Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 23-17 | Valskonur komnar í 2-1 Guðmundur Marinó Ingvarsson á Hlíðarenda skrifar 7. maí 2012 19:00 Mynd/Stefán Valur er einum sigri frá því að tryggja sér Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta þriðja árið í röð eftir 23-17 sigur á Fram í þriðja leik liðanna í úrslitum N1 deildarinnar í kvöld. Valur var þremur mörkum yfir í hálfleik 11-8. Valur gerði tilraunir með 3-3 og 5-1 vörn áður en liðið bakkaði niður í 6-0 vörn um miðbik fyrri hálfleiks og þá skildu leiðir eftir jafnar og spennandi upphafsmínútur. Fram fór í raun illa að ráði sínu í uppnhafi því liðið fékk fjölmörg dauðafæri til að koma sér í góða stöðu en Guðný Jenný Ásmundsdóttir varði vel í marki Vals. Eftir að vörnin small hjá Val var í raun aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda. Leikmenn Fram virkuðu þreyttir og þá ekki síst Stella Sigurðardóttir sem mikið hefur mætt á í úrslitarimmunni og liðið má ekki við því að lykil leikmenn nái sér ekki á strik. Fram sótti mikið á miðja vörn Vals þar sem Anna Úrsúla Guðmundsdóttir varði hvert skotið á fætur öðru. Fram lék fínan varnarleik á köflum en liðið skorti þrek til að halda í við Val og það var liðinu um megn að elta lengst af leiknum. Liðið gerði tilraun til að saxa á forskotið seint í seinni hálfleik en það var of kraftlaust. Valur leiðir einvígið 2-1 og þarf því aðeins einn sigur til að tryggja sér titilinn þriðja árið í röð. Næsti leikur er í Safamýrinni á miðvikudaginn og ljóst að bæði lið munu selja sig dýrt þá. Stefán: Ætlum að klára þetta á miðvikudaginnMynd/Stefán"Þetta var aldrei öruggt en við spiluðum mjög vel og unnum góðan sigur. 6-0 vörnin virkaði og eftir það var þetta auðveldara hjá okkur," sagði Stefán Arnarson þjálfari Vals í leikslok. "Við erum mikið í vörn en við spilum fanta vörn þar sem er mikil hreyfing á leikmönnum og það útheimtir mikla orku en eins og ég segi þá vinnum við þennan leik á vörn. "Ég held að liðin séu að rúlla mjög svipað og bæði lið eru í góðu formi en ég er mjög ánægður með hvað öldungarnir í mínu liði standa sig vel. Við keyrum hraða miðju og fáum ekki nema eitt eða tvö hraðaupphlaupsmörk á okkur. Við keyrum mjög vel til baka. "Við ætlum að sjálfsögðu að klára þetta á miðvikudaginn en við gerum okkur grein fyrir því að þetta er úrslitaeinvígi og þó maður vinni með sex mörkum hér þá skilar það ekki sigri á miðvikudaginn. Við þurfum að spila betur til tryggja okkur titilinn þá," sagði Stefán að lokum. Einar: Við leysum vörnina þeirraMynd/Stefán"Þetta var erfitt, sérstaklega seinni hálfleikurinn. Þær ná þriggja marka forskoti sem var erfitt að brúa. Það kom smá kippur í okkur um miðjan seinni hálfleikinn en þetta var of erfitt. Valsliðið var að spila frábærlega og við ekki alveg nógu vel," sagði Einar Jónsson þjálfari Fram í leikslok. "Ég er óánægðastur með að þegar við vorum með undirtökin í fyrri hálfleik, þá förum við illa með mjög góð færi. Enn einu sinni eigum við sláar- og stangarskot og látum verja frá okkur dauðafæri. Ef við hefðum nýtt þessi færi þokkalega vel þá hefðum við getan náð þessum þrem, fjórum mörkum sem er oft erfitt fyrir þessi lið að brúa á móti hvort öðru. "Þær ná ákveðinni sálrænni yfirhönd og síðasti leikur held ég að hafi setið í okkur. Það er kannski klúður hjá mér að hafa ekki rúllað þessu betur. Ég hef keyrt á of fáum mönnum. Við erum með fína breidd en við höfum keyrt of mikið á tveim, þrem mönnum sem hafa fengið litla hvíld og við hefðum kannski átt að rótera aðeins betur," sagði Einar sem lofaði því að Fram verði búið að leysa 6-0 vörn Vals fyrir næsta leik. "Við leysum vörnina þeirra. Stella spilaði lítið í seinni hálfleik, okkar helsta skytta, en mér fannst Sunna þó koma mjög sterk hérna vinstra megin. Það kom meira sjálfstraust í hana og meiri áræðni og það bætist vonandi inn í vopnabúrið okkar í næsta leik. Mér fannst of margir góðir leikmenn í okkar liði ekki ná sér á strik og þeir þurfa að rífa sig upp og ég er sannfærður um að þeir geri það í næsta leik," sagði Einar að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Sjá meira
Valur er einum sigri frá því að tryggja sér Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta þriðja árið í röð eftir 23-17 sigur á Fram í þriðja leik liðanna í úrslitum N1 deildarinnar í kvöld. Valur var þremur mörkum yfir í hálfleik 11-8. Valur gerði tilraunir með 3-3 og 5-1 vörn áður en liðið bakkaði niður í 6-0 vörn um miðbik fyrri hálfleiks og þá skildu leiðir eftir jafnar og spennandi upphafsmínútur. Fram fór í raun illa að ráði sínu í uppnhafi því liðið fékk fjölmörg dauðafæri til að koma sér í góða stöðu en Guðný Jenný Ásmundsdóttir varði vel í marki Vals. Eftir að vörnin small hjá Val var í raun aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda. Leikmenn Fram virkuðu þreyttir og þá ekki síst Stella Sigurðardóttir sem mikið hefur mætt á í úrslitarimmunni og liðið má ekki við því að lykil leikmenn nái sér ekki á strik. Fram sótti mikið á miðja vörn Vals þar sem Anna Úrsúla Guðmundsdóttir varði hvert skotið á fætur öðru. Fram lék fínan varnarleik á köflum en liðið skorti þrek til að halda í við Val og það var liðinu um megn að elta lengst af leiknum. Liðið gerði tilraun til að saxa á forskotið seint í seinni hálfleik en það var of kraftlaust. Valur leiðir einvígið 2-1 og þarf því aðeins einn sigur til að tryggja sér titilinn þriðja árið í röð. Næsti leikur er í Safamýrinni á miðvikudaginn og ljóst að bæði lið munu selja sig dýrt þá. Stefán: Ætlum að klára þetta á miðvikudaginnMynd/Stefán"Þetta var aldrei öruggt en við spiluðum mjög vel og unnum góðan sigur. 6-0 vörnin virkaði og eftir það var þetta auðveldara hjá okkur," sagði Stefán Arnarson þjálfari Vals í leikslok. "Við erum mikið í vörn en við spilum fanta vörn þar sem er mikil hreyfing á leikmönnum og það útheimtir mikla orku en eins og ég segi þá vinnum við þennan leik á vörn. "Ég held að liðin séu að rúlla mjög svipað og bæði lið eru í góðu formi en ég er mjög ánægður með hvað öldungarnir í mínu liði standa sig vel. Við keyrum hraða miðju og fáum ekki nema eitt eða tvö hraðaupphlaupsmörk á okkur. Við keyrum mjög vel til baka. "Við ætlum að sjálfsögðu að klára þetta á miðvikudaginn en við gerum okkur grein fyrir því að þetta er úrslitaeinvígi og þó maður vinni með sex mörkum hér þá skilar það ekki sigri á miðvikudaginn. Við þurfum að spila betur til tryggja okkur titilinn þá," sagði Stefán að lokum. Einar: Við leysum vörnina þeirraMynd/Stefán"Þetta var erfitt, sérstaklega seinni hálfleikurinn. Þær ná þriggja marka forskoti sem var erfitt að brúa. Það kom smá kippur í okkur um miðjan seinni hálfleikinn en þetta var of erfitt. Valsliðið var að spila frábærlega og við ekki alveg nógu vel," sagði Einar Jónsson þjálfari Fram í leikslok. "Ég er óánægðastur með að þegar við vorum með undirtökin í fyrri hálfleik, þá förum við illa með mjög góð færi. Enn einu sinni eigum við sláar- og stangarskot og látum verja frá okkur dauðafæri. Ef við hefðum nýtt þessi færi þokkalega vel þá hefðum við getan náð þessum þrem, fjórum mörkum sem er oft erfitt fyrir þessi lið að brúa á móti hvort öðru. "Þær ná ákveðinni sálrænni yfirhönd og síðasti leikur held ég að hafi setið í okkur. Það er kannski klúður hjá mér að hafa ekki rúllað þessu betur. Ég hef keyrt á of fáum mönnum. Við erum með fína breidd en við höfum keyrt of mikið á tveim, þrem mönnum sem hafa fengið litla hvíld og við hefðum kannski átt að rótera aðeins betur," sagði Einar sem lofaði því að Fram verði búið að leysa 6-0 vörn Vals fyrir næsta leik. "Við leysum vörnina þeirra. Stella spilaði lítið í seinni hálfleik, okkar helsta skytta, en mér fannst Sunna þó koma mjög sterk hérna vinstra megin. Það kom meira sjálfstraust í hana og meiri áræðni og það bætist vonandi inn í vopnabúrið okkar í næsta leik. Mér fannst of margir góðir leikmenn í okkar liði ekki ná sér á strik og þeir þurfa að rífa sig upp og ég er sannfærður um að þeir geri það í næsta leik," sagði Einar að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Sjá meira