Ólafur Ragnar og Þóra hnífjöfn 15. maí 2012 18:09 mynd/samsett Vísir.is Ólafur Ragnar Grímsson og Þóra Arnórsdóttir eru næstum jöfn samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR sem kannaði stuðning almennings við forsetaframbjóðendur á tímabilinu 10. til 15. maí. Þannig hefur Þóra misst töluvert forskot sem hún hafði á Ólaf Ragnar samkvæmt fyrri skoðanakönnunum, sem sýndu allt að 10 prósentu mun á milli Þóru og Ólafs Ragnars. Þóra hefur enn örlítið forskot á sitjandi forseta, en hún mælist samkvæmt þessari könnun 43, 4%. Nú vilja 41,3% kjósa Ólaf Ragnar. Munurinn er innan vikmarka. Alls tóku 78,2% afstöðu. Aðrir frambjóðendur mælast með töluvert minna fylgi. Ari Trausti Guðmundsson mælist með 8,9% prósentu fylgi. Andrea J. Ólafsdóttir kemur næst á eftir með 2,6% og næst á eftir henni kemur Herdís Þorgeirsdóttir með 1,3%. Aðrir frambjóðendur eru með eitt prósent eða minna. Jón Lárusson, sem mældist með eitt prósent, hefur dregið framboð sitt til baka þar sem honum tókst ekki að safna undirskriftum fyrir framboð sitt. Töluverður munur reyndist á afstöðu fólks eftir því hvaða stjórnmálaflokka það sagðist styðja (væri gengið til kosninga nú). Þannig voru 52,4% framsóknarmanna og 62,2% sjálfstæðismanna sem sögðust kjósa Ólaf Ragnar en 72,7% samfylkingarfólks og 62,6% Vinstri-grænna sagðist vilja kjósa Þóru. Þá voru 66,7% þeirra sem sögðust styðja ríkisstjórnina sem jafnframt sögðust kjósa Þóru. Á móti voru 53,9% þeirra sem sögðust andvígir ríkisstjórninni sem sögðust vilja kjósa Ólaf Ragnar. Úrtak: Einstaklingar á aldrinum 18-67 ára valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR Svarfjöldi: 972 einstaklingar Dagsetning framkvæmdar: 10.-15. maí 2012. Hægt er að skoða könnunina hér. Forsetakosningar 2012 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson og Þóra Arnórsdóttir eru næstum jöfn samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR sem kannaði stuðning almennings við forsetaframbjóðendur á tímabilinu 10. til 15. maí. Þannig hefur Þóra misst töluvert forskot sem hún hafði á Ólaf Ragnar samkvæmt fyrri skoðanakönnunum, sem sýndu allt að 10 prósentu mun á milli Þóru og Ólafs Ragnars. Þóra hefur enn örlítið forskot á sitjandi forseta, en hún mælist samkvæmt þessari könnun 43, 4%. Nú vilja 41,3% kjósa Ólaf Ragnar. Munurinn er innan vikmarka. Alls tóku 78,2% afstöðu. Aðrir frambjóðendur mælast með töluvert minna fylgi. Ari Trausti Guðmundsson mælist með 8,9% prósentu fylgi. Andrea J. Ólafsdóttir kemur næst á eftir með 2,6% og næst á eftir henni kemur Herdís Þorgeirsdóttir með 1,3%. Aðrir frambjóðendur eru með eitt prósent eða minna. Jón Lárusson, sem mældist með eitt prósent, hefur dregið framboð sitt til baka þar sem honum tókst ekki að safna undirskriftum fyrir framboð sitt. Töluverður munur reyndist á afstöðu fólks eftir því hvaða stjórnmálaflokka það sagðist styðja (væri gengið til kosninga nú). Þannig voru 52,4% framsóknarmanna og 62,2% sjálfstæðismanna sem sögðust kjósa Ólaf Ragnar en 72,7% samfylkingarfólks og 62,6% Vinstri-grænna sagðist vilja kjósa Þóru. Þá voru 66,7% þeirra sem sögðust styðja ríkisstjórnina sem jafnframt sögðust kjósa Þóru. Á móti voru 53,9% þeirra sem sögðust andvígir ríkisstjórninni sem sögðust vilja kjósa Ólaf Ragnar. Úrtak: Einstaklingar á aldrinum 18-67 ára valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR Svarfjöldi: 972 einstaklingar Dagsetning framkvæmdar: 10.-15. maí 2012. Hægt er að skoða könnunina hér.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira