Varúð - sterkt sólskin framundan á Íslandi Kristján Már Unnarsson skrifar 29. maí 2012 11:15 Sterkir geislar sólar, þegar UV-stuðull fer yfir 5, eru 25 mínútur að brenna viðkvæma húð. Sól og blíða er í veðurkortunum fyrir Ísland eins langt og spár ná. Þannig gerir langatímaspá norska veðurvefjarins yr.no ráð fyrir heiðskírum himni um allt Ísland fram yfir næstu helgi og ekki er að sjá neina úrkomu í kortunum næstu tíu daga. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur fjallar um þetta á veðurbloggi sínu og telur ástæðu til að vara landsmenn við sterku sólskininu. Þannig hafi hann séð í gær í sundlauginni á Hellu að ansi margir voru orðnir með bleikar bringur og hálsa eftir sólina. Loftið sé bæði tært og nánast heiðríkja víðast á landinu. Einar segir frá mælingum á útfjólubláum geislum sólar og þær hafi sýnt UV-stuðulinn 5,4 í Skorradal í gær og í Reykjavík hafi inngeislun sólar mælst 730-740 wött á fermetra. "Hvoru tveggja eru þetta háar tölur, en alls ekkert einsdæmi. Eigum við ekki að segja að geislun sólar sé nálægt því að vera eins mikil og hún getur orðið síðla vors nokkru fyrir sumarsólstöður," segir Einar og vitnar í lækna hjá Húðlæknastöðinni: "Húðlæknarnir Bárður Sigurgeirsson og Jón Hjaltalín Ólafsson ráðleggja fólki með venjulega húð að vera ekki lengur í sólinni án sólvarnar en að hámarki í 60 mínútur þegar UV-stuðullinn nær gildinu 5 og fólki með viðkvæma húð ekki lengur en í 25 mínútur." Einar segir að á næstunni sé allt útlit fyrir sterkt sólskin flesta daga og frá morgni til kvölds. Spáin geri ráð fyrir því að lítið verði um ský hér við land fram á laugardag eða sunnudag. Veður Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Sól og blíða er í veðurkortunum fyrir Ísland eins langt og spár ná. Þannig gerir langatímaspá norska veðurvefjarins yr.no ráð fyrir heiðskírum himni um allt Ísland fram yfir næstu helgi og ekki er að sjá neina úrkomu í kortunum næstu tíu daga. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur fjallar um þetta á veðurbloggi sínu og telur ástæðu til að vara landsmenn við sterku sólskininu. Þannig hafi hann séð í gær í sundlauginni á Hellu að ansi margir voru orðnir með bleikar bringur og hálsa eftir sólina. Loftið sé bæði tært og nánast heiðríkja víðast á landinu. Einar segir frá mælingum á útfjólubláum geislum sólar og þær hafi sýnt UV-stuðulinn 5,4 í Skorradal í gær og í Reykjavík hafi inngeislun sólar mælst 730-740 wött á fermetra. "Hvoru tveggja eru þetta háar tölur, en alls ekkert einsdæmi. Eigum við ekki að segja að geislun sólar sé nálægt því að vera eins mikil og hún getur orðið síðla vors nokkru fyrir sumarsólstöður," segir Einar og vitnar í lækna hjá Húðlæknastöðinni: "Húðlæknarnir Bárður Sigurgeirsson og Jón Hjaltalín Ólafsson ráðleggja fólki með venjulega húð að vera ekki lengur í sólinni án sólvarnar en að hámarki í 60 mínútur þegar UV-stuðullinn nær gildinu 5 og fólki með viðkvæma húð ekki lengur en í 25 mínútur." Einar segir að á næstunni sé allt útlit fyrir sterkt sólskin flesta daga og frá morgni til kvölds. Spáin geri ráð fyrir því að lítið verði um ský hér við land fram á laugardag eða sunnudag.
Veður Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira