Hannes forsetaframbjóðandi: Vonbrigði hversu fáir mæta á fundi 30. apríl 2012 12:28 Hannes Bjarnason forsetaframbjóðandi. Hannes Bjarnason forsetaframbjóðandi segir það vonbrigði hversu fáir mæta á framboðsfundi sem hann heldur nú víða um land. Enginn mætti á fund Hannesar á Eskifirði í gær nema blaðamaður Austurgluggans, ekki einu sinni Hannes sjálfur. Hannes. sem er búsettur í Noregi, kom til landsins fyrir viku og hóf þá fundarherferð sína um Ísland. Hann var staddur á Austurlandi þegar við náðum tali af honum í morgun, á leið á Fáskrúðsfjörð þar sem hann hafði boðað til fundar nú klukkan tólf. „Ég var með þrjá fundi í gær, verð með þrjá fundi í dag, tvo á morgun, þannig að þetta er slatti," segir Hannes. Aðspurður hvernig mætingin hafi verið segir hann: „Það hefur verið upp og ofan. Til dæmis í gær höfðu auglýsingar sem ég hafði sent á undan mér með póstinum bara ekki borist, þannig að það var hreinlega engin mæting á þeim fundum. En ég var á svæðinu, hitti fólk og hengdi upp plakök þannig að mér varð gagn af þessari ferð." Samkvæmt nýjustu könnun Félagsvísindastofnunar á fylgi frambóðenda ætla 0,3% ætla að kjósa Hannes. Austurglugginn greinir frá því að Hannes hafi boðað til fundar á Eskifirði , en að þangað hafi enginn mætt nema blaðamaður Austurgluggans og að sjálfur hafir hann ekki einu sinni komið á fundinn. „Ég var á svæðinu," segir Hannes. „Ég þurfti að leita svolítið að þessu þar sem kirkju og menningarmiðstöðin er skráð til húsa. Þar er bara verið að byggja þjónustuíbúðir, þannig að ég verð að viðurkenna að ég eyddi einhverjum fimm mínútum í að leita að fundinum, að fundaraðstöðunni, og svo þegar ég kem þangað þá er enginn þar, ekki einu sinni umræddur blaðamaður." Þannig segist Hannes hafa farið um bæinn og spjallað við fólk, og heimsóknin hafi því verið afar gagnleg. Auk fundarins á Fáskrúðsfirði, fundar Hannes í dag á Breiðdalsvík og Djúpavogi. Forsetakosningar 2012 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Hannes Bjarnason forsetaframbjóðandi segir það vonbrigði hversu fáir mæta á framboðsfundi sem hann heldur nú víða um land. Enginn mætti á fund Hannesar á Eskifirði í gær nema blaðamaður Austurgluggans, ekki einu sinni Hannes sjálfur. Hannes. sem er búsettur í Noregi, kom til landsins fyrir viku og hóf þá fundarherferð sína um Ísland. Hann var staddur á Austurlandi þegar við náðum tali af honum í morgun, á leið á Fáskrúðsfjörð þar sem hann hafði boðað til fundar nú klukkan tólf. „Ég var með þrjá fundi í gær, verð með þrjá fundi í dag, tvo á morgun, þannig að þetta er slatti," segir Hannes. Aðspurður hvernig mætingin hafi verið segir hann: „Það hefur verið upp og ofan. Til dæmis í gær höfðu auglýsingar sem ég hafði sent á undan mér með póstinum bara ekki borist, þannig að það var hreinlega engin mæting á þeim fundum. En ég var á svæðinu, hitti fólk og hengdi upp plakök þannig að mér varð gagn af þessari ferð." Samkvæmt nýjustu könnun Félagsvísindastofnunar á fylgi frambóðenda ætla 0,3% ætla að kjósa Hannes. Austurglugginn greinir frá því að Hannes hafi boðað til fundar á Eskifirði , en að þangað hafi enginn mætt nema blaðamaður Austurgluggans og að sjálfur hafir hann ekki einu sinni komið á fundinn. „Ég var á svæðinu," segir Hannes. „Ég þurfti að leita svolítið að þessu þar sem kirkju og menningarmiðstöðin er skráð til húsa. Þar er bara verið að byggja þjónustuíbúðir, þannig að ég verð að viðurkenna að ég eyddi einhverjum fimm mínútum í að leita að fundinum, að fundaraðstöðunni, og svo þegar ég kem þangað þá er enginn þar, ekki einu sinni umræddur blaðamaður." Þannig segist Hannes hafa farið um bæinn og spjallað við fólk, og heimsóknin hafi því verið afar gagnleg. Auk fundarins á Fáskrúðsfirði, fundar Hannes í dag á Breiðdalsvík og Djúpavogi.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira