Forsetaefnin fjalla um málskotsréttinn 9. júní 2012 13:01 Forsetaefnin lýstu skoðunum sínum á málskotsréttinn í 26. gr. stjórnarskrárinnar í Fréttablaðinu í dag. Spurt var: Hver er afstaða þín til beitingar málskotsréttar forseta samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar?Andrea Ólafsdóttir sagði málskotsréttinn vald fólksins Málskotsrétturinn er í raun ekki forsetans, heldur í raun vald fólksins til að synja eða hafna lögum þar sem forsetinn er eingöngu milliliður. Ég tel hann eiga við í stórum málum er varða ríka almannahagsmuni eða fullveldi þjóðar. Ég mun kalla saman þjóðfund til þess að eiga samvinnu um það hvernig þjóðin sjálf sér fyrir sér að nota embættið og valdheimildir sem því tilheyra. Þannig myndi slembivalinn þjóðfundur móta viðmiðunarreglur og gefa mér skilaboð um það með hvaða hætti ég eigi að beita mér. Má þar til dæmis nefna 26. greinina um viðmið um málskotsrétt forsetans og 25. greinina um að forseti geti látið leggja fram frumvarp til laga (ef kæmu upp þannig aðstæður að fólkið vildi nota þennan rétt) - en jafnframt þarf að ræða aðrar greinar stjórnarskrárinnar.Ari Trausti segir málskotsréttinn vera neyðarhemil Þessi réttur er óskoraður og ekki er gert ráð fyrir að forseti víki, hafni þjóðin málskoti; ekki fremur en að ríkisstjórn víki og Alþingi sé rofið ef meirihluti samþykkir málskotið (það er hafni lagafrumvarpi). Því var hótað áður og fyrr en ekki nú lengur og er það gott því ella væri verið að svipta almenning þessu tækifæri enda hefur svona hótun komið í veg fyrir að réttinum sé beitt. Ég tel hann neyðarhemil lýðræðisins og myndi beita honum að vel yfirlögðu ráði og ráðgjöf, allt eftir málefni, meðferð þings á frumvarpi og könnun eða mati á afstöðu meirihluta kjósenda.Hannes Bjarnason mun aðeins beita réttinum ef lýðræði er ógnað Málskotsréttinum á aðeins að beita í ýtrustu neyð og ef forseta finnst lýðræði ógnað. Ef ég, sem forseti lýðveldisins, teldi lýðræði landsins ógnað á einhvern hátt mundi ég beita þessu ákvæði í stjórnarskránni. Að sjálfsögðu að ígrunduðu máli vitandi það að neitun mun alltaf fela í sér þá áhættu að sundra þjóðinni. Málskotsrétturinn er öflugt verkfæri sem varlega skal meðhöndla!Herdís Þorgeirsdóttir segir lýðræðið vera grundvallarregluna Varðandi heimild forseta að vísa málum í þjóðaratkvæði mótast afstaða mín af því að stjórnarskrána beri að skýra út frá lýðræðinu sem er grundvallarregla. Ef um mikilvæg, umdeild mál er að ræða þar sem ákvörðun er jafnvel óafturkræf verður að líta til þess að frumuppspretta ríkisvaldsins er sjálfsákvörðunarréttur þjóðarinnar. Í ljósi þess að nú liggja fyrir tillögur um breytingar á stjórnarskrá má geta þess að forseti hefur samkvæmt 26. gr. rétt til að skjóta frambúðargildi stjórnskipunarlaga undir þjóðardóm þótt frumvarpið hafi verið samþykkt í almennum kosningum milli þinga sem hafa málið til meðferðar. Málskotsrétturinn krefst þess að sá forseti Íslands búi yfir góðri dómgreind, þekkingu, innsæi og ábyrgð og hafi burði til að beita þessum rétti ef þörf krefur.Ólafur Ragnar Grímsson segir málskotsréttinn fela í sér lýðræðislegan rétt þjóðarinnar Það er lýðræðislegur réttur þjóðarinnar samkvæmt stjórnarskránni að fá í sínar hendur stórmál ef hún er ósátt við niðurstöður Alþingis. Málskotsrétturinn er trygging þjóðarinnar fyrir slíkum rétti og hún mótar því sjálf þær aðstæður og röksemdir sem mestu skipta.Þóra Arnórsdóttir segir aðeins eiga að nota málskotsréttinn í ýtrustu neyð Völdin sem felast í 26. greininni eru auðvitað umtalsverð. Þetta vald má þó ekki umgangast af neinni léttúð. Í þingræðisríki er það vald sem ekki verður beitt nema í ýtrustu neyð. Ég tel að það myndi verða til bóta ef einhvers konar lög um þjóðaratkvæðagreiðslur yrðu samþykkt og stjórnarskránni breytt til samræmis þar sem þörf krefur. Forsetakosningar 2012 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Forsetaefnin lýstu skoðunum sínum á málskotsréttinn í 26. gr. stjórnarskrárinnar í Fréttablaðinu í dag. Spurt var: Hver er afstaða þín til beitingar málskotsréttar forseta samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar?Andrea Ólafsdóttir sagði málskotsréttinn vald fólksins Málskotsrétturinn er í raun ekki forsetans, heldur í raun vald fólksins til að synja eða hafna lögum þar sem forsetinn er eingöngu milliliður. Ég tel hann eiga við í stórum málum er varða ríka almannahagsmuni eða fullveldi þjóðar. Ég mun kalla saman þjóðfund til þess að eiga samvinnu um það hvernig þjóðin sjálf sér fyrir sér að nota embættið og valdheimildir sem því tilheyra. Þannig myndi slembivalinn þjóðfundur móta viðmiðunarreglur og gefa mér skilaboð um það með hvaða hætti ég eigi að beita mér. Má þar til dæmis nefna 26. greinina um viðmið um málskotsrétt forsetans og 25. greinina um að forseti geti látið leggja fram frumvarp til laga (ef kæmu upp þannig aðstæður að fólkið vildi nota þennan rétt) - en jafnframt þarf að ræða aðrar greinar stjórnarskrárinnar.Ari Trausti segir málskotsréttinn vera neyðarhemil Þessi réttur er óskoraður og ekki er gert ráð fyrir að forseti víki, hafni þjóðin málskoti; ekki fremur en að ríkisstjórn víki og Alþingi sé rofið ef meirihluti samþykkir málskotið (það er hafni lagafrumvarpi). Því var hótað áður og fyrr en ekki nú lengur og er það gott því ella væri verið að svipta almenning þessu tækifæri enda hefur svona hótun komið í veg fyrir að réttinum sé beitt. Ég tel hann neyðarhemil lýðræðisins og myndi beita honum að vel yfirlögðu ráði og ráðgjöf, allt eftir málefni, meðferð þings á frumvarpi og könnun eða mati á afstöðu meirihluta kjósenda.Hannes Bjarnason mun aðeins beita réttinum ef lýðræði er ógnað Málskotsréttinum á aðeins að beita í ýtrustu neyð og ef forseta finnst lýðræði ógnað. Ef ég, sem forseti lýðveldisins, teldi lýðræði landsins ógnað á einhvern hátt mundi ég beita þessu ákvæði í stjórnarskránni. Að sjálfsögðu að ígrunduðu máli vitandi það að neitun mun alltaf fela í sér þá áhættu að sundra þjóðinni. Málskotsrétturinn er öflugt verkfæri sem varlega skal meðhöndla!Herdís Þorgeirsdóttir segir lýðræðið vera grundvallarregluna Varðandi heimild forseta að vísa málum í þjóðaratkvæði mótast afstaða mín af því að stjórnarskrána beri að skýra út frá lýðræðinu sem er grundvallarregla. Ef um mikilvæg, umdeild mál er að ræða þar sem ákvörðun er jafnvel óafturkræf verður að líta til þess að frumuppspretta ríkisvaldsins er sjálfsákvörðunarréttur þjóðarinnar. Í ljósi þess að nú liggja fyrir tillögur um breytingar á stjórnarskrá má geta þess að forseti hefur samkvæmt 26. gr. rétt til að skjóta frambúðargildi stjórnskipunarlaga undir þjóðardóm þótt frumvarpið hafi verið samþykkt í almennum kosningum milli þinga sem hafa málið til meðferðar. Málskotsrétturinn krefst þess að sá forseti Íslands búi yfir góðri dómgreind, þekkingu, innsæi og ábyrgð og hafi burði til að beita þessum rétti ef þörf krefur.Ólafur Ragnar Grímsson segir málskotsréttinn fela í sér lýðræðislegan rétt þjóðarinnar Það er lýðræðislegur réttur þjóðarinnar samkvæmt stjórnarskránni að fá í sínar hendur stórmál ef hún er ósátt við niðurstöður Alþingis. Málskotsrétturinn er trygging þjóðarinnar fyrir slíkum rétti og hún mótar því sjálf þær aðstæður og röksemdir sem mestu skipta.Þóra Arnórsdóttir segir aðeins eiga að nota málskotsréttinn í ýtrustu neyð Völdin sem felast í 26. greininni eru auðvitað umtalsverð. Þetta vald má þó ekki umgangast af neinni léttúð. Í þingræðisríki er það vald sem ekki verður beitt nema í ýtrustu neyð. Ég tel að það myndi verða til bóta ef einhvers konar lög um þjóðaratkvæðagreiðslur yrðu samþykkt og stjórnarskránni breytt til samræmis þar sem þörf krefur.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira