Hnefaleikakappinn Floyd Mayweather er ekki á leiðinni í neitt kampavínspartí í kvöld því hann er farinn í fangelsi.
Mayweather byrjaði að afplána þriggja mánaða fangelsisdóm í dag fyrir að ganga í skrokk á barnsmóður sinni.
Boxarinn átti upphaflega að fara í steininn í janúar en hann fékk að fresta afplánuninni fram á sumar þar sem hann átti skipulagðan bardaga í byrjun maí.
Mayweather verður haldið frá hinum 3.200 föngunum fyrstu vikuna af öryggisástæðum. Hann mun fá einn klukkutíma á dag til þess að æfa sig utan klefans.
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2018-10-22T153245.909Z-Manchester_City_FC_badge.svg.png)
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/gracenote/4087.png)