Körfubolti

Logi Gunnarsson leikur í Frakklandi á næstu leiktíð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Logi í leik með íslenska landsliðinu.
Logi í leik með íslenska landsliðinu.
Njarðvíkingurinn Logi Gunnarsson hefur ákveðið að taka tilboði franska liðsins Angers og mun hann spila með félaginu á næsta tímabili.

Logi hefur síðustu tvö ár spilað með Solna Vikings í Svíþjóð og segir hann í samtali við körfuna.is að honum hafi staðið til boða að vera áfram þar í landi.

„Angers er flottur klúbbur sem ég þekki ágætlega frá því ég var í Frakklandi hér um árið," sagði Logi við síðuna en Angers leikur í þriðju efstu deild í franska boltanum.

„Ég tel mig eiga mörg góð ár eftir og vil vera í atvinnumennskunni eins lengi og skrokkurinn leyfir."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×