Þóra Helga með bólgna tá eftir klaufalegt atvik Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. júní 2012 07:00 Stuðboltarnir Sif Atladóttir og Þóra Björg Helgadóttir. Mynd / Daníel Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Búlgaríu í undankeppni Evrópumótsins ytra í dag klukkan 15 að íslenskum tíma. Byrjunarliðið verður tilkynnt einum og hálfum tíma fyrr. Fróðlegt verður að sjá hvort Sigurður Ragnar geri breytingar frá liðinu sem lagði Ungverja 3-0 á Laugardalsvelli á laugardaginn var. Katrín Ómarsdóttir átti afar fína innkomu á miðjuna fyrir Eddu Garðarsdóttur gegn Ungverjum auk þess sem Sandra María Jessen skoraði með sinni fyrstu snertingu. „Allir varamennirnir sem komu inn á stóðu sig vel. Katrín lagði upp mark og Sandra María skoraði. Allar stelpurnar sem voru fyrir utan eiga líka heima í byrjunarliðinu. Það er gott að hafa alla þessa möguleika," segir Sigurður Ragnar. „Ég var ánægður með Eddu í síðasta leik en vildi gefa Katrínu Ómars tækifæri sem hafði verið mjög góð á æfingunum. Við sjáum þessar stelpur sem spila úti svo sjaldan að það var mikilvægt að sjá þær með landsliðinu. Katrín hefði allt eins getað verið í byrjunarliðinu. Hún hafði staðið sig vel á æfingum og ég er mjög hrifinn af henni," segir Sigurður Ragnar sem liggur fyrst og fremst áherslu á sigur en Búlgarir töpuðu síðasta leik sínum gegn Noregi 11-0. „Við gerum kröfu til okkar að vinna þennan leik. Það er samt ekki úrslitaatriði að vinna þær 12-0 af því að Noregur vann þær 11-0. Það er mjög ólíklegt að það reyni á markatölu í þessum riðli," segir Sigurður Ragnar og bendir á hve miklu máli heimavöllurinn skipti. „Það sést best á úrslitum búlgarska liðsins. Búlgarir töpuðu 11-0 í Noregi en bara 3-0 hérna í Búlgaríu þar sem Noregur skoraði tvö mörk í viðbótartíma. Bæði Norður-Írland og Belgía unnu bara 1-0 og Danir gerðu markalaust jafntefli í síðustu undankeppni." Allir leikmenn íslenska liðsins eru klárir í slaginn. Hólmfríður Magnúsdóttir kveinkaði sér aðeins í sköflungi á æfingunni í gær en Sigurður Ragnar telur að hún verði klár. Sigurður Ragnar hafði hins vegar kostulega sögu að segja af markverði liðsins Þóru Björgu Helgadóttur. „Við vorum að ganga inn í búningsklefann fyrir æfinguna. Þóra Helga var á inniskóm og dúndraði tánni framan á þröskuldinn og er að drepast í tánni. Það gæti verið að við þyrftum að deyfa hana á morgun því táin er bólgin. Þetta er frekar klaufalegt en við hlógum bara að þessu," segir Sigurður Ragnar sem telur að Þóra verði ekki í vandræðum með útspörk sín og markspyrnur í dag. Þóra birti í gærkvöldi mynd af bólgnu tánni. Hana má sjá hér. Leikur Búlgaríu og Íslands hefst klukkan 15. Hægt er að fylgjast með gangi mála í textalýsingu á heimasíðu UEFA, sjá hér. Íslenski boltinn Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Búlgaríu í undankeppni Evrópumótsins ytra í dag klukkan 15 að íslenskum tíma. Byrjunarliðið verður tilkynnt einum og hálfum tíma fyrr. Fróðlegt verður að sjá hvort Sigurður Ragnar geri breytingar frá liðinu sem lagði Ungverja 3-0 á Laugardalsvelli á laugardaginn var. Katrín Ómarsdóttir átti afar fína innkomu á miðjuna fyrir Eddu Garðarsdóttur gegn Ungverjum auk þess sem Sandra María Jessen skoraði með sinni fyrstu snertingu. „Allir varamennirnir sem komu inn á stóðu sig vel. Katrín lagði upp mark og Sandra María skoraði. Allar stelpurnar sem voru fyrir utan eiga líka heima í byrjunarliðinu. Það er gott að hafa alla þessa möguleika," segir Sigurður Ragnar. „Ég var ánægður með Eddu í síðasta leik en vildi gefa Katrínu Ómars tækifæri sem hafði verið mjög góð á æfingunum. Við sjáum þessar stelpur sem spila úti svo sjaldan að það var mikilvægt að sjá þær með landsliðinu. Katrín hefði allt eins getað verið í byrjunarliðinu. Hún hafði staðið sig vel á æfingum og ég er mjög hrifinn af henni," segir Sigurður Ragnar sem liggur fyrst og fremst áherslu á sigur en Búlgarir töpuðu síðasta leik sínum gegn Noregi 11-0. „Við gerum kröfu til okkar að vinna þennan leik. Það er samt ekki úrslitaatriði að vinna þær 12-0 af því að Noregur vann þær 11-0. Það er mjög ólíklegt að það reyni á markatölu í þessum riðli," segir Sigurður Ragnar og bendir á hve miklu máli heimavöllurinn skipti. „Það sést best á úrslitum búlgarska liðsins. Búlgarir töpuðu 11-0 í Noregi en bara 3-0 hérna í Búlgaríu þar sem Noregur skoraði tvö mörk í viðbótartíma. Bæði Norður-Írland og Belgía unnu bara 1-0 og Danir gerðu markalaust jafntefli í síðustu undankeppni." Allir leikmenn íslenska liðsins eru klárir í slaginn. Hólmfríður Magnúsdóttir kveinkaði sér aðeins í sköflungi á æfingunni í gær en Sigurður Ragnar telur að hún verði klár. Sigurður Ragnar hafði hins vegar kostulega sögu að segja af markverði liðsins Þóru Björgu Helgadóttur. „Við vorum að ganga inn í búningsklefann fyrir æfinguna. Þóra Helga var á inniskóm og dúndraði tánni framan á þröskuldinn og er að drepast í tánni. Það gæti verið að við þyrftum að deyfa hana á morgun því táin er bólgin. Þetta er frekar klaufalegt en við hlógum bara að þessu," segir Sigurður Ragnar sem telur að Þóra verði ekki í vandræðum með útspörk sín og markspyrnur í dag. Þóra birti í gærkvöldi mynd af bólgnu tánni. Hana má sjá hér. Leikur Búlgaríu og Íslands hefst klukkan 15. Hægt er að fylgjast með gangi mála í textalýsingu á heimasíðu UEFA, sjá hér.
Íslenski boltinn Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira