Brynjar: Krefst þess að ungu strákarnir standi sig betur en í fyrra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2012 17:30 Brynjar Þór Björnsson. Mynd/Anton Brynjar Þór Björnsson er á leið heim í KR eftir eitt ár í atvinnumennsku í Svíþjóð. Hann mun spila með liðinu ásamt Helga Má Magnússyni sem er annar uppalinn KR-ingur sem ætlar að æfa og spila í DHL-höllinni næsta vetur. „Það er orðið nokkuð öruggt með okkur báða og bara formsatriði eins og staðan er núna," segir Brynjar Þór sem hefur orðið þrisvar sinnum Íslandsmeistari með KR-ingum þrátt fyrir að vera enn bara 24 ára gamall. „Það er lítið búið að vera að gerast úti og þetta er örugga leiðin. Ég vildi ekki vera of seinn í þessu heldur til að ég missti ekki af tilboðunum hér heima. Það er einhver fyrirvari í þessu að ég geti farið ef það kemur eitthvað spennandi," sagði Brynjar. „Ég er búinn að vera vanur því að vinna síðustu árin sem ég hef spilað með KR og við ætlum ekki að gefa það upp á bátinn. Ef við og Helgi komum báðir þá er þetta orðinn ágætlega sterkur mannskapur," sagði Brynjar. „Ég er mjög bjartsýnn fyrir hönd ungu strákana í KR-liðinu fyrir þetta tímabil og krefst þess að þeir standi sig vel í vetur og betur en í fyrra. Það er fínt fyrir þá að fá eldri og reyndari menn inn í þetta sem geta þá barið þá áfram," sagði Brynjar. Brynjar Þór skoraði 10,4 stig að meðaltali á 25,1 mínútum í leik með Jämtland í sænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en hann hitti úr 40,8 prósent þriggja stiga skota sinna. „Þetta var tækifæri sem ég hefði alls ekki viljað sleppa. Það var lærdómsríkt að vera einn úti og spila með strákum sem maður hafði aldrei spilað með áður. Þetta var mjög gaman og dýrmætt tækifæri fyrir mig," segir Brynjar sem segir að það skipti miklu máli að fá Helga líka aftur heim. „Helgi gerði eiginlega allt í 08 í vetur. Hann var að skora, taka fráköst og gefa stoðsendingar. Hann er ekki sá leikmaður sem maður tekur mikið eftir í tölfræðinni en hann skilar alltaf sínu. Þetta var að ég held besta tímabilið hans síðan að hann fór í atvinnumennsku og hann stóð sig svakalega vel," sagði Brynjar og það er mikil spenna út í KR fyrir komandi vetri. „Það verður sterkur kjarni af KR-ingum í liðinu og það er það sem KR-ingar vilja; að vera með nóg af KR-ingum í liðinu og vera að berjast um titla," segir Brynjar að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Sjá meira
Brynjar Þór Björnsson er á leið heim í KR eftir eitt ár í atvinnumennsku í Svíþjóð. Hann mun spila með liðinu ásamt Helga Má Magnússyni sem er annar uppalinn KR-ingur sem ætlar að æfa og spila í DHL-höllinni næsta vetur. „Það er orðið nokkuð öruggt með okkur báða og bara formsatriði eins og staðan er núna," segir Brynjar Þór sem hefur orðið þrisvar sinnum Íslandsmeistari með KR-ingum þrátt fyrir að vera enn bara 24 ára gamall. „Það er lítið búið að vera að gerast úti og þetta er örugga leiðin. Ég vildi ekki vera of seinn í þessu heldur til að ég missti ekki af tilboðunum hér heima. Það er einhver fyrirvari í þessu að ég geti farið ef það kemur eitthvað spennandi," sagði Brynjar. „Ég er búinn að vera vanur því að vinna síðustu árin sem ég hef spilað með KR og við ætlum ekki að gefa það upp á bátinn. Ef við og Helgi komum báðir þá er þetta orðinn ágætlega sterkur mannskapur," sagði Brynjar. „Ég er mjög bjartsýnn fyrir hönd ungu strákana í KR-liðinu fyrir þetta tímabil og krefst þess að þeir standi sig vel í vetur og betur en í fyrra. Það er fínt fyrir þá að fá eldri og reyndari menn inn í þetta sem geta þá barið þá áfram," sagði Brynjar. Brynjar Þór skoraði 10,4 stig að meðaltali á 25,1 mínútum í leik með Jämtland í sænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en hann hitti úr 40,8 prósent þriggja stiga skota sinna. „Þetta var tækifæri sem ég hefði alls ekki viljað sleppa. Það var lærdómsríkt að vera einn úti og spila með strákum sem maður hafði aldrei spilað með áður. Þetta var mjög gaman og dýrmætt tækifæri fyrir mig," segir Brynjar sem segir að það skipti miklu máli að fá Helga líka aftur heim. „Helgi gerði eiginlega allt í 08 í vetur. Hann var að skora, taka fráköst og gefa stoðsendingar. Hann er ekki sá leikmaður sem maður tekur mikið eftir í tölfræðinni en hann skilar alltaf sínu. Þetta var að ég held besta tímabilið hans síðan að hann fór í atvinnumennsku og hann stóð sig svakalega vel," sagði Brynjar og það er mikil spenna út í KR fyrir komandi vetri. „Það verður sterkur kjarni af KR-ingum í liðinu og það er það sem KR-ingar vilja; að vera með nóg af KR-ingum í liðinu og vera að berjast um titla," segir Brynjar að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Sjá meira