Forsetinn í flokksbundinni pólitík Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 4. júní 2012 20:00 Ólafur Ragnar Grímsson er að bjóða upp á alveg nýja tegund af forseta, að mati álitsgjafa fréttastofu í kosningabaráttunni. Eftir að Andrea Ólafsdóttir, Ari Trausti Guðmundsson og Hannes Bjarnason gengu út úr beinni útsendingu í fyrstu sjónvarpskappræðum kosningabaráttunnar, til að mótmæla fyrirkomulagi þeirra, stóðu þrír frambjóðendur eftir. Þau Herdís Þorgeirsdóttir, Ólafur Ragnar Grímsson og Þóra Arnórsdóttir. Segja má að átakalínan í þessari kosningabaráttu sé spurningin um hversu virkan þátt forseti eigi að taka í deilumálum samtímans. Eitt deilumálið, aðild að Evrópusambandinu, var rætt í gærkvöldi. Herdís og Þóra lýstu báðar efasemdum um inngöngu og Ólafur Ragnar lýsti sig andsnúinn aðild sem fyrr. Þóra og Ólafur voru hins vegar hjartanlega ósammála um hvort forseti Íslands ætti að lýsa yfir afstöðu sinni til samningsins þegar þar að kæmi. Herdís var tvístígandi, en taldi þó ekki úr vegi að forseti tjáði sig um þetta stórmál með yfirveguðum hætti. Ólafur telur fullkomlega eðlilegt að þjóðin fái að vita hvaða skoðun frambjóðendur og forseti hafi á þessu stærsta hagsmunamáli þjóðarinnar. Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði og álitsgjafi fréttastofu í kosningabaráttunni, segir nýtt að forseti eigi að blanda sér í pólitíska umræðu - með þeim hætti sem Ólafur hefur lýst. „Þetta er auðvitað ákveðið nýmæli að forsetar taki þátt í beinum opinberum umræðum um mikil ágreiningsmál." Hann bætir við, „og þá er eiginilega forsetaembættið á vissan hátt orðið nýtt, orðið breytt. Og það getur vel verið að það sé eitthvað sem fólk vill og það er greinilegt í skoðanakönnunum að Ólafur nýtur mikils fylgis." En með því sé forsetinn kominn inn í fjölmiðla- og bloggumræðu samtímans. „Þá er hann beinlínis farinn að hafa áhrif á gang mála eins og þau eru rædd á alþingi og í samfélaginu." Ólafur Ragnar hafi til dæmis í kosningabaráttunni markað sig í andstöðu við Samfylkinguna og tekið afstöðu gegn Evrópusambandinu. „Þar með er hann kominn inn í flokksbundna pólitíska umræðu og þá er forsetinn beinlínis orðinn pólitískur. Þá er hann augljóslega ekki á neinn hátt að reyna að vera sameiningartákn, hvort sem það er hægt eða ekki í okkar pólitíska heimi." Forsetakosningar 2012 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson er að bjóða upp á alveg nýja tegund af forseta, að mati álitsgjafa fréttastofu í kosningabaráttunni. Eftir að Andrea Ólafsdóttir, Ari Trausti Guðmundsson og Hannes Bjarnason gengu út úr beinni útsendingu í fyrstu sjónvarpskappræðum kosningabaráttunnar, til að mótmæla fyrirkomulagi þeirra, stóðu þrír frambjóðendur eftir. Þau Herdís Þorgeirsdóttir, Ólafur Ragnar Grímsson og Þóra Arnórsdóttir. Segja má að átakalínan í þessari kosningabaráttu sé spurningin um hversu virkan þátt forseti eigi að taka í deilumálum samtímans. Eitt deilumálið, aðild að Evrópusambandinu, var rætt í gærkvöldi. Herdís og Þóra lýstu báðar efasemdum um inngöngu og Ólafur Ragnar lýsti sig andsnúinn aðild sem fyrr. Þóra og Ólafur voru hins vegar hjartanlega ósammála um hvort forseti Íslands ætti að lýsa yfir afstöðu sinni til samningsins þegar þar að kæmi. Herdís var tvístígandi, en taldi þó ekki úr vegi að forseti tjáði sig um þetta stórmál með yfirveguðum hætti. Ólafur telur fullkomlega eðlilegt að þjóðin fái að vita hvaða skoðun frambjóðendur og forseti hafi á þessu stærsta hagsmunamáli þjóðarinnar. Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði og álitsgjafi fréttastofu í kosningabaráttunni, segir nýtt að forseti eigi að blanda sér í pólitíska umræðu - með þeim hætti sem Ólafur hefur lýst. „Þetta er auðvitað ákveðið nýmæli að forsetar taki þátt í beinum opinberum umræðum um mikil ágreiningsmál." Hann bætir við, „og þá er eiginilega forsetaembættið á vissan hátt orðið nýtt, orðið breytt. Og það getur vel verið að það sé eitthvað sem fólk vill og það er greinilegt í skoðanakönnunum að Ólafur nýtur mikils fylgis." En með því sé forsetinn kominn inn í fjölmiðla- og bloggumræðu samtímans. „Þá er hann beinlínis farinn að hafa áhrif á gang mála eins og þau eru rædd á alþingi og í samfélaginu." Ólafur Ragnar hafi til dæmis í kosningabaráttunni markað sig í andstöðu við Samfylkinguna og tekið afstöðu gegn Evrópusambandinu. „Þar með er hann kominn inn í flokksbundna pólitíska umræðu og þá er forsetinn beinlínis orðinn pólitískur. Þá er hann augljóslega ekki á neinn hátt að reyna að vera sameiningartákn, hvort sem það er hægt eða ekki í okkar pólitíska heimi."
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira