Íslenski boltinn

Stelpurnar okkar hafa bara einu sinni unnið stærri sigur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Daníel
Íslenska kvennalandsiðið bauð upp á mikla markaveislu í Lovech í Búlgaríu í dag þegar þær unnu 10-0 sigur á heimastúlkum og komu sér aftur í toppsæti riðilsins síns í undankeppni EM. Þetta er annar stærsti sigur kvennalandsliðsins frá upphafi.

Íslensku stelpurnar skoruðu sjö mörk í seinni hálfleiknum og voru á endanum tveimur mörkum frá því að jafna metsigurinn. Íslenska liðið vann 12-0 sigur á Eistlandi í undankeppni HM 2011 á Laugardalsvelli 17. september 2009.

Þetta er í þriðja sinn sem íslenska kvennalandsliðið vinnu tíu marka sigur en Pólverjar voru lagði 10-0 á Laugardalsvellinum 13. september 2003. Þóra Björg Helgadóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir og Dóra María Lárusdóttir hafa tekið þátt í öllum þessum risasigrum. Margrét Lára og Dóra María hafa ennfremur skorað í þeim öllum.

Stærstu sigrar íslenska kvennalandsliðsins:

12-0 á Eistlandi á Laugardalsvelli 17. september 2009

10-0 á Búlgaríu í Lovech 21. júní 2012

10-0 á Póllandi á Laugardalsvelli 13. september 2003

8-0 á Rúmeníu á Laugardalsvelli 30. september 2000

7-0 á Grikklandi á Laugardalsvelli 26. júní 2008




Fleiri fréttir

Sjá meira


×