Donald efstur á heimslistanum | 120 milljónir kr. fyrir sigurinn 28. maí 2012 12:15 Luke Donald fagnar sigrinum með eiginkonu sinni Diane og dætrum þeirra Elle og Sophia Ann. Getty Images / Nordic Photos Enski kylfingurinn Luke Donald sigraði á BMW meistaramótinu sem er hluti af Evrópumótaröðinni. Með sigrinum náði Donald efsta sæti heimslistans á ný og hann fékk um 120 milljónir kr. fyrir sigurinn í verðlaunafé. Donald á enn eftir að landa sigri á einu af risamótunum fjórum sem fram fara árlega og hann ætlar sér að brjóta ísinn sem allra, allra fyrst. Donald sigraði með fjögurra högga mun en hann lék hringina fjóra á samtals 15 höggum undir pari. „Ég vil sigra á stórmótum, í hvert sinn sem ég sigra á atvinnumóti segi ég við sjálfan mig að ég sé að færast nær því markmiði. Sjálfstraustið eykst og mér finnst ég vera á réttri leið," sagði Donald eftir sigurinn í gær. Hann hefur 18 daga til þess að undirbúa sig fyrir næsta risamót er Opna bandaríska meistaramótið sem fram fer á Olympic Club vellinum rétt við borgina San Francisco. Justin Rose frá Englandi og Skotinn Paul Lawrie deildu öðru sætinu á 11 höggum undir pari. Lawrie hefur hægt og bítandi klifrað upp heimslistann á s.l. tveimur árum. Hann sigraði á Opna breska meistaramótinu árið 1999 en frá þeim tíma hefur hann ekki náð sér á strik. Hann var í 200. sæti heimslistans fyrir 18 mánuðum en í dag er hann í því 30. og á góða möguleika á að komast í Ryderlið Evrópu í haust. Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Enski kylfingurinn Luke Donald sigraði á BMW meistaramótinu sem er hluti af Evrópumótaröðinni. Með sigrinum náði Donald efsta sæti heimslistans á ný og hann fékk um 120 milljónir kr. fyrir sigurinn í verðlaunafé. Donald á enn eftir að landa sigri á einu af risamótunum fjórum sem fram fara árlega og hann ætlar sér að brjóta ísinn sem allra, allra fyrst. Donald sigraði með fjögurra högga mun en hann lék hringina fjóra á samtals 15 höggum undir pari. „Ég vil sigra á stórmótum, í hvert sinn sem ég sigra á atvinnumóti segi ég við sjálfan mig að ég sé að færast nær því markmiði. Sjálfstraustið eykst og mér finnst ég vera á réttri leið," sagði Donald eftir sigurinn í gær. Hann hefur 18 daga til þess að undirbúa sig fyrir næsta risamót er Opna bandaríska meistaramótið sem fram fer á Olympic Club vellinum rétt við borgina San Francisco. Justin Rose frá Englandi og Skotinn Paul Lawrie deildu öðru sætinu á 11 höggum undir pari. Lawrie hefur hægt og bítandi klifrað upp heimslistann á s.l. tveimur árum. Hann sigraði á Opna breska meistaramótinu árið 1999 en frá þeim tíma hefur hann ekki náð sér á strik. Hann var í 200. sæti heimslistans fyrir 18 mánuðum en í dag er hann í því 30. og á góða möguleika á að komast í Ryderlið Evrópu í haust.
Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira