Golf

Íslensku unglingarnir fara vel af stað í Finnlandi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Birgir Björn Magnússon úr Keili er í fimmta sæti í flokki drengja 16 ára og yngri að loknum fyrsta hring á Alþjóðlega finnska meistaramóti unglinga sem fram fer í Vierumäki í Finnlandi.

Birgir Björn lék hringinn í gær á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari. Gísli Sveinbergsson úr Keili er í 11. sæti í sama aldursflokki en hann lék hringinn í dag á 76 höggum eða fjórum höggum yfir pari.

Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR er í 11. sæti í flokki telpna 16 ára og yngri. Hún lék á 81 höggi í dag eða níu höggum yfir pari.

Í strákaflokki 14 ára og yngri eru þeir Henning Darri Þórðarson úr Keili og Fannar Þór Steingrímsson úr GHG meðal keppenda. Henning er í 10. sæti eftir að hafa leikið fyrsta hringinn á 79 höggum. Fannar Þór er í 14. sæti eftir að hafa leikið á 80 höggum.



Hægt er að fylgjast með stöðunni í mótinu hér
.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×