Þórður Rafn: Verðlaunaféð dugar fyrir næsta móti Sigurður Elvar Þórólfsson í Vestmannaeyjum skrifar 10. júní 2012 16:21 Þórður Rafn Gissurarson Mynd/Golfsamband Íslands/Stefán „Ég hef spilað einu sinni áður á 66 höggum hér á Íslandi, á meistaramóti í Grafarholti, en þar er parið 71. Ég er ánægður með hringinn en við þurfum að fá góðar aðstæður hér á landi til að ná svona skori – og aðstæðurnar voru fínar hér í Vestmannaeyjum í dag," sagði Þórður Rafn Gissurarson kylfingur úr GR eftir sigurinn á Egils Gull mótinu á Eimskipsmótaröðinni í golfi í dag. Þórður lék frábært golf á lokahringnum, 66 högg, þar sem hann fékk alls 7 fugla (-1) en tvöfaldur skolli (+2) á 16. braut gerði það að verkum að vallarmetið Helga Dans Steinssonar, 63 högg, var ekki í hættu að þessu sinni. „Ég setti niður mörg góð pútt og tvö þeirra voru 8-9 metrar fyrir fugli – það þarf að fá slík pútt ofaní," sagði Þórður en þetta er annar sigur hans á stigamótaröð GSÍ en hann fagnaði sínum fyrsta sigri fyrir fjórum árum á Garðavelli á Akranesi. „Það er langur tími, of langur tími." Þórður Rafn er 24 ára gamall og hann hefur í nógu að snúast í keppnisgolfinu. Hann er að leik á EPD-mótaröðinni á meginlandi Evrópu og stefnir á úrtökumót ið fyrir Evrópumótaröðina í haust. „Ég ætla að gefa þessu séns og sjá hvað maður kemst langt. Það var fínt að fá 80.000 kr. verðlaunafé hérna í Eyjum, það dugir fyrir keppnsigjaldinu á næsta móti sem er í Þýskalandi í þessari viku og kannski einum flugmiða. Þetta er ekkert glamúrlíf á manni sem atvinnumaður en það er þess virði að reyna og ég hvet alla unga íslenska kylfinga að skella sér í atvinnumennsku. Ég held að það séu of margir hræddir við að taka þetta skref en ég sé ekki eftir því að hafa farið þessa leið," sagði Þórður Rafn Gissurarson. Golf Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
„Ég hef spilað einu sinni áður á 66 höggum hér á Íslandi, á meistaramóti í Grafarholti, en þar er parið 71. Ég er ánægður með hringinn en við þurfum að fá góðar aðstæður hér á landi til að ná svona skori – og aðstæðurnar voru fínar hér í Vestmannaeyjum í dag," sagði Þórður Rafn Gissurarson kylfingur úr GR eftir sigurinn á Egils Gull mótinu á Eimskipsmótaröðinni í golfi í dag. Þórður lék frábært golf á lokahringnum, 66 högg, þar sem hann fékk alls 7 fugla (-1) en tvöfaldur skolli (+2) á 16. braut gerði það að verkum að vallarmetið Helga Dans Steinssonar, 63 högg, var ekki í hættu að þessu sinni. „Ég setti niður mörg góð pútt og tvö þeirra voru 8-9 metrar fyrir fugli – það þarf að fá slík pútt ofaní," sagði Þórður en þetta er annar sigur hans á stigamótaröð GSÍ en hann fagnaði sínum fyrsta sigri fyrir fjórum árum á Garðavelli á Akranesi. „Það er langur tími, of langur tími." Þórður Rafn er 24 ára gamall og hann hefur í nógu að snúast í keppnisgolfinu. Hann er að leik á EPD-mótaröðinni á meginlandi Evrópu og stefnir á úrtökumót ið fyrir Evrópumótaröðina í haust. „Ég ætla að gefa þessu séns og sjá hvað maður kemst langt. Það var fínt að fá 80.000 kr. verðlaunafé hérna í Eyjum, það dugir fyrir keppnsigjaldinu á næsta móti sem er í Þýskalandi í þessari viku og kannski einum flugmiða. Þetta er ekkert glamúrlíf á manni sem atvinnumaður en það er þess virði að reyna og ég hvet alla unga íslenska kylfinga að skella sér í atvinnumennsku. Ég held að það séu of margir hræddir við að taka þetta skref en ég sé ekki eftir því að hafa farið þessa leið," sagði Þórður Rafn Gissurarson.
Golf Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira