði tali af Páli Viðari Gíslasyni, þjálfara liðsins, í gær. „Þetta er copy-paste frá því síðast. Vegalengdin er ekki löng en með millilendingum, gistingu yfir nótt og biðtíma tekur þetta tíma," sagði Páll Viðar á meðan hann fylgdist með leikmönnum sínum skokka úr sér ferðaþreytuna. „Auðvitað eru menn misjafnir eftir aldri og ástandi að loknu svona ferðalagi. En menn verða klárir á morgun. Það er alveg klárt," sagði Páll Viðar sem hafði ekkert nema gott um aðstæður ytra að segja. „Aðstæður eru mjög fínar. Þetta er flottur fimm þúsund manna völlur í miðju Skoda verksmiðjuhverfinu. Liðið er styrkt af Skoda og það eru Skoda bifreiðar úti um allt," sagði Páll Viðar og hrósaði grasinu á vellinum sérstaklega. „Þetta er teppi. Ég var að spá í að ná í pútterinn út í rútu." KR-ingar biðu afhroð í viðureign sinni gegn HJK frá Helsinki í gær 7-0 í 2. umferð Meistaradeildar Evrópu. Eyjamenn féllu út gegn St. Patrick's frá Írlandi og FH átti í töluverðu basli með Eschen/Mauren frá Liechtenstein. Þórsarar hins vegar slógu út írska liðið Bohemians eftir 5-1 sigur á Þórsvelli en fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli. „Það gekk upp það sem við ætluðum að gera í 1. umferðinni. Við náðum fínum úrslitum úti, kannski af því að við vorum litla liðið, og skoruðum svo góð mörk heima. Við leggjum þetta svipað upp en við áttum okkur á því að þetta er sterkara lið," segir Páll Viðar sem leggur áherslu á að liðið eigi enn möguleika fyrir seinni leikinn á AKureyri eftir viku. „Við reynum allt sem við getum til að ná eins góðum úrslitum og við getum til að fá alvöru leik á Þórsvelli eftir viku. Það er markmiðið. Menn eru klárir að leggja sig alla í það þó það sé ekki nema bara fyrir fólkið heima á Akureyri að komast á völlinn og sjá alvöru leik," og nefndi í því sambandi að lítill áhugi væri væntanlega í Vesturbænum fyrir síðari viðureign KR og HJK á þriðjudag. „Það er auðvelt að setja sér það markmið að ná hagstæðum úrslitum fyrir seinni leikinn," segir Páll Viðar og uppskriftin fyrir leikin á morgun er einföld. „Við leggjumst, berjumst og fórnum okkur fyrir hvern annan. Svo reynum við að nýta þessar fáu sóknir sem við eflaumst komum til með að fá." Leikur Mladá Boleslav og Þórs hefst klukkan 17 og verður fylgst með gangi mála á Vísi.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór - Bohemian FC 5-1 Þór frá Akureyri vann glæsilegan sigur á Bohemian FC frá Írlandi á Akureyri í kvöld. Sigurður Marinó Kristjánsson var hetja heimamanna og skoraði þrjú mörk og lagði upp tvö í 5-1 sigri Þórs. 12. júlí 2012 00:01 Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Þór - Bohemian FC 5-1 Þór frá Akureyri vann glæsilegan sigur á Bohemian FC frá Írlandi á Akureyri í kvöld. Sigurður Marinó Kristjánsson var hetja heimamanna og skoraði þrjú mörk og lagði upp tvö í 5-1 sigri Þórs. 12. júlí 2012 00:01