„Flug Falcons var fullkomið“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 22. maí 2012 23:49 Frá geimskotinu í dag. mynd/AP Bandaríska fyrirtækið SpaceX braut blað í sögu geimferða í dag þegar Falcon 9 eldflaugin hóf sig á loft í Flórída. Um borð í flauginni er ómannað hylki, Dragon, en það mun flytja rúmlega 450 kíló af birgðum til Alþjóðlegum geimstöðvarinnar. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=whyHNUUQksY">watch on YouTube</a> Hingað til hafa alþjóðlegar stofnanir og ríkisstjórnir séð um slík verkefni. „Flug Falcons var fullkomið," skrifaði Elon Musk á samskiptamiðlinum Twitter en hann er stofnandi, stjórnarformaður og helsti hönnuður Falcon 9 eldflaugarinnar. „Dragon er nú á sporbraut um jörðu... Þungu fargi er af mér létt." Seinna meir sagði Musk fjölmiðlum að hann væri afar stoltur af árangrinum: „Fyrir okkur er þetta eins og að vinna Super Bowl." Musk, sem er fertugur, hefur komið að ýmsum verkefnum í gegnum tíðina. Hann var einn af stofnendum PayPal og var stærsti hluthafi fyrirtækisins þegar uppboðsvefsíðan eBay keypti það árið 2002. Geimskotsins í dag var beðið með mikilli eftirvæntingu. Fyrir nokkrum dögum reyndi SpaceX að skjóta Falcon 9 eldflauginni á sporbraut en vegna bilunar þurfti að aflýsa geimskotinu — hálfri sekúndu áður en kveikja átti á eldflaugunum. John Holdren, vísindaráðgjafi Barack Obama, Bandaríkjaforseta, óskaði Musk og samstarfsmönnum hans til hamingju í dag. „Hvert einasta geimskot er merkilegur áfangi, en þetta er sannarlega spennandi," sagði Holdren. „Þetta einkaframtak boðar nýja tíma hjá NASA og stofnunin mun nú geta einbeitt sér að því að sinna verkefnum sínum." Frá því að NASA þurfti að snúa baki við geimferðaáætlun sinni fyrir nokkrum árum hefur stofnunin þurft að reiða sig á Geimferðastofnun Rússlands við að flytja birgðir og mannskap í Alþjóðlegu geimstöðina. Á næstu dögum mun síðan Dragon-birgðahylkið tengjast geimstöðinni en NASA mun sýna beint frá þessum merka áfanganum. Hægt er að sjá Falcon 9 geimflaugina hefja sig á loft í myndbandinu hér fyrir ofan. SpaceX Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Bandaríska fyrirtækið SpaceX braut blað í sögu geimferða í dag þegar Falcon 9 eldflaugin hóf sig á loft í Flórída. Um borð í flauginni er ómannað hylki, Dragon, en það mun flytja rúmlega 450 kíló af birgðum til Alþjóðlegum geimstöðvarinnar. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=whyHNUUQksY">watch on YouTube</a> Hingað til hafa alþjóðlegar stofnanir og ríkisstjórnir séð um slík verkefni. „Flug Falcons var fullkomið," skrifaði Elon Musk á samskiptamiðlinum Twitter en hann er stofnandi, stjórnarformaður og helsti hönnuður Falcon 9 eldflaugarinnar. „Dragon er nú á sporbraut um jörðu... Þungu fargi er af mér létt." Seinna meir sagði Musk fjölmiðlum að hann væri afar stoltur af árangrinum: „Fyrir okkur er þetta eins og að vinna Super Bowl." Musk, sem er fertugur, hefur komið að ýmsum verkefnum í gegnum tíðina. Hann var einn af stofnendum PayPal og var stærsti hluthafi fyrirtækisins þegar uppboðsvefsíðan eBay keypti það árið 2002. Geimskotsins í dag var beðið með mikilli eftirvæntingu. Fyrir nokkrum dögum reyndi SpaceX að skjóta Falcon 9 eldflauginni á sporbraut en vegna bilunar þurfti að aflýsa geimskotinu — hálfri sekúndu áður en kveikja átti á eldflaugunum. John Holdren, vísindaráðgjafi Barack Obama, Bandaríkjaforseta, óskaði Musk og samstarfsmönnum hans til hamingju í dag. „Hvert einasta geimskot er merkilegur áfangi, en þetta er sannarlega spennandi," sagði Holdren. „Þetta einkaframtak boðar nýja tíma hjá NASA og stofnunin mun nú geta einbeitt sér að því að sinna verkefnum sínum." Frá því að NASA þurfti að snúa baki við geimferðaáætlun sinni fyrir nokkrum árum hefur stofnunin þurft að reiða sig á Geimferðastofnun Rússlands við að flytja birgðir og mannskap í Alþjóðlegu geimstöðina. Á næstu dögum mun síðan Dragon-birgðahylkið tengjast geimstöðinni en NASA mun sýna beint frá þessum merka áfanganum. Hægt er að sjá Falcon 9 geimflaugina hefja sig á loft í myndbandinu hér fyrir ofan.
SpaceX Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira