Ekki einfalt að skila undirskriftum - listarnir stundum ógildir Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 21. maí 2012 18:53 Það er ekki einfalt að skila inn meðmælendalistum vegna framboðs til embættis forseta Íslands. Oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík norður segir það hafa komið fyrir að listi frambjóðanda sé ógildur. Það er ekki einfalt að skila inn meðmælendalistum vegna framboðs til embættis forseta Íslands. Oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík norður segir það hafa komið fyrir að listi frambjóðanda sé ógildur. Í dag eru 40 dagar til forsetakosninga og áttu frambjóðendur að skila síðustu meðmælendalistunum til yfirkjörstjórnar í Ráðhúsi Reykjavíkur. Frambjóðendurnir sjö sendu flestir umboðsmenn fyrir sig að skila listunum. Á meðan fréttastofa var á staðnum komu fulltrúar Herdísar Þorgeirsdóttur, Ólafs Ragnars, Þóru Arnórsdóttur og Ara Trausta en Andrea J Ólafsdóttir og Ástþór Magnússon voru búin að koma sínum listum til skila. Hannes Bjarnason kom svo síðar í dag. Skila þarf inn bæði frumriti af undirskriftunum og excel skjali á minnislykli og þar sem mörg kjördæmi eru á sama svæðinu og kannski meðmælendur frá mismunandi kjördæmum á sama undirskriftablaði þá getur þetta orðið ansi flókið. „Það er ákveðið hámark og lágmark sem má vera. Hámarkið er 3000 í heildina og 1500 lágmark, þannig að þetta þarf að fara yfir og síðan þarf að sjá hvort það sé meðmælandi sem hefur mælt með fleiri en á einum lista," segir Katrín Theódórsdóttir, oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík norður. Þegar búið er að keyra listana saman við þjóðskrá og ganga úr skugga um að allt sé í lagi gefur yfirkjörstjórnin út vottorð um meðmælendur. Í flestum kjördæmum verða vottorðin gefin út á morgun en í Reykjavík á miðvikudaginn. „Það hefur komið fyrir að frambjóðendur hafa ekki getað boðið fram vegna þess að það er ágalli á þessu," segir Katrín. En hafa frambjóðendur einhvern frest til að laga það? „Þegar framboðsfrestur rennur út 25. maí þá hafa menn smá tíma til að bæta úr ef það eru smávægilegir gallar." Forsetakosningar 2012 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Það er ekki einfalt að skila inn meðmælendalistum vegna framboðs til embættis forseta Íslands. Oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík norður segir það hafa komið fyrir að listi frambjóðanda sé ógildur. Í dag eru 40 dagar til forsetakosninga og áttu frambjóðendur að skila síðustu meðmælendalistunum til yfirkjörstjórnar í Ráðhúsi Reykjavíkur. Frambjóðendurnir sjö sendu flestir umboðsmenn fyrir sig að skila listunum. Á meðan fréttastofa var á staðnum komu fulltrúar Herdísar Þorgeirsdóttur, Ólafs Ragnars, Þóru Arnórsdóttur og Ara Trausta en Andrea J Ólafsdóttir og Ástþór Magnússon voru búin að koma sínum listum til skila. Hannes Bjarnason kom svo síðar í dag. Skila þarf inn bæði frumriti af undirskriftunum og excel skjali á minnislykli og þar sem mörg kjördæmi eru á sama svæðinu og kannski meðmælendur frá mismunandi kjördæmum á sama undirskriftablaði þá getur þetta orðið ansi flókið. „Það er ákveðið hámark og lágmark sem má vera. Hámarkið er 3000 í heildina og 1500 lágmark, þannig að þetta þarf að fara yfir og síðan þarf að sjá hvort það sé meðmælandi sem hefur mælt með fleiri en á einum lista," segir Katrín Theódórsdóttir, oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík norður. Þegar búið er að keyra listana saman við þjóðskrá og ganga úr skugga um að allt sé í lagi gefur yfirkjörstjórnin út vottorð um meðmælendur. Í flestum kjördæmum verða vottorðin gefin út á morgun en í Reykjavík á miðvikudaginn. „Það hefur komið fyrir að frambjóðendur hafa ekki getað boðið fram vegna þess að það er ágalli á þessu," segir Katrín. En hafa frambjóðendur einhvern frest til að laga það? „Þegar framboðsfrestur rennur út 25. maí þá hafa menn smá tíma til að bæta úr ef það eru smávægilegir gallar."
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent