Varúð - sterkt sólskin framundan á Íslandi Kristján Már Unnarsson skrifar 29. maí 2012 11:15 Sterkir geislar sólar, þegar UV-stuðull fer yfir 5, eru 25 mínútur að brenna viðkvæma húð. Sól og blíða er í veðurkortunum fyrir Ísland eins langt og spár ná. Þannig gerir langatímaspá norska veðurvefjarins yr.no ráð fyrir heiðskírum himni um allt Ísland fram yfir næstu helgi og ekki er að sjá neina úrkomu í kortunum næstu tíu daga. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur fjallar um þetta á veðurbloggi sínu og telur ástæðu til að vara landsmenn við sterku sólskininu. Þannig hafi hann séð í gær í sundlauginni á Hellu að ansi margir voru orðnir með bleikar bringur og hálsa eftir sólina. Loftið sé bæði tært og nánast heiðríkja víðast á landinu. Einar segir frá mælingum á útfjólubláum geislum sólar og þær hafi sýnt UV-stuðulinn 5,4 í Skorradal í gær og í Reykjavík hafi inngeislun sólar mælst 730-740 wött á fermetra. "Hvoru tveggja eru þetta háar tölur, en alls ekkert einsdæmi. Eigum við ekki að segja að geislun sólar sé nálægt því að vera eins mikil og hún getur orðið síðla vors nokkru fyrir sumarsólstöður," segir Einar og vitnar í lækna hjá Húðlæknastöðinni: "Húðlæknarnir Bárður Sigurgeirsson og Jón Hjaltalín Ólafsson ráðleggja fólki með venjulega húð að vera ekki lengur í sólinni án sólvarnar en að hámarki í 60 mínútur þegar UV-stuðullinn nær gildinu 5 og fólki með viðkvæma húð ekki lengur en í 25 mínútur." Einar segir að á næstunni sé allt útlit fyrir sterkt sólskin flesta daga og frá morgni til kvölds. Spáin geri ráð fyrir því að lítið verði um ský hér við land fram á laugardag eða sunnudag. Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Sól og blíða er í veðurkortunum fyrir Ísland eins langt og spár ná. Þannig gerir langatímaspá norska veðurvefjarins yr.no ráð fyrir heiðskírum himni um allt Ísland fram yfir næstu helgi og ekki er að sjá neina úrkomu í kortunum næstu tíu daga. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur fjallar um þetta á veðurbloggi sínu og telur ástæðu til að vara landsmenn við sterku sólskininu. Þannig hafi hann séð í gær í sundlauginni á Hellu að ansi margir voru orðnir með bleikar bringur og hálsa eftir sólina. Loftið sé bæði tært og nánast heiðríkja víðast á landinu. Einar segir frá mælingum á útfjólubláum geislum sólar og þær hafi sýnt UV-stuðulinn 5,4 í Skorradal í gær og í Reykjavík hafi inngeislun sólar mælst 730-740 wött á fermetra. "Hvoru tveggja eru þetta háar tölur, en alls ekkert einsdæmi. Eigum við ekki að segja að geislun sólar sé nálægt því að vera eins mikil og hún getur orðið síðla vors nokkru fyrir sumarsólstöður," segir Einar og vitnar í lækna hjá Húðlæknastöðinni: "Húðlæknarnir Bárður Sigurgeirsson og Jón Hjaltalín Ólafsson ráðleggja fólki með venjulega húð að vera ekki lengur í sólinni án sólvarnar en að hámarki í 60 mínútur þegar UV-stuðullinn nær gildinu 5 og fólki með viðkvæma húð ekki lengur en í 25 mínútur." Einar segir að á næstunni sé allt útlit fyrir sterkt sólskin flesta daga og frá morgni til kvölds. Spáin geri ráð fyrir því að lítið verði um ský hér við land fram á laugardag eða sunnudag.
Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira