Ný könnun Stöðvar 2: Ólafur Ragnar 56% - Þóra 34% Kristján Már Unnarsson skrifar 1. júní 2012 18:30 Ólafur Ragnar Grímsson mælist með afgerandi forystu, eða 56 prósenta fylgi þeirra sem tóku afstöðu, en Þóra Arnórsdóttir með 34 prósent, í nýrri skoðanakönnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins, þar sem fimmtán hundruð manns svöruðu. Saman mælast þau tvö með yfir níutíu prósent fylgis meðal þeirra sem hafa ákveðið sig en aðrir forsetaframbjóðendur samanlagt með innan við tíu prósent. 27,5 prósent segjast óákveðnir. Þetta er stærsta úrtak í könnun til þessa fyrir komandi forsetakosningar. Hringt var í 2.214 manns í gær og í fyrradag, á miðvikudag og fimmtudag, samkvæmt slembiúrtaki úr þjóðskrá, og náðist í 1.503 kjósendur, sem skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega rétt eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvern myndir þú kjósa til embættis forseta Íslands ef gengið yrði til kosninga nú? Af 1.503 sögðust 9 ætla að kjósa Andreu, eða 0,6 prósent, Ara Trausta 58 eða 3,9 prósent, Ástþór 9 eða 0,6 prósent, þrír sögðust kjósa Hannes eða 0,2 prósent, Herdísi 16 eða 1,1 prósent, Ólaf Ragnar 563 eða 37,5 prósent og Þóru 341 eða 22,7 prósent. 3,8 prósent sögðust ekki ætla að kjósa eða skila auðu, óákveðnir sögðust 27,5 prósent og 2,3 prósent neituðu að svara.Tveir af hverjum þremur tóku þannig afstöðu og meðal þeirra mældist Andrea með 0,9 prósent, Ari Trausti með 5,8%, Ástþór með 0,9%, Hannes með 0,3%, Herdís með 1,6%, Ólafur Ragnar með 56,4% og Þóra með 34,1%. Þau tvö mældust þannig með 90,5 prósent en aðrir með 9,5 prósent samanlagt.Fylgi Ólafs Ragnars mældist áberandi meira meðal karla. 62 prósent karla sögðust kjósa hann en Þóru 27 prósent karla. Aðrir mældust samanlagt með 11 prósent. Meðal kvenna var bilið minna, 50 prósent kvenna sögðust ætla að kjósa Ólaf en Þóru 42 prósent kvenna. Aðrir frambjóðendur með 8 prósent samanlagt.Sömuleiðis var munur á fylgi eftir búsetu. Þannig mældist Ólafur með 55 prósent á höfuðborgarsvæðinu en Þóra 36 prósent en á landsbyggðinni mældist Ólafur með 60 prósent meðan Þóra mældist með 29 prósent. Fylgi annarra var samtals í kringum tíu prósent. Forsetakosningar 2012 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson mælist með afgerandi forystu, eða 56 prósenta fylgi þeirra sem tóku afstöðu, en Þóra Arnórsdóttir með 34 prósent, í nýrri skoðanakönnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins, þar sem fimmtán hundruð manns svöruðu. Saman mælast þau tvö með yfir níutíu prósent fylgis meðal þeirra sem hafa ákveðið sig en aðrir forsetaframbjóðendur samanlagt með innan við tíu prósent. 27,5 prósent segjast óákveðnir. Þetta er stærsta úrtak í könnun til þessa fyrir komandi forsetakosningar. Hringt var í 2.214 manns í gær og í fyrradag, á miðvikudag og fimmtudag, samkvæmt slembiúrtaki úr þjóðskrá, og náðist í 1.503 kjósendur, sem skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega rétt eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvern myndir þú kjósa til embættis forseta Íslands ef gengið yrði til kosninga nú? Af 1.503 sögðust 9 ætla að kjósa Andreu, eða 0,6 prósent, Ara Trausta 58 eða 3,9 prósent, Ástþór 9 eða 0,6 prósent, þrír sögðust kjósa Hannes eða 0,2 prósent, Herdísi 16 eða 1,1 prósent, Ólaf Ragnar 563 eða 37,5 prósent og Þóru 341 eða 22,7 prósent. 3,8 prósent sögðust ekki ætla að kjósa eða skila auðu, óákveðnir sögðust 27,5 prósent og 2,3 prósent neituðu að svara.Tveir af hverjum þremur tóku þannig afstöðu og meðal þeirra mældist Andrea með 0,9 prósent, Ari Trausti með 5,8%, Ástþór með 0,9%, Hannes með 0,3%, Herdís með 1,6%, Ólafur Ragnar með 56,4% og Þóra með 34,1%. Þau tvö mældust þannig með 90,5 prósent en aðrir með 9,5 prósent samanlagt.Fylgi Ólafs Ragnars mældist áberandi meira meðal karla. 62 prósent karla sögðust kjósa hann en Þóru 27 prósent karla. Aðrir mældust samanlagt með 11 prósent. Meðal kvenna var bilið minna, 50 prósent kvenna sögðust ætla að kjósa Ólaf en Þóru 42 prósent kvenna. Aðrir frambjóðendur með 8 prósent samanlagt.Sömuleiðis var munur á fylgi eftir búsetu. Þannig mældist Ólafur með 55 prósent á höfuðborgarsvæðinu en Þóra 36 prósent en á landsbyggðinni mældist Ólafur með 60 prósent meðan Þóra mældist með 29 prósent. Fylgi annarra var samtals í kringum tíu prósent.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Sjá meira