Formaður KFÍ á Ísafirði er óánægður með niðurstöðu formannafundar KKÍ á dögunum þar sem ákveðið var að takmarka notkun erlendra leikmanna í leikjum á næstu leiktíð.
Verði tillögur fundarins samþykktar verðum félögum í efstu deild aðeins heimilt að láta aðeins tvo erlenda leikmenn spila á vellinum á sama tíma.
KFÍ hefur haft marga erlenda leikmenn í sínum röðum undanfarin ár og tryggði sér sæti í Iceland Express-deild karla í vor.
„Nokkur félög eru að koma sínum hagsmunum yfir á önnur. Við skiljum í raun ekki af hverju önnur félög eru að skipta sér af því hvernig við rekum okkar félag. Stór partur af því fólki sem starfar og iðkar sína íþrótt hjá KFÍ eru erlendir ríkisborgarar og okkur finnst ógeðfellt þegar verið er að færa hagsmuni íþróttafélaga í Reykjavík, sem hafa úr ógrynni íslenskra leikmanna úr að velja, yfir á okkur," segir Sævar í viðtali við fréttavefinn BB.is.
Viðtalið má lesa í heild sinni hér.
Körfubolti