Of snemmt að afskrifa Þóru - kosningabaráttan farin að snúast um ESB Höskuldur Kári Schram skrifar 2. júní 2012 12:04 Bessastaðir. Prófessor í stjórnmálafræði segir of snemmt að afskrifa Þóru Arnórsdóttur þrátt fyrir að hún mælist nú með ríflega tuttugu prósentustiga minna fylgi en Ólafur Ragnar Grímsson. Hann segir að Ólafi hafi tekist að láta kosningabaráttuna snúast um afstöðu manni til Evrópusambandsins. Rösklega 56 prósent kjósenda styðja Ólaf Ragnar Grímsson til áframhaldandi setu á Bessastöðum samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Þóra mælist með þrjátíu og fjögurra prósenta stuðning. Saman mælast þau tvö með yfir níutíu prósenta fylgi en aðrir forsetaframbjóðendur með innan við tíu prósent. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri segir að Ólafi hafi tekist að láta kosningabaráttuna snúast um afstöðu manna til Evrópusambandsins „Í Sprengisandsviðtalinu, sem er tímapunktur í hans baráttu, þá gerði hann utanríkismál mjög að umtalsefni og skaut skotum að Þóru í því sambandi og honum virðist hafa á mjög stuttum tíma hafa tekist að láta kosningabaráttuna að einhverju leyti að snúast um afstöðunnar til ESB og tengd mál," Grétar Þór. Grétar segir þó of snemmt að afskrifa Þóru enda séu rúmar fjórar vikur til kosninga. „Það er alveg ljóst að hún verður að gera eitthvað til að snúa þessari þróun við. sama hátt og Ólafur var undir í könnunum og greip þá til þessarar ráða að reyna skilgreina baráttuna sér í hag og honum tókst það en ég vil ekki afskrifa Þóru,"segir Grétar. Hvað með aðra frambjóðendur sem eru að mælast með undir fimm prósenta fylgi eiga þeir einhvern möguleika í þessari stöðu? „Þetta virðist vera við mjög ramman reip að draga. Ari Trausti hafði verið að mælast með um eða yfir 10 prósent en núna er hann komin undir fimm samkvæmt síðustu könnun. Það er vísbending um að þessi kosningabarátta sé farin að snúast um þessi tvö og hinir séu hreinlega ekki með í þessu lengur," segir Grétar að lokum. Forsetakosningar 2012 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Prófessor í stjórnmálafræði segir of snemmt að afskrifa Þóru Arnórsdóttur þrátt fyrir að hún mælist nú með ríflega tuttugu prósentustiga minna fylgi en Ólafur Ragnar Grímsson. Hann segir að Ólafi hafi tekist að láta kosningabaráttuna snúast um afstöðu manni til Evrópusambandsins. Rösklega 56 prósent kjósenda styðja Ólaf Ragnar Grímsson til áframhaldandi setu á Bessastöðum samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Þóra mælist með þrjátíu og fjögurra prósenta stuðning. Saman mælast þau tvö með yfir níutíu prósenta fylgi en aðrir forsetaframbjóðendur með innan við tíu prósent. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri segir að Ólafi hafi tekist að láta kosningabaráttuna snúast um afstöðu manna til Evrópusambandsins „Í Sprengisandsviðtalinu, sem er tímapunktur í hans baráttu, þá gerði hann utanríkismál mjög að umtalsefni og skaut skotum að Þóru í því sambandi og honum virðist hafa á mjög stuttum tíma hafa tekist að láta kosningabaráttuna að einhverju leyti að snúast um afstöðunnar til ESB og tengd mál," Grétar Þór. Grétar segir þó of snemmt að afskrifa Þóru enda séu rúmar fjórar vikur til kosninga. „Það er alveg ljóst að hún verður að gera eitthvað til að snúa þessari þróun við. sama hátt og Ólafur var undir í könnunum og greip þá til þessarar ráða að reyna skilgreina baráttuna sér í hag og honum tókst það en ég vil ekki afskrifa Þóru,"segir Grétar. Hvað með aðra frambjóðendur sem eru að mælast með undir fimm prósenta fylgi eiga þeir einhvern möguleika í þessari stöðu? „Þetta virðist vera við mjög ramman reip að draga. Ari Trausti hafði verið að mælast með um eða yfir 10 prósent en núna er hann komin undir fimm samkvæmt síðustu könnun. Það er vísbending um að þessi kosningabarátta sé farin að snúast um þessi tvö og hinir séu hreinlega ekki með í þessu lengur," segir Grétar að lokum.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira