McDowell og Furyk efstir | Woods lék af sér á þriðja hringnum 17. júní 2012 09:45 Jim Furyk er efstur fyrir lokadaginn á opna bandariska meistaramótinu ásamt Graeme McDowell frá Norður-Írlandi AP Graeme McDowell frá Norður-Írlandi og Bandaríkjamaðurinn Jim Furyk, sem báðir hafa sigrað á opna bandaríska meistaramótinu, eru einu kylfingarnir sem eru undir pari fyrir lokahringinn á opna bandaríska meistaramótinu sem fram fer í dag. Þeir eru báðir á einu höggi undir pari samtals. Tiger Woods náði sér alls ekki á strik á þriðja hringnum og lék hann á 75 höggum eða 5 höggum yfir pari á hinum gríðarlega erfiða Olympic Club golfvelli. McDowell sýndi mikla keppnishörku en hann sigraði á sínu fyrsta stórmóti fyrir tveimur árum þegar hann stóð uppi sem sigurvegari á opna bandaríska meistaramótinu á Pebble Beach. Hann lék á 68 höggum eða 2 höggum undir pari. „Þetta er í fyrsta sinn í þessari viku sem ég nýt þess að spila golf," sagði McDowell eftir hringinn í gær. Furyk er eini kylfingurinn í keppninni sem hefur enn ekki leikið hring yfir pari vallar en hann er á 139 höggum líkt og McDowell. „Að sjálfsögðu líkar mér að vera í þessari stöðu, þessi golfvöllur er gríðarleg áskorun, og þeir sem ná að halda einbeitingunni við þessar aðstæður geta komið sér í góða stöðu fyrir síðustu holurnar," sagði Furyk í gær. Woods byrjaði daginn í efsta sæti mótsins ásamt Furyk. Woods fékk skolla á fyrstu braut og aftur á þeirri þriðju. Hann náði aldrei að vinna þau högg til baka á þeim holum þar sem kylfingarnir geta sótt fugla. Hann lék á 75 höggum og aðeins 8 kylfingar léku á verra skori en Woods. „Ég verð bara að leika vel á lokahringnum og sjá hvað gerist," sagði Woods í gær en hann hefur sigrað á 14 stórmótum á ferlinum en aðeins Jack Nicklaus hefur sigrað á fleiri stórmótum – alls 18. McDowell og Furyk eru með tveggja högga forskot á Svíann Fredrik Jacobson sem er á einu höggi yfir pari samtals eftir að hafa leikið á 68 í gær. Englendingurinn Lee Westwood lék besta allra í gær eða á 67 höggum, 3 höggum undir pari. Hann er þremur höggum á eftir efstu mönnum og á því enn möguleika á að landa sínum fyrsta sigri á stórmóti. Suður-Afríkumaðurinn Ernie Els er á sama skori og Westwood. Els hefur tvívegis sigrað á opna bandaríska meistaramótinu og fyrsti sigur hans var fyrir 18 árum síðan. „Reynslan hjálpar manni á þessum velli, og af einhverjum ástæðum er ég þolinmóður á ný. Það hefur reynst mér vel á stórmótum og ég mun halda áfram að vera þolinmóður á lokadeginum," sagði Els. Graeme McDowell 69-72-68—209 -1 Jim Furyk 70-69-70—209 -1 Fredrik Jacobson 72-71-68—211 +1 Lee Westwood 73-72-67—212 +2 Ernie Els 75-69-68—212 +2 Blake Adams 72-70-70—212 +2 Nicholas Colsaerts 72-69-71—212 +2 Webb Simpson 72-73-68—213 +3 Kevin Chappell 74-71-68—213 +3 John Senden 72-73-68—213 +3 a-Beau Hossler 70-73-70—213 +3 Jason Dufner 72-71-70—213 +3 John Peterson 71-70-72—213 +3 Retief Goosen 75-70-69—214 +4 Martin Kaymer 74-71-69—214 +4 Matt Kuchar 70-73-71—214 +4 Tiger Woods 69-70-75—214 +4 Casey Wittenberg 71-77-67—215 +5 a-Hunter Hamrick 77-67-71—215 +5 Padraig Harrington 