Partíþokan færist nær Birgir Örn Steinarsson skrifar 21. júní 2012 11:16 Svo virðist sem það sé hvergi betra að vera fyrir tónlistargrúskrara en út á landi í sumar. Hver tónleikahátíðin á fætur annarri skemmtir landanum í sumar og sú allra nýjasta er Partíþokan er haldin verður á Seyðisfirði yfir helgina. Þar koma fram Snorri Helgason, PrinsPóló, Mr. Silla, Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar, Ojbarasta og Hugleikur Dagsson. Hátíðin heitir eftir lagi úr smiðju Svavars Péturs Eysteinssonar en hann hefur gefið það út tvisvar. Fyrst sem samstarfsverkefni sólóverkefni síns Prins Póló og hljómsveitarinnar Skakkamanage sem hann var einnig liðsmaður í. Einhverju síðar var lagið svo gefið út í samstarfi við FM Belfast undir nafninu Prins Belfast. Svavar á rætur að rekja til Seyðisfjarðar því þar bjó hann ásamt fjölskyldu sinni um tíma. Segja má að hliðarsjálf hans, Prins Póló, sé fæddur á Seyðisfirði og er því um eins konar heimkonu að ræða. Tónleikarnir fara fram í Herðubreið á föstudags- og laugardagskvöld. Helgarpassi kostar 3500 kr. Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Terry Reid látinn Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Svo virðist sem það sé hvergi betra að vera fyrir tónlistargrúskrara en út á landi í sumar. Hver tónleikahátíðin á fætur annarri skemmtir landanum í sumar og sú allra nýjasta er Partíþokan er haldin verður á Seyðisfirði yfir helgina. Þar koma fram Snorri Helgason, PrinsPóló, Mr. Silla, Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar, Ojbarasta og Hugleikur Dagsson. Hátíðin heitir eftir lagi úr smiðju Svavars Péturs Eysteinssonar en hann hefur gefið það út tvisvar. Fyrst sem samstarfsverkefni sólóverkefni síns Prins Póló og hljómsveitarinnar Skakkamanage sem hann var einnig liðsmaður í. Einhverju síðar var lagið svo gefið út í samstarfi við FM Belfast undir nafninu Prins Belfast. Svavar á rætur að rekja til Seyðisfjarðar því þar bjó hann ásamt fjölskyldu sinni um tíma. Segja má að hliðarsjálf hans, Prins Póló, sé fæddur á Seyðisfirði og er því um eins konar heimkonu að ræða. Tónleikarnir fara fram í Herðubreið á föstudags- og laugardagskvöld. Helgarpassi kostar 3500 kr.
Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Terry Reid látinn Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira