Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 39-23 | Valur í úrslitin Guðmundur Marinó Ingvarsson í Vodafone-höllinni skrifar 24. apríl 2012 17:48 Mynd/Anton Valur vann í kvöld öruggan sigur á Stjörnunni 39-23 og einvígið 3-0 og tryggði sér þar með sæti í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta gegn Fram. Það voru ekki liðnar margar mínútur af leiknum þegar ljóst var hvert stefndi. Valur skoraði sex fyrstu mörk leiksins og var alls fjórtán mörkum yfir í hálfleik 20-6 og úrslitin í raun ráðin. Valur lék allan tímann af fullum krafti og gaf Stjörnunni aldrei neina von. Bæði lið leyfðu varamönnum að spila lungan úr seinni hálfleik og var aðeins spurning um hversu stór sigur Vals yrði. Stjarnan hafði aldrei trú á verkefninu og stóð aðeins Jóna Margrét Ragnarsdóttir fyrir sínu í liðinu en hún skoraði 10 mörk og var dugleg að reyna á sama tíma og margir samherjar hennar létu sér fátt um finnast. Getumunurinn á liðunum er mikill en með smá baráttu hefði Stjarnan getað fallið úr leik með einhverri reisn. Sú var ekki raunin og Valur hefði hæglega getað unnið enn stærri sigur. Þorgerður Anna: Þjálfarinn þeirra kveikti í okkur"Þetta var eiginlega bara létt. Þjálfarinn þeirra var búinn að gefa það út að þær ættu ekki séns og ég verð að segja að það séu mjög óviðeigandi skilaboð til þeirra leikmanna. Þær koma með hálfum huga inn í þennan leik og þetta kveikti enn frekar í okkur. Við ætluðum að klára þetta með stæl eins og við gerðum," sagði Þorgerður Anna Atladóttir að leiknum loknum. "Við vorum mun ákveðnar og vildum þetta mun meira. Þetta var alls ekki búið einvígi, ef þær hefðu unnið í kvöld hefði þetta hæglega getað farið í fimm leiki en þetta var eiginlega búið í þeirra huga fyrir leikinn sem er sorglegt." "Lokatölurnar sýna ekki getu Stjörnuliðsins, þær eru með frábært lið en þær höfðu ekki trú á þessu og við nýttum okkur það," sagði Þorgerður sem fékk mikla hvíld í seinni hálfleik líkt og fleiri byrjunarliðsmenn en hún skoraði 9 af 11 mörkum sínum í fyrri hálfleik. "Við rúlluðum á mörgum leikmönnum og höfum gert það í öllum leikjunum sem skiptir miklu máli fyrir framhaldið," sagði Þorgerður Anna að lokum. Stefán: Keyrum alltaf á fullum krafti"Þetta var auðveldara en ég bjóst við. Við ákváðum að einbeita okkur að þessari rimmu og klára hana. Nú er það komið. Þó maður sé 2-0 yfir og með betra lið þá er þetta aldrei öruggt og við ætluðum að klára þetta og komast í úrslit," sagði Stefán Arnarsson þjálfari Vals í leikslok. "Það má hrósa leikmönnum Valsliðsins að þó allir séu að hrósa liðinu og segja hvað það er gott þá keyrir liðið alltaf á fullum krafti og það hefur skilað þessum titlum hingað til," sagði Stefán sem metur möguleikana gegn Fram jafna. "Fram er með mjög gott lið og ég held að þetta verði skemmtilegar viðureignir sem geta farið á hvorn vegin sem er," sagði Stefán. Gústaf: Ekkert upp á okkar árangur að klaga"Einvíginu lauk verðskuldað 3-0 fyrir Val og ég tel bara jákvætt að hafa þó komist þetta langt í mótinu og þegar veturinn er gerður upp erum við í undanúrslitum í N1 deildinni, undanúrslitum í deildarbikar, undanúrslitum í bikar og í sæti 4 í deildinni og ég held að miðað við allt og allt er ekkert upp á okkar árangur að klaga. Við vorum bara að eiga við erfið lið þarna efst uppi," sagði Gústaf Adolf Björnsson þjálfari Stjörnunnar. "Ef menn setja þetta upp með raunsæisgleraugum þá sjá það allir að munurinn á liðunum er of mikill. Þegar góðir kaflar nást eins og í leik tvö gegn Val þar sem við leiðum eftir 20 mínútur með góðri vörn og frábærri markvörslu þá gleðjast menn en það stóð of stutt yfir," sagði Gústaf en Stjarnan náði engum slíkum kafla í leiknum í kvöld. "Valsmenn voru einbeittir í leiknum og ætluðu að klára þetta 3-0 til að lengja hjá sér pásuna fyrir úrslitarimmuna og það gerðu þær sannfærandi," sagði Gústaf að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Sjá meira
Valur vann í kvöld öruggan sigur á Stjörnunni 39-23 og einvígið 3-0 og tryggði sér þar með sæti í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta gegn Fram. Það voru ekki liðnar margar mínútur af leiknum þegar ljóst var hvert stefndi. Valur skoraði sex fyrstu mörk leiksins og var alls fjórtán mörkum yfir í hálfleik 20-6 og úrslitin í raun ráðin. Valur lék allan tímann af fullum krafti og gaf Stjörnunni aldrei neina von. Bæði lið leyfðu varamönnum að spila lungan úr seinni hálfleik og var aðeins spurning um hversu stór sigur Vals yrði. Stjarnan hafði aldrei trú á verkefninu og stóð aðeins Jóna Margrét Ragnarsdóttir fyrir sínu í liðinu en hún skoraði 10 mörk og var dugleg að reyna á sama tíma og margir samherjar hennar létu sér fátt um finnast. Getumunurinn á liðunum er mikill en með smá baráttu hefði Stjarnan getað fallið úr leik með einhverri reisn. Sú var ekki raunin og Valur hefði hæglega getað unnið enn stærri sigur. Þorgerður Anna: Þjálfarinn þeirra kveikti í okkur"Þetta var eiginlega bara létt. Þjálfarinn þeirra var búinn að gefa það út að þær ættu ekki séns og ég verð að segja að það séu mjög óviðeigandi skilaboð til þeirra leikmanna. Þær koma með hálfum huga inn í þennan leik og þetta kveikti enn frekar í okkur. Við ætluðum að klára þetta með stæl eins og við gerðum," sagði Þorgerður Anna Atladóttir að leiknum loknum. "Við vorum mun ákveðnar og vildum þetta mun meira. Þetta var alls ekki búið einvígi, ef þær hefðu unnið í kvöld hefði þetta hæglega getað farið í fimm leiki en þetta var eiginlega búið í þeirra huga fyrir leikinn sem er sorglegt." "Lokatölurnar sýna ekki getu Stjörnuliðsins, þær eru með frábært lið en þær höfðu ekki trú á þessu og við nýttum okkur það," sagði Þorgerður sem fékk mikla hvíld í seinni hálfleik líkt og fleiri byrjunarliðsmenn en hún skoraði 9 af 11 mörkum sínum í fyrri hálfleik. "Við rúlluðum á mörgum leikmönnum og höfum gert það í öllum leikjunum sem skiptir miklu máli fyrir framhaldið," sagði Þorgerður Anna að lokum. Stefán: Keyrum alltaf á fullum krafti"Þetta var auðveldara en ég bjóst við. Við ákváðum að einbeita okkur að þessari rimmu og klára hana. Nú er það komið. Þó maður sé 2-0 yfir og með betra lið þá er þetta aldrei öruggt og við ætluðum að klára þetta og komast í úrslit," sagði Stefán Arnarsson þjálfari Vals í leikslok. "Það má hrósa leikmönnum Valsliðsins að þó allir séu að hrósa liðinu og segja hvað það er gott þá keyrir liðið alltaf á fullum krafti og það hefur skilað þessum titlum hingað til," sagði Stefán sem metur möguleikana gegn Fram jafna. "Fram er með mjög gott lið og ég held að þetta verði skemmtilegar viðureignir sem geta farið á hvorn vegin sem er," sagði Stefán. Gústaf: Ekkert upp á okkar árangur að klaga"Einvíginu lauk verðskuldað 3-0 fyrir Val og ég tel bara jákvætt að hafa þó komist þetta langt í mótinu og þegar veturinn er gerður upp erum við í undanúrslitum í N1 deildinni, undanúrslitum í deildarbikar, undanúrslitum í bikar og í sæti 4 í deildinni og ég held að miðað við allt og allt er ekkert upp á okkar árangur að klaga. Við vorum bara að eiga við erfið lið þarna efst uppi," sagði Gústaf Adolf Björnsson þjálfari Stjörnunnar. "Ef menn setja þetta upp með raunsæisgleraugum þá sjá það allir að munurinn á liðunum er of mikill. Þegar góðir kaflar nást eins og í leik tvö gegn Val þar sem við leiðum eftir 20 mínútur með góðri vörn og frábærri markvörslu þá gleðjast menn en það stóð of stutt yfir," sagði Gústaf en Stjarnan náði engum slíkum kafla í leiknum í kvöld. "Valsmenn voru einbeittir í leiknum og ætluðu að klára þetta 3-0 til að lengja hjá sér pásuna fyrir úrslitarimmuna og það gerðu þær sannfærandi," sagði Gústaf að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Sjá meira