Fótbolti

Drogba: Okkar bestu leikmenn missa af úrslitaleiknum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Drogba í baráttunni í kvöld.
Drogba í baráttunni í kvöld. Nordic Photos / Getty Images
„Við erum ánægðir með að hafa komist áfram en við verðum að halda ró okkar - vegna þess að okkar bestu leikmenn verða ekki með í úrslitaleiknum," sagði Didier Drogba, sóknarmaður Chelsea, eftir leikinn gegn Barcelona í kvöld.

Chelsea náði 2-2 jafntefli gegn Barcelona í kvöld þrátt fyrir að hafa verið 2-0 undir og manni færri í lok fyrri hálfleiks.

John Terry, fyrirliði Chelsea, fékk að líta beint rautt spjald undir lok fyrri hálfleiks og þrír aðrir leikmenn Chelsea verða einnig í banni þar sem þeir fengu í kvöld sína seinni áminningu í útsláttarkeppninni. Það eru þeir Raul Meireles, Branislav Ivanovic og Ramires.

Þá meiddist Gary Chaill í kvöld og þurfti að fara snemma af velli. Óvíst er hvort hann verði búinn að jafna sig fyrir úrslitaleikinn.

„Við vörðumst vel og reyndum að nýta þau færi sem við fengum. Ég er auðvitað mjög ánægður með að vera kominn aftur í úrslitaleikinn. Ég segi það sama á hverju ári - ég vil vinna Meistaradeildina. Nú er tækifærið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×