74-70-71—215 +5 Justin Rose 69-75-71—215 +5 Sergio Garcia 73-71-71—215 +5 Charlie Wi 74-70-71—215 +5 Aaron Watkins 72-71-72—215 +5 Michael Thompson 66-75-74—215 +5 David Toms 69-70-76—215 +5 Adam Scott 76-70-70—216 +6 Scott Langley 76-70-70—216 +6 Kevin Na 74-71-71—216 +6 Raphael Jacquelin 72-71-73—216 +6 Hunter Mahan 72-71-73—216 +6 Steve LeBrun 73-75-69—217 +7 Angel Cabrera 72-76-69—217 +7 a-Jordan Spieth 74-74-69—217 +7 Alex Cejka 78-69-70—217 +7 Jonathan Byrd 71-75-71—217 +7 Robert Karlsson 70-75-72—217 +7 Steve Stricker 76-68-73—217 +7 Nick Watney 69-75-73—217 +7 K.J. Choi 73-70-74—217 +7 Charl Schwartzel 73-70-74—217 +7 Bob Estes 74-73-71—218 +8 Phil Mickelson 76-71-71—218 +8 Branden Grace 71-74-73—218 +8 Matteo Manassero 76-69-73—218 +8 Ian Poulter 70-75-73—218 +8 a-Patrick Cantlay 76-72-71—219 +9 Rickie Fowler 72-76-71—219 +9 Jeff Curl 73-75-71—219 +9 Francesco Molinari 71-76-72—219 +9 Hiroyuki Fujita 75-71-73—219 +9 Darron Stiles 75-71-73—219 +9 Morgan Hoffmann 72-74-73—219 +9 Marc Warren 73-72-74—219 +9 Alistair Presnell 70-74-75—219 +9 Kevin Streelman 76-72-72—220 +10 Nicholas Thompson 74-74-72—220 +10 Davis Love III 73-74-73—220 +10 Zach Johnson 77-70-73—220 +10 K.T. Kim 74-72-74—220 +10 Matthew Baldwin 74-74-73—221 +11 Rod Pampling 74-73-74—221 +11 Keegan Bradley 73-73-75—221 +11 Michael Allen 71-73-77—221 +11 Jae-Bum Park 70-74-77—221 +11 Jesse Mueller 75-73-74—222 +12 Simon Dyson 74-74-74—222 +12 Jason Day 75-71-76—222 +12 Jason Bohn 70-75-78—223 +13 Bo Van Pelt 78-70-76—224 +14 Joe Ogilvie 73-75-76—224 +14 Stephen Ames 74-73-79—226 +16 Golf Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Graeme McDowell frá Norður-Írlandi og Bandaríkjamaðurinn Jim Furyk, sem báðir hafa sigrað á opna bandaríska meistaramótinu, eru einu kylfingarnir sem eru undir pari fyrir lokahringinn á opna bandaríska meistaramótinu sem fram fer í dag. Þeir eru báðir á einu höggi undir pari samtals. Tiger Woods náði sér alls ekki á strik á þriðja hringnum og lék hann á 75 höggum eða 5 höggum yfir pari á hinum gríðarlega erfiða Olympic Club golfvelli. McDowell sýndi mikla keppnishörku en hann sigraði á sínu fyrsta stórmóti fyrir tveimur árum þegar hann stóð uppi sem sigurvegari á opna bandaríska meistaramótinu á Pebble Beach. Hann lék á 68 höggum eða 2 höggum undir pari. „Þetta er í fyrsta sinn í þessari viku sem ég nýt þess að spila golf," sagði McDowell eftir hringinn í gær. Furyk er eini kylfingurinn í keppninni sem hefur enn ekki leikið hring yfir pari vallar en hann er á 139 höggum líkt og McDowell. „Að sjálfsögðu líkar mér að vera í þessari stöðu, þessi golfvöllur er gríðarleg áskorun, og þeir sem ná að halda einbeitingunni við þessar aðstæður geta komið sér í góða stöðu fyrir síðustu holurnar," sagði Furyk í gær. Woods byrjaði daginn í efsta sæti mótsins ásamt Furyk. Woods fékk skolla á fyrstu braut og aftur á þeirri þriðju. Hann náði aldrei að vinna þau högg til baka á þeim holum þar sem kylfingarnir geta sótt fugla. Hann lék á 75 höggum og aðeins 8 kylfingar léku á verra skori en Woods. „Ég verð bara að leika vel á lokahringnum og sjá hvað gerist," sagði Woods í gær en hann hefur sigrað á 14 stórmótum á ferlinum en aðeins Jack Nicklaus hefur sigrað á fleiri stórmótum – alls 18. McDowell og Furyk eru með tveggja högga forskot á Svíann Fredrik Jacobson sem er á einu höggi yfir pari samtals eftir að hafa leikið á 68 í gær. Englendingurinn Lee Westwood lék besta allra í gær eða á 67 höggum, 3 höggum undir pari. Hann er þremur höggum á eftir efstu mönnum og á því enn möguleika á að landa sínum fyrsta sigri á stórmóti. Suður-Afríkumaðurinn Ernie Els er á sama skori og Westwood. Els hefur tvívegis sigrað á opna bandaríska meistaramótinu og fyrsti sigur hans var fyrir 18 árum síðan. „Reynslan hjálpar manni á þessum velli, og af einhverjum ástæðum er ég þolinmóður á ný. Það hefur reynst mér vel á stórmótum og ég mun halda áfram að vera þolinmóður á lokadeginum," sagði Els. Graeme McDowell 69-72-68—209 -1 Jim Furyk 70-69-70—209 -1 Fredrik Jacobson 72-71-68—211 +1 Lee Westwood 73-72-67—212 +2 Ernie Els 75-69-68—212 +2 Blake Adams 72-70-70—212 +2 Nicholas Colsaerts 72-69-71—212 +2 Webb Simpson 72-73-68—213 +3 Kevin Chappell 74-71-68—213 +3 John Senden 72-73-68—213 +3 a-Beau Hossler 70-73-70—213 +3 Jason Dufner 72-71-70—213 +3 John Peterson 71-70-72—213 +3 Retief Goosen 75-70-69—214 +4 Martin Kaymer 74-71-69—214 +4 Matt Kuchar 70-73-71—214 +4 Tiger Woods 69-70-75—214 +4 Casey Wittenberg 71-77-67—215 +5 a-Hunter Hamrick 77-67-71—215 +5 Padraig Harrington 74-70-71—215 +5 Justin Rose 69-75-71—215 +5 Sergio Garcia 73-71-71—215 +5 Charlie Wi 74-70-71—215 +5 Aaron Watkins 72-71-72—215 +5 Michael Thompson 66-75-74—215 +5 David Toms 69-70-76—215 +5 Adam Scott 76-70-70—216 +6 Scott Langley 76-70-70—216 +6 Kevin Na 74-71-71—216 +6 Raphael Jacquelin 72-71-73—216 +6 Hunter Mahan 72-71-73—216 +6 Steve LeBrun 73-75-69—217 +7 Angel Cabrera 72-76-69—217 +7 a-Jordan Spieth 74-74-69—217 +7 Alex Cejka 78-69-70—217 +7 Jonathan Byrd 71-75-71—217 +7 Robert Karlsson 70-75-72—217 +7 Steve Stricker 76-68-73—217 +7 Nick Watney 69-75-73—217 +7 K.J. Choi 73-70-74—217 +7 Charl Schwartzel 73-70-74—217 +7 Bob Estes 74-73-71—218 +8 Phil Mickelson 76-71-71—218 +8 Branden Grace 71-74-73—218 +8 Matteo Manassero 76-69-73—218 +8 Ian Poulter 70-75-73—218 +8 a-Patrick Cantlay 76-72-71—219 +9 Rickie Fowler 72-76-71—219 +9 Jeff Curl 73-75-71—219 +9 Francesco Molinari 71-76-72—219 +9 Hiroyuki Fujita 75-71-73—219 +9 Darron Stiles 75-71-73—219 +9 Morgan Hoffmann 72-74-73—219 +9 Marc Warren 73-72-74—219 +9 Alistair Presnell 70-74-75—219 +9 Kevin Streelman 76-72-72—220 +10 Nicholas Thompson 74-74-72—220 +10 Davis Love III 73-74-73—220 +10 Zach Johnson 77-70-73—220 +10 K.T. Kim 74-72-74—220 +10 Matthew Baldwin 74-74-73—221 +11 Rod Pampling 74-73-74—221 +11 Keegan Bradley 73-73-75—221 +11 Michael Allen 71-73-77—221 +11 Jae-Bum Park 70-74-77—221 +11 Jesse Mueller 75-73-74—222 +12 Simon Dyson 74-74-74—222 +12 Jason Day 75-71-76—222 +12 Jason Bohn 70-75-78—223 +13 Bo Van Pelt 78-70-76—224 +14 Joe Ogilvie 73-75-76—224 +14 Stephen Ames 74-73-79—226 +16
Golf Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira