Þróttur heldur áfram að rétta hlut sinn í 1. deild karla í knattspyrnu en liðið sótti þrjú stig í Víkina í kvöld. Erlingur Jack Guðmundsson skoraði eina mark gestanna.
Mark Erlings kom úr vítaspyrnu á 15. mínútu leiksins. Þetta var annar sigur Þróttar í röð í deildinni en þar er liðið taplaust í fjórum leikjum. Þá sló liðið Val út úr bikarnum á dögunum.
Þróttur skaust upp fyrir Víking í 7. sæti deildarinnar með sigrinum. Bæði lið hafa 10 stig líkt og Höttur sem vermir 6. sætið en hefur besta markahlutfallið.
Upplýsingar um úrslit og markaskorara frá Úrslit.net.
Íslenski boltinn