Azealia Banks aflýsir tónleikum á Íslandi 24. apríl 2012 09:30 Tónleikum Azealiu Banks sem halda átti í Vodafonehöllinni þann 6. júní hefur verið aflýst. „Söngkonan hefur einnig aflýst um 25 tónleikum víða um lönd í júní og júlí. Ástæðan er samkvæmt upplýsingum frá umboðsmanni söngkonunnar, að vegna mikilla anna hefur hún ekki náð að ljúka vinnu við væntanlega hljómplötu," segir í fréttatilkynningu á midi.is. Aðstandendur tónleikanna gátu ekki bókað aðra tónleika með söngkonunni á þessu ári. Á næstu dögum mun því starfsfólk Midi.is hafa samband við alla þá sem keyptu miða á tónleikana vegna endurgreiðslu. Einnig geta miðaeigendur sjálfir haft samband í síma 540-9800 eða á netfangið midi@midi.is. Azealia hóf ferilinn sem dansari og leikari en vakti fyrst athygli sem söngkona með laginu Seventeen fyrir tveimur árum. Í kjölfarið kom út lagið L8R og síðan rómuð útgáfa hennar á Slow Hands með hljómsveitinni Interpol. Núna hefur hún samið við útgáfurisann Universal og upptökustjóri plötunnar hennar verður Paul Epworth, sem tók upp metsöluplötu Adele, 21. Tónleikar hennar hér á landi mæltust vel fyrir, enda var hún einn stærsti listamaðurinn á leið hingað sem höfðar til yngri kynslóðarinnar. Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Tónleikum Azealiu Banks sem halda átti í Vodafonehöllinni þann 6. júní hefur verið aflýst. „Söngkonan hefur einnig aflýst um 25 tónleikum víða um lönd í júní og júlí. Ástæðan er samkvæmt upplýsingum frá umboðsmanni söngkonunnar, að vegna mikilla anna hefur hún ekki náð að ljúka vinnu við væntanlega hljómplötu," segir í fréttatilkynningu á midi.is. Aðstandendur tónleikanna gátu ekki bókað aðra tónleika með söngkonunni á þessu ári. Á næstu dögum mun því starfsfólk Midi.is hafa samband við alla þá sem keyptu miða á tónleikana vegna endurgreiðslu. Einnig geta miðaeigendur sjálfir haft samband í síma 540-9800 eða á netfangið midi@midi.is. Azealia hóf ferilinn sem dansari og leikari en vakti fyrst athygli sem söngkona með laginu Seventeen fyrir tveimur árum. Í kjölfarið kom út lagið L8R og síðan rómuð útgáfa hennar á Slow Hands með hljómsveitinni Interpol. Núna hefur hún samið við útgáfurisann Universal og upptökustjóri plötunnar hennar verður Paul Epworth, sem tók upp metsöluplötu Adele, 21. Tónleikar hennar hér á landi mæltust vel fyrir, enda var hún einn stærsti listamaðurinn á leið hingað sem höfðar til yngri kynslóðarinnar.
Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira