Sigursteinn og Alfa vörðu titil sinn í tölti 30. júní 2012 21:24 Alfa frá Blesastöðum 1A og Sigursteinn Sumarliðason. Mynd / Eiðfaxi.is Sigursteinn Sumarliðason og Alfa frá Blesastöðum 1A vörðu titil sinn í töltkeppni Landsmóts hestamanna. Þau hlutu hæstu meðaleinkunn keppendanna í úrslitum. Einn af hápunktum landsmóts er efalaust keppni í tölti. Í kvöld komu fram í úrslitum sex bestu töltarar landsins og er skemmst frá því að segja að mikið sjónarspil hafi átt sér stað. Það var orðið mönnum löngu ljóst að Sara Ástþórsdóttir ætlaði sér afar langt á töltdrottingunni Dívu frá Álfhólum. Dómarar voru hins vegar nokkuð ósammála þegar kom að dæmingu á þeim. Hlutu þær t.d. allt frá 7,5 - 9,0 fyrir hraðabreytingar. Þeir voru þó á einu máli um yfirburðagetu þeirra á yfirferðatöltinu. Hlutu þær þrisvar sinnum 9,5 og tvisvar 9,0 og luku þær því keppni í fimmta sæti. Óskar frá Blesastöðum 1A hefur sjaldan verið fallegri en í kvöld hjá Artemisiu Bertus. Af nákvæmi og fágun afgreiddu þau sýningu sína þannig að til fyrirmyndar var. Þá kom reynsla Sigurbjörns Bárðarsonar og Jarls frá Mið-Fossum sér vel. Þeir voru með öryggið uppmálað og hlutu þeir 9,0 fyrir hægt tölt, hæst allra keppenda og urðu í 4. sæti flokksins. Árborg frá Miðey fór fallega hjá Jakobi Svavari Sigurðssyni. Hún hefur bætt sig síðan í fyrra þegar þau urðu í 4. sæti flokksins og fengu núna bronsið með 8,28 í lokaeinkunn. Hinn stórstígi Smyrill frá Hrísum og Hinrik Bragason voru fasmiklir og fjörugir en þeir höfðu ekki í við Dívu og Ölfu á yfirferðatöltinu. Dómarar voru ekki á sama máli um gæði yfirferðarinnar hjá þeim félögum, hlutu þeir allt frá 7,5 - 9,0 fyrir þann hluta. Orkuboltinn Alfa frá Blesastöðum 1A og Sigursteinn Sumarliðason ætluðu ekki að gefa frá sér töltbikarinn þótt keppinautarnir væru verðugir. Sýning þeirra var nokkuð jöfn, enda fengu þau sömu meðaleinkunn 8,33 fyrir bæði hægt tölt og hraðabreytingar og 9,00 fyrir hratt tölt og fengu hæstu lokaeinkunn keppenda- 8,55. Mikið afrek hjá þeim Ölfu og Sigursteini.Keppendur/ hægt tölt / hraðabreytingar / yfirferð 1. Sigursteinn Sumarliðason Alfa frá Blesastöðum 1A: 8,33 - 8,33 - 9,00 =8,55 2. Hinrik Bragason Smyrill Hrísum:8,67 - 8,33 - 8,33 = 8,44 3. Jakob Svavar Sigurðsson Árborg frá Miðey: 8,0 - 8,5 - 8,33 = 8,28 4. Sigurbjörn Bárðarson Jarl frá Mið-Fossum: 9,0 - 7,83 - 7,83 = 8,22 5. Sara Ástþórsdóttir Díva frá Álfhólum: 7,5 - 7,83 - 9,34 = 8,22 6. Artemisia Bertus Óskar frá Blesastöðum 1A: 8,0 - 8,0 - 8,33 = 8,11 Hestar Scroll-Landsmot Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti Fleiri fréttir Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Valur einum sigri frá úrslitum Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Sjá meira
Sigursteinn Sumarliðason og Alfa frá Blesastöðum 1A vörðu titil sinn í töltkeppni Landsmóts hestamanna. Þau hlutu hæstu meðaleinkunn keppendanna í úrslitum. Einn af hápunktum landsmóts er efalaust keppni í tölti. Í kvöld komu fram í úrslitum sex bestu töltarar landsins og er skemmst frá því að segja að mikið sjónarspil hafi átt sér stað. Það var orðið mönnum löngu ljóst að Sara Ástþórsdóttir ætlaði sér afar langt á töltdrottingunni Dívu frá Álfhólum. Dómarar voru hins vegar nokkuð ósammála þegar kom að dæmingu á þeim. Hlutu þær t.d. allt frá 7,5 - 9,0 fyrir hraðabreytingar. Þeir voru þó á einu máli um yfirburðagetu þeirra á yfirferðatöltinu. Hlutu þær þrisvar sinnum 9,5 og tvisvar 9,0 og luku þær því keppni í fimmta sæti. Óskar frá Blesastöðum 1A hefur sjaldan verið fallegri en í kvöld hjá Artemisiu Bertus. Af nákvæmi og fágun afgreiddu þau sýningu sína þannig að til fyrirmyndar var. Þá kom reynsla Sigurbjörns Bárðarsonar og Jarls frá Mið-Fossum sér vel. Þeir voru með öryggið uppmálað og hlutu þeir 9,0 fyrir hægt tölt, hæst allra keppenda og urðu í 4. sæti flokksins. Árborg frá Miðey fór fallega hjá Jakobi Svavari Sigurðssyni. Hún hefur bætt sig síðan í fyrra þegar þau urðu í 4. sæti flokksins og fengu núna bronsið með 8,28 í lokaeinkunn. Hinn stórstígi Smyrill frá Hrísum og Hinrik Bragason voru fasmiklir og fjörugir en þeir höfðu ekki í við Dívu og Ölfu á yfirferðatöltinu. Dómarar voru ekki á sama máli um gæði yfirferðarinnar hjá þeim félögum, hlutu þeir allt frá 7,5 - 9,0 fyrir þann hluta. Orkuboltinn Alfa frá Blesastöðum 1A og Sigursteinn Sumarliðason ætluðu ekki að gefa frá sér töltbikarinn þótt keppinautarnir væru verðugir. Sýning þeirra var nokkuð jöfn, enda fengu þau sömu meðaleinkunn 8,33 fyrir bæði hægt tölt og hraðabreytingar og 9,00 fyrir hratt tölt og fengu hæstu lokaeinkunn keppenda- 8,55. Mikið afrek hjá þeim Ölfu og Sigursteini.Keppendur/ hægt tölt / hraðabreytingar / yfirferð 1. Sigursteinn Sumarliðason Alfa frá Blesastöðum 1A: 8,33 - 8,33 - 9,00 =8,55 2. Hinrik Bragason Smyrill Hrísum:8,67 - 8,33 - 8,33 = 8,44 3. Jakob Svavar Sigurðsson Árborg frá Miðey: 8,0 - 8,5 - 8,33 = 8,28 4. Sigurbjörn Bárðarson Jarl frá Mið-Fossum: 9,0 - 7,83 - 7,83 = 8,22 5. Sara Ástþórsdóttir Díva frá Álfhólum: 7,5 - 7,83 - 9,34 = 8,22 6. Artemisia Bertus Óskar frá Blesastöðum 1A: 8,0 - 8,0 - 8,33 = 8,11
Hestar Scroll-Landsmot Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti Fleiri fréttir Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Valur einum sigri frá úrslitum Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Sjá meira