Þórður Rafn: Verðlaunaféð dugar fyrir næsta móti Sigurður Elvar Þórólfsson í Vestmannaeyjum skrifar 10. júní 2012 16:21 Þórður Rafn Gissurarson Mynd/Golfsamband Íslands/Stefán „Ég hef spilað einu sinni áður á 66 höggum hér á Íslandi, á meistaramóti í Grafarholti, en þar er parið 71. Ég er ánægður með hringinn en við þurfum að fá góðar aðstæður hér á landi til að ná svona skori – og aðstæðurnar voru fínar hér í Vestmannaeyjum í dag," sagði Þórður Rafn Gissurarson kylfingur úr GR eftir sigurinn á Egils Gull mótinu á Eimskipsmótaröðinni í golfi í dag. Þórður lék frábært golf á lokahringnum, 66 högg, þar sem hann fékk alls 7 fugla (-1) en tvöfaldur skolli (+2) á 16. braut gerði það að verkum að vallarmetið Helga Dans Steinssonar, 63 högg, var ekki í hættu að þessu sinni. „Ég setti niður mörg góð pútt og tvö þeirra voru 8-9 metrar fyrir fugli – það þarf að fá slík pútt ofaní," sagði Þórður en þetta er annar sigur hans á stigamótaröð GSÍ en hann fagnaði sínum fyrsta sigri fyrir fjórum árum á Garðavelli á Akranesi. „Það er langur tími, of langur tími." Þórður Rafn er 24 ára gamall og hann hefur í nógu að snúast í keppnisgolfinu. Hann er að leik á EPD-mótaröðinni á meginlandi Evrópu og stefnir á úrtökumót ið fyrir Evrópumótaröðina í haust. „Ég ætla að gefa þessu séns og sjá hvað maður kemst langt. Það var fínt að fá 80.000 kr. verðlaunafé hérna í Eyjum, það dugir fyrir keppnsigjaldinu á næsta móti sem er í Þýskalandi í þessari viku og kannski einum flugmiða. Þetta er ekkert glamúrlíf á manni sem atvinnumaður en það er þess virði að reyna og ég hvet alla unga íslenska kylfinga að skella sér í atvinnumennsku. Ég held að það séu of margir hræddir við að taka þetta skref en ég sé ekki eftir því að hafa farið þessa leið," sagði Þórður Rafn Gissurarson. Golf Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
„Ég hef spilað einu sinni áður á 66 höggum hér á Íslandi, á meistaramóti í Grafarholti, en þar er parið 71. Ég er ánægður með hringinn en við þurfum að fá góðar aðstæður hér á landi til að ná svona skori – og aðstæðurnar voru fínar hér í Vestmannaeyjum í dag," sagði Þórður Rafn Gissurarson kylfingur úr GR eftir sigurinn á Egils Gull mótinu á Eimskipsmótaröðinni í golfi í dag. Þórður lék frábært golf á lokahringnum, 66 högg, þar sem hann fékk alls 7 fugla (-1) en tvöfaldur skolli (+2) á 16. braut gerði það að verkum að vallarmetið Helga Dans Steinssonar, 63 högg, var ekki í hættu að þessu sinni. „Ég setti niður mörg góð pútt og tvö þeirra voru 8-9 metrar fyrir fugli – það þarf að fá slík pútt ofaní," sagði Þórður en þetta er annar sigur hans á stigamótaröð GSÍ en hann fagnaði sínum fyrsta sigri fyrir fjórum árum á Garðavelli á Akranesi. „Það er langur tími, of langur tími." Þórður Rafn er 24 ára gamall og hann hefur í nógu að snúast í keppnisgolfinu. Hann er að leik á EPD-mótaröðinni á meginlandi Evrópu og stefnir á úrtökumót ið fyrir Evrópumótaröðina í haust. „Ég ætla að gefa þessu séns og sjá hvað maður kemst langt. Það var fínt að fá 80.000 kr. verðlaunafé hérna í Eyjum, það dugir fyrir keppnsigjaldinu á næsta móti sem er í Þýskalandi í þessari viku og kannski einum flugmiða. Þetta er ekkert glamúrlíf á manni sem atvinnumaður en það er þess virði að reyna og ég hvet alla unga íslenska kylfinga að skella sér í atvinnumennsku. Ég held að það séu of margir hræddir við að taka þetta skref en ég sé ekki eftir því að hafa farið þessa leið," sagði Þórður Rafn Gissurarson.
Golf Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira