Geir H. Haarde: Dómurinn pólitísk málamiðlun 23. apríl 2012 19:42 „Dómararnir vildu ná pólitískri málamiðlun gagnvart fólkinu á Alþingi sem stóðu fyrir þessu gönuhlaupi," sagði Geir H. Haarde í viðtali við Þorbjörn Þórðarson í Íslandi í dag. Geir segir málið há-pólitískt, hann sé eldri en tvævetur í pólitík, „og ég finn lyktina af pólitík þar sem hana er að finna," sagði Geir. Geir er fyrsti fyrrverandi ráðherrann í heiminum sem hefur verið dreginn ábyrgðar vegna efnahagshrunsins. Hann var dæmdur brotlegur í Landsdómi í dag gegn stjórnarskránni en sýknaður af þremur öðrum ákæruliðum. Hann segist hafa verið undirbúinn fyrir báðar niðurstöður í dag, sjálfur hafi hann þó búist við að vera sýknaður af öllum ákæruliðunum. Hann spurði svo hvers vegna honum hafi ekki verið gerð nein refsing í málinu: „Ef um var að ræða svo mikið vanrækslubrot því var mér ekki gerð nein refsing?" Geir benti ennfremur á að tveir dómarar hafi komið inn um mið réttarhöldin og báðir hafi þeir komist að þeirri niðurstöðu að sakfella ætti Geir fyrir brot gegn stjórnarskránni. Geir segir þetta skipta máli. „Mér býður svo í grun að dómararnir hafi viljað kasta akkeri til þeirra sem stóðu að málinu, en samt gera það með þeim hætti að ég gæti vel við unað, líkt og að dæma mér hæstu málsvarnarlaun sem hafa verið dæmd hér á landi. En svo er ekki," sagði Geir. Hann sagði ennfremur að ef litið væri til efnisatriða dómsins, þá hafi hann unnið málið. „Það var lagt upp með að finna sökudólg fyrir hrunið. Þessi fundir höfðu ekkert með hrunið að gera, menn ræddu auðvitað margt innan og utan funda, en það hafði ekkert með þetta að gera." Hann segir svo þá sem stóðu að málatilbúnaðinum, bera ábyrgð í málinu. „Þetta eru hluti Samfylkingarinnar, Vinstri grænir og ofstækisfólkið innan Hreyfingarinnar. Og Steingrímur J. Sigfússon ber mesta ábyrgð og hans lautinant," sagði Geir sem var, líkt og á blaðamannafundinum í dag, heitt í hamsi í viðtalinu. „Þetta er sneypuför og ætla þessir menn að sitja áfram?" spyr Geir og bætir við: „Þeir eru búnir að fá löðrung frá Landsdómi. Ætla þessir fínu menn, Steingrímur og fleiri, bara að sitja þarna áfram?" Hann segir ennfremur að hann líti svo á að hans persónulegi heiður standi óhaggaður miðað við niðurstöðuna. „Mannorði mínu hefur ekki verið rænt af mér," segir hann. „Ef einhver hefur haldið að þarna væri verið að hægt kýla mig kaldan eða koma mér í þunglyndi með þessu máli, þá er það fjarri lagi," sagði Geir vígreifur. Landsdómur Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Fleiri fréttir Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Sjá meira
„Dómararnir vildu ná pólitískri málamiðlun gagnvart fólkinu á Alþingi sem stóðu fyrir þessu gönuhlaupi," sagði Geir H. Haarde í viðtali við Þorbjörn Þórðarson í Íslandi í dag. Geir segir málið há-pólitískt, hann sé eldri en tvævetur í pólitík, „og ég finn lyktina af pólitík þar sem hana er að finna," sagði Geir. Geir er fyrsti fyrrverandi ráðherrann í heiminum sem hefur verið dreginn ábyrgðar vegna efnahagshrunsins. Hann var dæmdur brotlegur í Landsdómi í dag gegn stjórnarskránni en sýknaður af þremur öðrum ákæruliðum. Hann segist hafa verið undirbúinn fyrir báðar niðurstöður í dag, sjálfur hafi hann þó búist við að vera sýknaður af öllum ákæruliðunum. Hann spurði svo hvers vegna honum hafi ekki verið gerð nein refsing í málinu: „Ef um var að ræða svo mikið vanrækslubrot því var mér ekki gerð nein refsing?" Geir benti ennfremur á að tveir dómarar hafi komið inn um mið réttarhöldin og báðir hafi þeir komist að þeirri niðurstöðu að sakfella ætti Geir fyrir brot gegn stjórnarskránni. Geir segir þetta skipta máli. „Mér býður svo í grun að dómararnir hafi viljað kasta akkeri til þeirra sem stóðu að málinu, en samt gera það með þeim hætti að ég gæti vel við unað, líkt og að dæma mér hæstu málsvarnarlaun sem hafa verið dæmd hér á landi. En svo er ekki," sagði Geir. Hann sagði ennfremur að ef litið væri til efnisatriða dómsins, þá hafi hann unnið málið. „Það var lagt upp með að finna sökudólg fyrir hrunið. Þessi fundir höfðu ekkert með hrunið að gera, menn ræddu auðvitað margt innan og utan funda, en það hafði ekkert með þetta að gera." Hann segir svo þá sem stóðu að málatilbúnaðinum, bera ábyrgð í málinu. „Þetta eru hluti Samfylkingarinnar, Vinstri grænir og ofstækisfólkið innan Hreyfingarinnar. Og Steingrímur J. Sigfússon ber mesta ábyrgð og hans lautinant," sagði Geir sem var, líkt og á blaðamannafundinum í dag, heitt í hamsi í viðtalinu. „Þetta er sneypuför og ætla þessir menn að sitja áfram?" spyr Geir og bætir við: „Þeir eru búnir að fá löðrung frá Landsdómi. Ætla þessir fínu menn, Steingrímur og fleiri, bara að sitja þarna áfram?" Hann segir ennfremur að hann líti svo á að hans persónulegi heiður standi óhaggaður miðað við niðurstöðuna. „Mannorði mínu hefur ekki verið rænt af mér," segir hann. „Ef einhver hefur haldið að þarna væri verið að hægt kýla mig kaldan eða koma mér í þunglyndi með þessu máli, þá er það fjarri lagi," sagði Geir vígreifur.
Landsdómur Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Fleiri fréttir Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Sjá meira